Ali T skrifaði:
Is A1 pattern worked from the bottom of the diagram up or the top down? A directional arrow would be so helpful!
20.02.2025 - 19:28DROPS Design svaraði:
Hi Ali, All diagrams are worked bottom up, from right to left from the right side and left to right from the wrong side. Happy knitting!
21.02.2025 - 06:51
Gratias skrifaði:
Bonjour Je n e comprends pas les points utilisés pour le diaphragme. Les symboles dessines ne sont pas expliqués merci
06.10.2024 - 09:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gratias, pensez-vous aux ovales du diagramme (rangs 1, 7 et 13?) Ce sont des jetés = 3ème symbole de la légende; retrouvez dans cette vidéo le même point de vagues (dans la vidéo, on commence 2 tours jersey avant le point de vague de ce pull). Bon tricot!
07.10.2024 - 08:08
Lisette Benoit skrifaði:
Bonjour, Comment faire les 4augmentations avec 6 mailles pour en obtenir 10. Est-ce que je fais des jetés ou autre? Merci de me répondre car je suis arrêtée dans mon tricot.
26.04.2024 - 14:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Benoit, vous pouvez choisir votre propre technique pour augmenter, donc vous pouvez par ex faire 1 jeté qui sera tricoté torse au rang suivant pour éviter 1 tour. Pour augmenter ces 4 mailles, vous pouvez par ex tricoter ainsi (1 m, 1 augm, 1 m, 1 augm, 2 m, 1 augm, 1 m, 1 augm, 1 m). Bon tricot!
26.04.2024 - 15:46
Jette Ryvang skrifaði:
Drops Baby 42-8 - Diagram: 1 pind strikker 2 ret sammen 3 gange, MEN forstår ikke det næste - Lav 1 omslag mellem 2 masker ?? Betyder det at jeg skal strikke 1 ret slå om, eller hvad? Har 204 masker , hvor mange masker skal der være på 1. Pind med mønster??
15.04.2024 - 08:48DROPS Design svaraði:
Hej Jette, de første 17 masker strikkes således: 2r sm, 2r sm, 2r sm, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 2r sm, 2r sm, 2r sm. Du har nu lige så mange omslag som du har indtagninger :)
16.04.2024 - 08:10
Hanne Elena Rørbech skrifaði:
Jeg har altid problemer når jeg når til de masker der skal slås op på pinden til ærmet. de kommer jo til at hænge ud i luften når man strikker videre på kropsdelen. Hvad gør jeg ??
09.09.2023 - 19:27DROPS Design svaraði:
Hei Hanne. Jo. men disse maskene skal strikkes når du kommer til neste omgang slik at de nye maskene under ermet tilhører bolen. Ta en titt på videoen: Bluse strikket oppefra og ned og fra ca tid: 07:00. Den vil kanskje være til hjelp. Mvh DROPS Design
18.09.2023 - 10:03
Zoe skrifaði:
When working the pattern A.1, are we supposed to work the yarn overs twisted or just a regular knit stitch to leave a hole on the next row?
05.08.2023 - 15:37DROPS Design svaraði:
Dear Zoe, you don't need to twist the yarn overs; knit them so as to leave holes. Happy knitting!
06.08.2023 - 21:38
Tammy skrifaði:
I would love to get this pattern in English Thanks Tammy Hunter
07.07.2023 - 06:42
Jane Newton skrifaði:
After the first decorative section of chart a I have 255 stitches. I am finding it difficult to line up the second set of the pattern with the first as I have too many stitches.
27.03.2023 - 20:11DROPS Design svaraði:
Dear Jane, with th efeather and fan pattern, you always have to be very careful, that in each pattern repeat (k2tog 3 times, *yo, knit1* 5 times, knit one, and k2tog 3 times) , you knit as many decreases, as many yarn over in that repeat. It is easy to miscount that, and then you end up with too many stitches. It helps to put a marker after each repeat. Happy Knitting!
