Yolanda Maria Loggen skrifaði:
Bij het breien van het lijf,moet ik voor de boord juist niet steken minderen? In de beschrijving staat dat er gemeerderd moet worden. Is dit juist?
24.02.2025 - 09:27DROPS Design svaraði:
Dag Yolanda,
Je meerdert inderdaad steken. Dit is om te voorkomen dat de boordsteek het werk samentrekt.
14.04.2025 - 07:00
Yolanda Perez skrifaði:
Waar begint m'n eerste naald bij mijn rondbreiwerk trui van boven naar beneden. Het gaat om een telpatroon. Waarbij een markeerdraad het middenvoor van het werk aanduid
29.01.2025 - 22:11DROPS Design svaraði:
Dag Yolanda,
Het begin van de naald is steeds waar je de toer begint en eindigt en dit is in dit geval midden achter.
19.02.2025 - 09:56
Doris skrifaði:
Liebes Drops Team, gerade verzweifle ich weil die Maschen mit dem Muster nach den 13 Reihen A zum Weiterstricken bis die 20 cm Höhe erreicht sind nicht aufgeht. Ich habe bei mir keinen Fehler entdeckt und auch das korrigierte Diagramm verwendet. Nach den 2 rechten Raglanmaschen müsste nach den Zunahmen jeweils das "Dreieck" (3 M) gestrickt werden, es sind aber nur 2 Maschen bei mir vorhanden. Was kann ich tun? Danke fürs Antworten.
21.10.2024 - 13:54DROPS Design svaraði:
Liebe Doris, wenn A.1 / A.2 fertig ist stricken Sie und nehmen Sie so zu: A.3A (5 ersten Maschen A.2), A.3B wiederholen bis 6 Maschen vom A.2 übrig sind und mit A.3C das Muster enden - das Muster sollte so schön anpassen. Viel Spaß beim Stricken!
21.10.2024 - 15:59
Tove Morskogen skrifaði:
Hei.Jeg finner ikke rettelsen til mønstret.Har prøvd å strikke,men mønstret går ikke opp.Er det mulig å få tilsendt riktig mønster? Mvh.Tove Morskogen
15.03.2024 - 11:25DROPS Design svaraði:
Hej Tove, jo det er de nye diagrammer som ligger her på nettet :)
19.03.2024 - 11:01
Monique skrifaði:
Hallo,ich soll für Grösse M A3 13 mal in der Höhe stricken bevor ich die Ärmel abteile? Das ist doch viel zu oft?
21.12.2023 - 20:16DROPS Design svaraði:
Liebe Monique, in M muss man 13 Mal in der Höhe zunehmen, dh 13 Mal in jeder 2. Runde = 26 Runden mit 8 Zunahmen in jeder 2. Runde: 76 Maschen + (13 Mal 8 Zunahmen) = 180 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
22.12.2023 - 08:30
Jeanine HO-YOU- FAT skrifaði:
Sur le modèle 195-36 Je ne comprends pas la marche à suivre au niveau des diagrammes. Pouvez vous m éclairer ?
03.12.2022 - 21:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ho-You-Fat, parlez-vous de ce châle? Peut-être que cette leçon est alors celle qu'il vous faut pour comprendre comment lire les diagrammes; n'hésitez pas à préciser votre question en la posant bien dans la rubrique de ce modèle. Bon tricot!
06.12.2022 - 09:04
Heiða skrifaði:
Hæ hæ ég er alls ekki að skilja hvað eg á að gera þegar ég er búin með útaukningu og kominn með 180 lykkjur og er í munstri 3a sem sagt hvaða línur af munstrinu á eg að nota fyrir restina af peysunni þannig að ég auki ekki endalaust út kv Heiða
28.11.2022 - 01:44DROPS Design svaraði:
Blessuð Heiða. Þú prjónar án útaukningar (heldur áfram með með mynstur eins og A.3B). Gangi þér vel.
06.01.2023 - 10:25
Ann skrifaði:
Hej. Med hänvisning till denna del i beskrivningen (ÄRM): "Sticka utan ökningar (fortsätt med mönster som förut) till arbetet mäter 18-20-21-23-25-27 cm från markören mitt fram. " Jag är nybörjare inom stickning och förstår inte riktigt hur jag ska sticka mönstret utan ökningar då ökningar är intecknade i mönstret. Tacksam för hjälp.
