Johanne skrifaði:
Hvilken pind skal strikkeprøven testes på? Er det pind 4 eller 5
15.11.2024 - 22:29DROPS Design svaraði:
Hej Johanne, vi får 17 masker på 10 cm glatstrik på pind 5 :)
19.11.2024 - 11:17
Sandra Trench skrifaði:
Hi I am uk size 14, which size should I knit?
01.09.2024 - 17:51DROPS Design svaraði:
Hi Sandra, You will find a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. Happy crafting!
02.09.2024 - 06:32
Britt Hansen skrifaði:
Hvordan strikkes ærmekuplen?
01.05.2024 - 20:05DROPS Design svaraði:
Hej Britt, den strikke helt lige frem og tilbage på pinden de sidste cm (fra slidsen)
03.05.2024 - 14:35
Mara skrifaði:
IL y a une erreur dans le nombre de pelotes: j'ai eu besoin de 2,5 pelotes du coloris 34, c'était très gênant car j'ai été bloqué dans mon tricot, le temps de recevoir ma pelote supplémentaire.
22.02.2024 - 16:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Mara, tricotez-vous bien en DROPS Air? Quelle taille tricotez-vous? Avez-vous bien la bonne tension en hauteur en tricotant? Autrement dit toujours 22 rangs = 10 cm? Merci pour votre retour. Bonne continuation!
23.02.2024 - 08:28
Margrethe skrifaði:
Hej:) Jeg vil blot lige høre, om det er korrekt, at man skal bruge næsten samme garnmængde til alle størrelser, eller er det en fejl?
19.07.2023 - 08:49DROPS Design svaraði:
Hei Margrethe. Det skiller 100 gram / 300 meter fra den minste til den største str. Nå har jeg ikke oversikten over garnutregningen, men det kan godt hende at i f.eks i str. M i farge 01 natur så går det 104 gram, mens i str XXXL går det 148 gram. Da må begge ha 150 gram 01, natur. Man vil kanskje ha mer garn igjen i de minste str. der det er den samme garnmengden som i de største str., men man kan ikke skrive f.eks 50 gram om det er brukt f.eks 53 gram. mvh DROPS Design
25.07.2023 - 08:53
Gunhild skrifaði:
Hva menes det med "Fell av masker 1 gang og deretter 1 maske 2 ganger =[...]" på venstre og høyre forstykke?
20.04.2023 - 13:39DROPS Design svaraði:
Hei Gunhild. Her var et tall (2) blitt borte under VENSTRE FORSTYKKE. Var riktig under høyre forstykke. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. Vi vil fikse dette asap. mvh DROPS Design
24.04.2023 - 11:48
Judy Fish skrifaði:
My granddaughter likes your Candy Bar Jacket pattern but she is 142cm and growing. Do you have a similar pattern with balloon sleeves which I could use. I like this Mars Sunrise (for women) but can't work out your sizing. I have some wool that is 17 st and 28 rows for 10 sq cm that I would like to use. Many thanks for your help
08.04.2023 - 16:53DROPS Design svaraði:
Dear Judy, the measurements for each size are indicated in the schematic after the pattern instructions; to better understand them you can read the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=19. Some patterns similar to Candy Bar Jacket could be these: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=9009&cid=19 https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=9393&cid=19. You should be able to use the same yarn for these patterns as in the Candy Bar Jacket. Happy knitting!
08.04.2023 - 22:46
Ruth Volders skrifaði:
Is het mogelijk om de het vest met gewone naalden ipv rondbreinaalden te breien .
28.03.2023 - 11:11DROPS Design svaraði:
Dag Ruth,
Ja, je zou dit vest ook wel met gewone naalden kunnen breien. Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier.
