Lena skrifaði:
Hej! Detta mönster är helt fantastiskt! En hel tröja utan en enda söm! Jag är i himlen! All cred till den som gjorde det! ♥️ Mvh Lena
08.12.2024 - 10:58
Anette Søgaard skrifaði:
Hej Når jeg skal skifte til rundpind 3, efter halskant/ bærestykke er strikket, står der at maskerne ikke skal strikkes ! Skal alle masker så bare flyttes over på pind 3 ?? Mvh Anette.
11.11.2024 - 10:46DROPS Design svaraði:
Hei Anette. Du skal sette 4 merker i arbeidet (se i oppskriften hvor du skal plasseres i den str. du strikker), og når merkene er satt, strikker du videre i glattstrikk og med pinne 3. Du kan også samtidig som du teller hvor merkene skal sitte, flytte maskene over på pinne 3. mvh DROPS Design
18.11.2024 - 10:20
Lis Palm skrifaði:
First leaf 3/4 år. Är det bara 5 cm jag ska sticka från resåren före jag börjar med ragland? Det ser ut som om det är dubbelt så mycket , på bilden. Tack
15.09.2024 - 22:02DROPS Design svaraði:
Hej Lis. Du stickar först resår 3 cm (halskant) och sedan sätter du en markör och det är härifrån arbetet ska mätas efter det. Resåren blir alltså 3+5 cm. Mvh DROPS Design
17.09.2024 - 09:14
Ingelise Asp skrifaði:
Jeg vil høre om I har mulighed for at omregne denne opskrift til str xs og str s? Det er en fantastisk model, jeg kunne godt bruge den netop i ovennævnte størrelser. På forhånd tak. Venlig hilsen Ingelise
06.09.2024 - 17:40DROPS Design svaraði:
Hei Ingelise. Design avd har dessverre ikke muligheten til å omregne en allerede skrevet oppskrift til alle forbrukere som ønsker det. Anbefaler deg til å bruke vår søkemotor til å søke på: dame - genser - strikkefasthet (26-23 masker) - bærestykke/raglan. mvh DROPS Design
09.09.2024 - 10:02
Pamela skrifaði:
Love top down patterns
08.05.2024 - 22:50
Marie skrifaði:
Guten Tag, ich habe nur eine Rundnadel 3 mit 40cm Länge, keine mit 60cm. Ich habe versucht, in der Anleitung zu erkennen, wann die mit 60cm nötig wäre, finde dazu aber keinen Hinweis (oder übersehe es?). An welcher Stelle bzw bei welchem Teil ist sie nötig, und könnte ich alternativ auch einfach bei der 40cm-Rundnadel bleiben, oder sind diese zB parallel im Einsatz oder irgendwann viel zu kurz, so dass ich eine mit 60cm kaufen sollte? Vielen Dank!
04.01.2024 - 17:11DROPS Design svaraði:
Liebe Marie, die Nadel 3 mit 60 cm wird bei der Passe benutzt, nach den Rippenmuster bis alle Raglanzunahmen fertig sind. Je nach der Größe kann die 40 cm etwas zu kurz sein. Kalkulieren Sie den Umfang für Ihre Größe, so wissen Sie ob die 40 cm Rundnadel trotzdem bequem wird. Viel Spaß beim stricken!
05.01.2024 - 08:01
Kajsa skrifaði:
Jag har en fråga om hur man ska mäta. Jag ska mäta 15 cm från raglan tills dess att jag ska lägga över på tråd. Men ska jag möta rakt från markeringen eller ska jag försöka mäta längs själva raglan? Det skiljer ganska mkt när jag möter de olika.
18.09.2023 - 20:48DROPS Design svaraði:
Hei Kajsa. Se på målskissen nederst på oppskriften. Følg de målene (de er rette, ikke skrå). mvh DROPS Design
26.09.2023 - 14:01
Cristina skrifaði:
Cand se incepe marirea cu 20ochiuri la cele 192
20.01.2023 - 21:05
Zora Paulikova skrifaði:
Dobrý deň, práve štrikujem tento pulóvrik pre vnučku. Mám otázku k raglánovemu skoseniu: v návode sa píše že pridávanie sa opakuje v každom druhom kruhovom rade pridávaním. Chápem to tak, že v jednom rade nahodím a v nasledujúcom rade očko uštrikujem, v ďalšom rade nahodím a v nsledujúcom rade uštrikujem …atď. Chápem to správne? Je to pridávanie v každom druhom kruhovom rade?