13.07.2022 - 10:06DROPS Design svaraði:
Hej Ann. Du fortsätter då mönstret som du stickat tidigare, men utan ökningar, dvs utan de yttersta delarna av diagrammet. Se bara till att mönstret passar ihop med det du stickat innan. Mvh DROPS Design
13.07.2022 - 13:37
Simone skrifaði:
Hi there, Thank you so much for providing all those beautiful patterns. If the pattern says: 11 stitches in width and 15 rows in height with stocking stitch and lace pattern = 10 x 10 cm. How do I know how many rows of stocking Stich I need and how many of the lace pattern? Thank you for your help, Simone
01.02.2022 - 09:39DROPS Design svaraði:
Dear Simone, if your swatch is correct in stocking stitch, then it should be correct also in the lace pattern - just make sure to keep same tension. Happy knitting!
01.02.2022 - 11:43
Nono skrifaði:
Bonjour, Merci de votre réponse rapide qui m'a permis de retomber correctement sur les diagrammes précédents. Néanmoins j'ai dû défaire mon ouvrage car je me trouvais avec beaucoup plus de 108 mailles une fois arrivée au dos/devant. certainement parce que j'ai continué avec des augmentations une fois les 13 augmentations faites. Alors qu'entendez-vous par "continuer sans augmenter" ?merci beaucoup.
14.01.2022 - 16:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Nono, lorsque les augmentations du raglan sont terminées, vous tricotez simplement le point fantaisie sans augmenter, autrement dit, à partir de la dernière augmentation faite, tricotez le point ajouré en hauteur comme avant (si besoin, tricotez en jersey les mailles qui ne peuvent pas se tricoter dans le point fantaisie). Bon tricot!
14.01.2022 - 16:51
Rocky Shores Sweater#rockyshoressweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow eða DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 226-29 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð í mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 13,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 13. og 14. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju á þessum lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Byrjun á umferð er í skiptingunni á milli vinstri öxl og bakstykkis. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-60-60-68-68-68 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Snow eða DROPS Wish. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 8 cm. Aukið síðan út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, aukið út með því að slá einu sinni uppá prjóninn í lok hverrar brugðinnar einingar, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat = 75-75-75-85-85-85 lykkjur í umferð. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm, nú hafa verið prjónaðir alls 12 cm stroffprjón. Skiptið yfir á hringprjón 8, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 1-1-1-3-3-3 lykkjur jafnt yfir = 76-76-76-88-88-88 lykkjur. Prjónið 2 umferðir slétt. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Setjið 1 prjónamerki ca mitt í umferð (= mitt að framan). HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð þannig: A.1 (= 23-23-23-29-29-29 lykkjur á bakstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), prjónið A.2 (= 11 lykkjur á ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), prjónið A.1 (= 23-23-23-29-29-29 lykkjur framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), prjónið A.2 (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína). Nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur í umferð, útaukning er teiknuð inn í A.1 og A.2. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað þannig: BAKSTYKKI OG FRAMSTYKKI: Prjónið A.3A yfir fyrstu 5-5-5-5-5-5 lykkjur, A.3B yfir næstu 24-24-24-30-30-30 lykkjur (= 4-4-4-5-5-5 mynstureiningar með 6 lykkjum), endið með A.3C yfir síðustu 6-6-6-6-6-6 lykkjur. ERMI: Prjónið A.3A yfir fyrstu 5-5-5-5-5-5 lykkjur, A.3B yfir næstu 12-12-12-12-12-12 lykkjur (= 2 mynstureiningar með 6 lykkjum), endið með A.3C yfir síðustu 6-6-6-6-6-6 lykkjur. Í hvert skipti sem A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.3B á milli A.3A og A.3C. Haldið áfram með A.3 þar til aukið hefur verið út alls 13-13-16-16-19-22 sinnum. Nú eru 180-180-204-216-240-264 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið án útaukningar (haldið áfram með mynstur eins og A.3B) þar til stykkið mælist 18-20-21-23-25-27 cm frá prjónamerki mitt að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram og bakstykki og ermar og hvert stykki er prjónað til loka fyrir sig. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 49-49-55-61-67-73 lykkjur mynstur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 41-41-47-47-53-59 lykkjur á þráð fyrir ermi, fijtið upp 5 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 49-49-55-61-67-73 lykkjur mynstur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 41-41-47-47-53-59 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 108-108-120-132-144-156 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 24-24-25-25-25-25 cm prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 116-116-128-140-152-164 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið áfram með stroff svona í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 41-41-47-47-53-59 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 8, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 5 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 46-46-52-52-58-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 5 lykkjum undir ermi og byrjið umferð hér. Haldið áfram með mynstur hringinn, en án útaukningar, passið uppá að mynstrið passi á hæðina yfir lykkjur á berustykki – ATH! Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri mitt undir ermi eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5½-5½-4½-4-3-2½ cm millibili alls 6-6-7-7-8-10 sinnum = 34-34-38-38-42-44 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 37-36-36-33-32-31 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 6 cm að loka máli). Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-42-39-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rockyshoressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.