Christine skrifaði:
Bonjour, sur le diagramme A2? LIGNE 3 ET 7 , que signifie ces symboles. Merci d'avance
16.11.2022 - 09:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, A.2 n'a que 2 rangs, pensiez-vous A.1 plutôt? Vous retrouvez ces symboles à la 5ème et 6ème place de la légende, autrement dit, au rang 3, vous glissez 1 m derrière, tricotez 1 m end et tricotez la m en attente à l'envers; puis glissez 1 m devant, tricotez 1 m env et tricotez la m en attente à l'end; au rang 7, ce sera la même chose mais en sens inverse: glissez 1 m devant, tricotez 1 m env et tricotez la m en attente à l'end puis glissez 1 m derrière, tricotez 1 m end et tricotez la m en attente à l'envers. Bon tricot!
16.11.2022 - 09:50
Janny Nederlof skrifaði:
Ik heb een vraag over het breien van de dubbele halsrand. Er staat dat ik 10 cm in boordsteek moet breien en dan: moet ik 1 steek averecht meerderen in ongeveer ieder ander deel met averechte steken. wat wordt hier mee bedoeld?
14.11.2022 - 19:01DROPS Design svaraði:
Dag Janny,
Hiermee wordt bedoeld dat je de boordsteek 1 recht/1 averecht meerdert zodat het 1 recht/2 averecht wordt, alleen doe je dit niet bij alle averechte steken, maar om en om.
14.11.2022 - 20:21
Carola Örnfjäll skrifaði:
Ska börja på A2 där det står, sticka 2 m räta tills ska jag alltså inte följa diagrammet A2 i början. Dessutom står det, sticka de nästa 3 m tills? När o hur ska jag följa diagrammet A2. Som det är nu fattar jag inget, texten säger en sak, diagrammet en annan.
04.11.2022 - 17:12DROPS Design svaraði:
Hei Carola. Jo, teksten og hvordan diagrammet skal strikkes stemmer slik det er skrevet. De 2 maskene du skal strikke sammen er de 2 maskene du har strikket i rätstickning , altså de 2 første maskene. Så starter du med A.2 og strikker A.2 over A.1. Når du kommer til slutten har du 3 masker igjen. Når du strikket A.1, strikket du første maske av A.1 og 2 masker i rätstickning, nå skal du strikke disse 3 maskene sammen. På slutten av denne pinnen legges det også opp 1 nye maske, og på slutten av neste pinne legges det også opp 1 ny maske. Disse maskene strikkes i rätstickning og er de nye kantmaskene. mvh DROPS Design
07.11.2022 - 07:42
Carola Örnfjäll skrifaði:
Får inte till det i mitt huvud på mönstret A1. Då man stickat första raden o ska tillb på avigsidan stickar jag räta maskor då o hur stickar jag maskorna då på hjälpstickan räta el aviga?
31.08.2022 - 16:25DROPS Design svaraði:
Hej Carola. På de aviga varven använder du inte någon hjälpsticka. Varv 2 på A.1 stickas såhär (diagram läses då från vänster till höger): 4 rm, 2 am, 4 rm, 1 am. Mvh DROPS Design
01.09.2022 - 10:02
Carola Örnfjäll skrifaði:
Hej! Förstår inte riktigt om västen ska stickas på rundsticka eller ska den stickas i två delar?
10.05.2022 - 08:33DROPS Design svaraði:
Hej Carola. Den stickas fram och tillbaka på rundsticka (eller vanliga parstickor om du föredrar det) i två delar som sedan sys ihop. Mvh DROPS Design
10.05.2022 - 11:19
Susanne Sofoulaki skrifaði:
Halskant, økes 1 maske vrang i hvert 2 parti med vrang. Hvordan gjør man det, og hva menes med parti???
20.03.2022 - 14:54DROPS Design svaraði:
Hei Susanne, I halsen strikker du vrangbord, med 1 rett, 1 vrang. Når du skal øke, lager du en kast etter (eller før) alle vrangmaskene og de er strikket vrang på neste omgang. Da har du en ny vrangbord med 1 rett, 2 vrang. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
21.03.2022 - 07:10
Gardien skrifaði:
Pour les diagrammes A3 et A 4 il y a un triangle noir au 17ème rang. Par contre je ne le retrouve pas dans la légende des diagrammes. Merci
17.03.2022 - 15:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gardien, vous pensez à l'avan-dernier rang de A.3 et A.4? Il s'agit en fait de 2 symboles: le 4ème puis le 3ème autrement dit, tricotez d'abord: glisser 1 maille sur l'aiguille auxiliaire devant l'ouvrage, tricoter 1 maille endroit, reprendre la maille en attente et la tricoter à l'endroit puis glisser 1 maille sur l'aiguille auxiliaire derrière l'ouvrage, tricoter 1 maille endroit, reprendre la maille en attente et la tricoter à l'endroit. Bon tricot!