28.03.2023 - 21:18
Connie Stjerndrup skrifaði:
Hvorfor skal der strikket med pind 5 på på højre forkant og pind 4 på Venstre forkant . Er det en fejl
24.03.2023 - 08:40DROPS Design svaraði:
Hei Connie. Ja,her er det feil. Høyre og venstre stolpe skal strikkes med samme pinne, pinne 4, samme som vrangborden. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette, vi skal få ordnet dette asap. mvh DROPS Design
27.03.2023 - 13:23
Siksou skrifaði:
Bonjour pour la taille M : après avoir tricoter pour la manche 46 cm vous dites \"tricotez la tête de manche sur 5 cm\". Cela veut -il seulement dire de continuer à tricoter.sans diminution ..?\r\nA quoi correspondent les pointillés sur le graphique?\r\nMerci de votre réponse
16.01.2023 - 13:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Siksou, tout à fait, à 47 (pas 46, la taille M est la 2ème taille) cm de hauteur totale, on tricote désormais en rangs, à partir du milieu sous la manche, mais sans rabattre ni diminuer. Les lignes pointillés correspondent aux parties b et B: b = les 4 cm tricotés en rangs à la fin de la manche, B = les mailles rabattues pour les emmanchures. Cette vidéo montre comment on va assembler la manche. Bon tricot!
16.01.2023 - 16:31
Mars Sunrise#marssunrisecardigan |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með röndum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-22 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * 8 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum bleikur sandur, 8 umferðir í litnum hveiti, 6 umferðir í litnum blush, 12 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum blush, 4 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum bleikur sandur, 8 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum blush *, endurtakið rendur á hæðina frá *-*. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, hvert fyrir sig. Síðan eru kantar að framan prjónaðir á framstykkin. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Þegar stykkið hefur verið saumað saman, prjónið kant í hálsmáli fram og til baka í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 105-113-123-133-145-161 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur í DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. umferð = rétta): 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú sléttprjón með RENDUR – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 17-19-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir = 88-94-102-110-120-134 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handvegi í hvorri hlið: Fellið af 6-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 76-80-84-90-96-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur í DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (frá hlið og réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú sléttprjón með röndum, JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 9-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 45-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handvegi í hlið: Fellið af fyrstu 6-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 11-12-13-14-15-16 lykkjur frá röngu við miðju að framan á þráð (prjónið þær fyrst), fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og síðan 1 lykkju 2 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur í DROPS Air, innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu þannig (frá neðri kanti): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu). Prjónið nú 1 umferð slétt frá röngu, fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (frá miðju að framan og réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú sléttprjón með röndum, JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 9-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 45-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handvegi í hlið: Fellið af fyrstu 6-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 11-12-13-14-15-16 lykkjur frá réttu við miðju að framan á þráð (prjónið þær fyrst), fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá réttu: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og síðan 1 lykkju 2 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur í DROPS Air, innan við 1 kantlykkju meðfram hægra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu þannig (frá hálsmáli og niður): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff, en eftir ca 2 cm, fellið af fyrir 4-4-4-5-5-5 hnappagötum jafnt yfir. Neðsta hnappagatið á að sitja ca 6 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið á að sitja ca 7-8 cm frá hálsmáli, staðsetjið þau hnappagöt sem eftir eru jafnt á milli þessa (fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli er prjónaður). Fellið af fyrir hnappagötum með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og prjónið síðan 2 lykkjur saman. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm. Prjónið nú 1 umferð slétt frá röngu, fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. ERMI: Fitjið upp 62-64-66-68-70-72 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 56-58-60-62-64-66 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið síðan sléttprjón og rendur. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 12-9-7-6½-5-4 cm millibili alls 4-5-6-6-7-8 sinnum = 64-68-72-74-78-82 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-47-46-44-42-39 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 4-4-5-6-7-10 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR-1: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpuna við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og litinn natur, byrjið frá réttu og prjónið upp ca 81 til 123 lykkjur í kringum hálsmál (einnig yfir kanta að framan á hvoru framstykki ásamt lykkjum af þráðum), lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist ca 2 cm. Nú er fellt af fyrir síðasta hnappagatinu í byrjun á næstu umferð frá réttu, þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina eins og áður. Haldið áfram með stroffið þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR-2: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #marssunrisecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.