28.03.2023 - 07:49
VUILLOT Maryline skrifaði:
Empiecement , extrait du texte "Rabattre les 3 premières mailles et tricoter jusqu'à la fin du rang. Quand le rang est terminé, continuer en rond en jersey sur toutes les mailles. Décaler le début des tours au milieu du devant.\"\r\nJe ne comprends pas ce que vous voulez dire, par \" décaler \" \r\nest ce que c\'est le fait d\'avoir rabattu les 3 mailles ( patte de boutonnage) qui fait que le début du tour est décalé ? Merci pour vos précisions
07.02.2023 - 16:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vuillot, tout à fait, vous avez maintenant réuni l'ouvrage pour pouvoir tricoter en rond, le début des tours se trouve automatiquement avant les mailles de la bordure devant, continuer en rond, mais considérez maintenant que le milieu du devant est le début des tours (ainsi, la répartition des mailles lors de la division tombera juste). Bon tricot!
07.02.2023 - 17:04
Emilie skrifaði:
Hvordan strikker man stolpemasker i rille?
27.01.2023 - 18:38DROPS Design svaraði:
Hei Emilie, Rillestrikk er å strikke rett på alle pinner, så stolpene strikkes rett både fra retten og vrangen. God fornøyelse!
30.01.2023 - 06:50
Little Pea#littlepeasweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og bylgjumynstri. Stærð 0 – 6 ára.
DROPS Baby 42-8 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (þ.e.a.s. frá röngu) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Í næstu umferð (þ.e.a.s. þegar stykkið er prjónað í hring) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir næsta hnappagati þegar stykkið mælist ca 4 cm frá fyrra hnappagati. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Þegar opið að framan hefur verið prjónað til loka, prjónið áfram í hring á hringprjóna. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 73-77-81-85 (89-93-97) lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3. BERUSTYKKI: LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR! Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu frá miðju að framan þannig: 3 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 11-12-13-14 (15-16-17) lykkjur sléttprjón (hálft framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (10 lykkjur fyrir ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 25-27-29-31 (33-35-37) lykkjur sléttprjón (bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (10 lykkjur fyrir ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-12-13-14 (15-16-17) lykkjur sléttprjón og endið með 3 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (hálft framstykki). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið og það eru 89-93-97-101 (105-109-113) lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og 3 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! og fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm frá uppfitjunarkanti, setjið stykkið saman þannig: Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 3 lykkjur í umferð, prjónið síðan út umferðina eins og áður. Þegar umferðin hefur verið prjónuð til loka er haldið áfram að prjóna í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Færið umferðina til þannig að miðjulykkja á framstykki er byrjun á umferð. Aukið út fyrir laskalínu alls 10-12-13-14 (15-16-18) sinnum = 158-178-190-202 (214-226-246) lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 9-10-11-12 (13-14-15) cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 24-27-29-31 (33-35-38) lykkjur slétt, setjið næstu 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 47-53-57-61 (65-69-75) lykkjur slétt, setjið næstu 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 23-26-28-30 (32-34-37) lykkjur sem eftir eru slétt. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 106-118-126-138 (146-154-166) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Færið umferðina til þannig að umferðin byrjar mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 3-3-3-4 (4-4-4) sinnum = 118-130-138-154 (162-170-182) lykkjur. Þegar stykkið mælist 8-10-11-13 (15-18-21) cm frá skiptingu, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-23-32-33 (42-34-39) lykkjur jafnt yfir = 136-153-170-187 (204-204-221) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er fellt af aðeins laust með sléttum lykkjum. ERMI: Setjið 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur af þræði frá annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af þeim 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 38-42-44-48 (50-52-56) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-4-3-3 (4-5-3 ½) cm millibili alls 2-3-4-5 (5-5-7) sinnum = 34-36-36-38 (40-42-42) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 11-14-15-18 (21-26-29) cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í kant að framan sem er án hnappagata. Leggið kant að framan með tölum undir kant að framan með hnappagötum og saumið saman neðst. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlepeasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 42-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.