15.11.2022 - 15:42
Marianna skrifaði:
Buonasera, nella versione in Inglese c'è scritto di lavorare sprone e collo in tondo (The neck and yoke are worked in the round with circular needle, top down), mentre in quella in Italiano di lavorarli avanti e indietro in piano, ma poi non ci sono istruzioni per la cucitura di collo e sprone. Grazie!
25.10.2022 - 22:43DROPS Design svaraði:
Buonasera Marianna, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
26.10.2022 - 19:18
First Leaf#firstleafsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í stroffprjóni og með laskalínu, prjónað ofan frá og niður. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 41-9 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 40 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 10. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi 9. og 10. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja) i hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Prjónað er stroffprjón og aukið er út í stroffprjóni, síðan er prjónuð laskalína. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring á hringprjóna, ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI / BERUSTYKKI: Fitjið upp 88-96-96-96-104-104 lykkjur á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 2,5 með DROPS Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er næsta umferð prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt. Byrjun á umferð er í skiptingunni á milli vinstri öxl og bakstykkis. Prjónið stroffprjón í 3 cm (= kantur í hálsmáli). Setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, aukið út í byrjun á hverri brugðinni einingu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 22-24-24-24-26-26 lykkjur fleiri) = 110-120-120-120-130-130 lykkjur í umferð. Haldið áfram í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 2½-2½-3-3-3-3½ cm frá prjónamerki, aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, nú er aukið út í lok hverrar brugðinnar einingar (= 22-24-24-24-26-26 lykkjur fleiri) = 132-144-144-144-156-156 lykkjur. Haldið áfram í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-6-7 cm frá prjónamerki, prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjur eru jafnaðar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA! Þetta er gert til að 2 lykkjurnar sem eru prjónaðar slétt í hverri laskalínu haldi áfram beint yfir 2 lykkjur slétt frá stroffprjóni. Jafnið lykkjufjöldann þannig: Prjónið fyrstu lykkju slétt, aukið út 4-0-4-4-0-4 lykkjur jafnt yfir næstu 40-46-46-46-52-52 lykkjur, prjónið næstu 26 lykkjur slétt án þess að auka út, aukið út 4-0-4-4-0-4 lykkjur jafnt yfir næstu 40-46-46-46-52-52 lykkjur, prjónið síðustu 25 lykkjur slétt án þess að auka út eða fækka lykkjum. Nú hafa verið auknar út alls 8-0-8-8-0-8 lykkjur jafnt yfir = 140-144-152-152-156-164 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 4 prjónamerki í stykkið, þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Setjið fyrsta prjónamerki í byrjun á umferð. Teljið 46-48-52-52-54-58 lykkjur, setjið 2. prjónamerki (= bakstykki). Teljið 24 lykkjur, setjið 3. prjónamerki (= ermi). Teljið 46-48-52-52-54-58 lykkjur, setjið 4. prjónamerki (= framstykki). Nú eru 24 lykkjur eftir 4. prjónamerki. Haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 15-16-17-18-19-20 sinnum = 260-272-288-296-308-324 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 15-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 76-80-86-88-92-98 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 54-56-58-60-62-64 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 76-80-86-88-92-98 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 54-56-58-60-62-64 lykkjur á nýjan þráð (= ermi) og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 164-172-184-192-200-212 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist ca 16-20-23-25-26-27 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 16-16-16-20-20-20 lykkjur jafnt yfir = 180-188-200-212-220-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Stykkið mælist ca 36-40-44-48-50-52 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 54-56-58-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-62-64-68-70-72 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2½-3½-3-4-4 cm millibili alls 6-7-6-8-7-8 sinnum = 48-48-52-52-56-56 lykkjur eftir. Prjónið síðan án úrtöku þar til ermin mælist 15-21-24-27-31-35 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Ermin mælist 18-24-27-31-35-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #firstleafsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 41-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.