17.03.2022 - 17:17
Tuija Roukala skrifaði:
En saa piirroksia näkyviin. Missä vika?
21.02.2022 - 20:06DROPS Design svaraði:
Hei, nyt piirrokset aukeavat.
09.03.2022 - 17:24
Ann-Marie Rasch Hansen skrifaði:
Når man tager 1 maske ud i vrang masken i ribben i halskanten, hvordan strikker man så efterfølgende? Jeg kan kun få det til at blive 1 ret 1 vrang 1 ret 2 vrang og så videre
16.02.2022 - 17:47DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Marie, Når du tager ud i hver 2.vrangparti, så strikker du 1r, 1vr, 1r, 2vr, 1r, 1vr, 1r, 2vr osv. God fornøjelse!
17.02.2022 - 15:24
Ann-Marie Rasch Hansen skrifaði:
Vedr. rettelse fra 07/02-22. Der er ikke vist i selve optegnelse af diagrammet hvor den nye “maske snoning” skal være? Jeg sidder nu med en næsten færdig strikket vest!!! Desuden passer mængden af garn ikke. Jeg skal i hvertfald bestille 1 nøgle mere og jeg har overholdt strikkefastheden. Jeg strikker med drops merino extra fine. Størrelse S. Købte 6 nøgler på nettet. Skal nu bestille 1 mere og betale fragt + at jeg ikke kan få samme indfarvning. Ikke i orden!!!
15.02.2022 - 17:25DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Marie, det burde virkelig være nok med 6 nøgler (hvis målene i måleskitsen og strikkefastheden er overholdt), vi beklager naturligvis og noterer din kommentar! Hvilket symbol siger du mangler i A.3 og A.4 og på hvilken pind? Så skal vi få design til at se på det.
16.02.2022 - 15:47
Diamond Sky#diamondskyslipover |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað með köðlum, áferðamynstri, tvöföldum kanti í hálsmáli og tvöföldum köntum í handvegi. Stærð S - XXXL.
DROPS 228-8 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka í 2 stykkjum. Síðan eru stykkin sett saman með því að sauma saman axlasauma og hliðarsauma. Að lokum eru kantar í handvegi prjónaðir í hring á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 104-115-126-137-148-159 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur í hvorri hlið) á hringprjón 4 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir næstu 99-110-121-132-143-154 lykkjur (= 9-10-11-12-13-14 mynstureiningar með 11 lykkjur), prjónið fyrstu lykkju í A.1, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til A.1 hefur verið prjónað til loka 5 sinnum á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið A.2 yfir hverja mynstureiningu A.1 (fækkað er um 1 lykkju í hverri mynstureiningu A.2 = 9-10-11-12-13-14 lykkjur færri), prjónið næstu 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar (= kantlykkja). Snúið og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðið, fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar (= 1 kantlykkja garðaprjón) = 94-104-114-124-134-144 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15 cm. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, 1 lykkja sléttprjón, A.3 yfir næstu 10 lykkjur, A.4 yfir næstu 80-90-100-110-120-130 lykkjur (= 8-9-10-11-12-13 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið 1 lykkju sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Í 9. umferð í A.4 er prjónuð 1 lykkja slétt þegar síðasta mynstureiningin hefur verið prjónuð til loka. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm, fellið af 6-6-9-9-12-12 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum. Síðan eru lykkjur felldar af í hvorri hlið (lykkjur eru felldar af í byrjun á umferð) þannig: Fellið af 2 lykkju í annarri hverri umferð 1-2-2-2-2-2 sinnum, fellið síðan af 1 lykkju í annarri hverri umferð 1-1-1-3-3-5 sinnum og að lokum 1 lykkju í 4. hverri umferð 4-5-5-6-5-5 sinnum = 68-72-76-80-86-92 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm. Fellið nú af miðju 32-32-34-34-36-36 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 17-19-20-22-24-27 lykkjur eftir á hvorri öxl. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm. Setjið nú miðju 16-16-18-18-20-20 lykkjur á þráð og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 17-19-20-22-24-27 lykkjur eftir fyrir öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma frá handveg og niður þar sem fitjuð var upp 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið (= ca 15 cm fyrir klauf). TVÖFALDUR KANTUR Í HANDVEG: Byrjið mitt undir ermi í hliðarsaumi og prjónið upp frá réttu ca 136 til 162 lykkjur í kringum handveg með hringprjón 3 og DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af – sjá AFFELLING. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. Brjótið niður stroffið í kringum handveg að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í handvegi. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 116 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) innan við 1 kantlykkju í kringum kant í hálsmáli á hringprjón 3 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Aukið nú út um 1 lykkju brugðið í ca annarri hverri mynstureiningu með brugðnum lykkjum. Prjónið áfram með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til kantur í hálsmáli mælist 14 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – mikilvægt er að kanturinn í hálsmáli verði ekki stífur – munið eftir AFFELLING. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsi. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #diamondskyslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.