Diana Roa skrifaði:
I Would like to know what are the measurements for sizes M and L please.
11.01.2024 - 01:41DROPS Design svaraði:
Hi Diana, You can find a size chart, with all the measurements for the different sizes, at the bottom of the pattern. Happy knitting!
11.01.2024 - 07:41
Donna skrifaði:
I have completed the neck which is 12 cm. and then the pattern seems to start right away with the yoke which is 21 cm. (small size). The diagram shows 4cm. between the neck and the yoke. This means about 6 extra rows that I don’t see accounted for in the pattern. What is being knit between the neck and the yoke? Thank you.
26.11.2023 - 00:44DROPS Design svaraði:
Dear Donna, those 4cm aren't worked. It's showing the different in height between the top of the shoulders and the start of the yoke. So you don't need to pay attention to it; there aren't any rows missing and the yoke is still 21 cm, as shown in the pattern and the schematic. Happy knitting!
26.11.2023 - 22:24
Alejandra Cuevas skrifaði:
Cuando tejí el cuello tengo los 69 puntos talla M que me sugiere el patrón, pero para comenzar el canesú me piden 8 repeticiones de 7 puntos lo que me dan 56 puntos. Qué hago con los 13 puntos restantes? No disminuí ni aumenté durante el cuello. Gracias!
23.07.2023 - 20:15DROPS Design svaraði:
Hola Alejandra, en el canesú tienes lo siguiente en la primera fila: 4 puntos del borde delantero en punto musgo, A.1 (= 7 puntos), A.2 sobre los 42-48-48-54-54-60 puntos siguientes (= 7-8-8-9-9-10 repeticiones de 6 puntos), A.3 (= 6 puntos) y 4 puntos del borde delantero en punto musgo. 4+7+48+6+4 = 69 puntos. Recuerda que A.1 son repeticiones de 7 puntos, A.2 repeticiones de 6 puntos y A.3 repeticiones de 6 puntos.
23.07.2023 - 20:26
Tanja skrifaði:
1 Reihe rechts stricken und dabei die Maschenzahl so anpassen, dass 192 Maschen vorhanden sind. Was ist damit gemeint ....Maschenzahl so anpassen,dass 192 Maschen vorhanden sind ? Was muss ich tun ?
21.11.2021 - 21:41DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Tanja, in die 3. Größe haben Sie davor 179 Maschen auf der Nadel, Sie müssen 13 Maschen regelmäßig verteilt (hier wird es erklärt, wie man das macht) zunehmen = so haben Sie 192 Maschen auf der Nadel. Viel Spaß beim stricken!
22.11.2021 - 08:36
BETTY BISCOTE skrifaði:
Bonjour, peut on réaliser ce modèle avec des aiguilles 5 . et changer de laine . merci pour vos modèles .
20.10.2021 - 08:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Biscote, si vous modifiez la taille des aiguilles et de l'échantillon, il vous faudra tout recalculer pour obtenir les bonnes mesures, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande, vous pouvez vous inspirer d'un modèle de la tension souhaitée si besoin. Merci pour votre compréhension, bon tricot!
20.10.2021 - 14:56
Helena skrifaði:
Kaunis! Ootan huviga mustrikirjeldust ja tahan juba pihta hakata.
02.10.2021 - 22:39
Lisa skrifaði:
Hallo, ist die Maschenprobe auf 7 oder 8 er Nadeln bezogen? Liebe Grüße Lisa
18.09.2021 - 15:14DROPS Design svaraði:
Liebe Lisa, die Maschenprobe 11 M x 15 Reihen glatt rechts = 10 x 10 cm wird mit den grösseren Nadeln gestrickt - hier lesen Sie mehr über Maschenprobe. Viel Spaß beim stricken!
20.09.2021 - 10:49
Sara Rodrigues skrifaði:
Adoro esse casaco!!
24.08.2021 - 19:33
Rosanna skrifaði:
Harvest Haze
07.08.2021 - 07:45
Carina Degner Steffen skrifaði:
Zigzag cardi
05.08.2021 - 09:16
Iceberg Road Jacket#icebergroadjacket |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri og kúlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 228-20 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 112 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 21) = 4,9. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 5. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi ca 4. og 5. hver lykkja slétt saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar berustykkið mælist ca 1 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu með ca 9½-9½-10-10-10-10 cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 63-69-69-75-75-81 lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 7 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju snúin slétt og endið með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Frá röngu er prjónað þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja snúin brugðið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 12 cm. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 8. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig – frá réttu: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 7 lykkjur), A.2 yfir næstu 42-48-48-54-54-60 lykkjur (= 7-8-8-9-9-10 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.3 (= 6 lykkjur), endið með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Þegar A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 21-21-21-25-25-25 cm frá prjónamerki og það eru 162-179-179-207-207-225 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón og garðaprjón í kanti að framan þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 160-176-192-200-220-236 lykkjur. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 27-30-32-34-37-40 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 30-32-36-36-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 46-52-56-60-66-72 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 30-32-36-36-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 27-30-32-34-37-40 lykkjur (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 112-124-132-144-156-168 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist 25-25-26-26-26-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú á að auka út lykkjur til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan halda áfram í garðaprjóni) þar sem aukið er út um 21-23-25-27-31-33 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 133-147-157-171-187-201 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin slétt, endið með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Frá röngu er prjónað þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkja snúin brugðið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 30-32-36-36-40-42 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 36-38-42-44-48-50 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 3-3-3-4-4-4 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 14-12-7-7-5-5 cm millibili alls 3-3-4-4-5-5 sinnum = 30-32-34-36-38-40 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-31-31-29-28-26 cm frá skiptingu – eða að óskuðu máli (nú eru eftir ca 6 cm að loka máli). Aukið út 8 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-44-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 7. Prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls ca 40-37-37-35-34-32 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #icebergroadjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.