Ina skrifaði:
Waarom bij de dubbele halsboord 1 recht , 2 averecht. De andere boorden zijn 1 recht, 1 averecht
21.05.2024 - 15:48
Lara skrifaði:
Guten Tag, ich würde gerne dieses Top als eher winterlichten Pullunder stricken. Dazu habe ich zwei Fragen: 1.) Kann ich die Halsblende auch noch höher stricken und umschlagen? (als hoher Kragen/Rollkragen) 2.) Kann ich das Top insgesamt länger machen? Wie verfahre ich dann mit den Zunahmen, soll ich sie einfach "strecken", d.h. z.B. statt alle 4cm, alle 6cm? Vielen Dank!
21.04.2023 - 22:41DROPS Design svaraði:
Liebe Lara, sicher können Sie dieses Top als winterlichten Pullunder stricken, aber leider können wir nicht jede Anleitung nach jeder Anfrage anpassen bzw umrechnen; gerne kann Ihnen aber Ihr DROPS Händler damit (auch per Telefon oder per E-Mail) weiterhelfen. Danke im voraus für Ihr Verständnis. Viel Spaß beim stricken!
24.04.2023 - 09:32
Talia D'Angiò skrifaði:
Molto bello. Da fare
04.06.2022 - 16:07
Dori skrifaði:
Hola.Este patron lo he realizado con agujas rectas,tengo que empezar a cerrar para las sisas a partir de cuando ya estan separados el delantero y la espalda o cerrar tambien 3 puntos a cada lado? Gracias.
06.04.2022 - 00:52DROPS Design svaraði:
Hola Dori, supongo que al trabajar las partes por separado has añadido un punto extra a cada lado para la costura. Por lo tanto, tienes que cerrar 4 puntos a cada lado (si no, cierra 3). Cerrar para las sisas se hace tanto en redondo como con agujas rectas, como indica el patrón.
06.04.2022 - 20:14
Kathryn skrifaði:
Hi, I have just separated for the armholes and working on the back with 100 sts (size L), if I cast off at the beginning of each row I am only casting off 18 sts, where I should only be left with 64 sts. Should I be decreasing at the start and end of each row for the armholes rather than casting off at the beginning only. Thanks so much.
31.01.2022 - 11:08DROPS Design svaraði:
Dear Kathryn, you should cast off at the beginning of every row on each side, ie both from RS and from WS: 3 sts at the beg of next 4 rows (= 3 sts 2 times on each side), 2 sts at the beg of next 8 rows (= 2 sts 4 times on each side) and 1 st at the beg of next 8 rows (= 1 st 4 times on each side) = 6+8+4 = 18 sts on each side. Happy knitting!
31.01.2022 - 17:34
Inge Grete Kern skrifaði:
Jeg vil gerne vide vedr. Sammensygning af skulder hvor de sidste to pinde er ret, og I skriver “sy skuldersømmene indenfor aflukningskanten hvordan det gøres. Mvh.
08.11.2021 - 13:40DROPS Design svaraði:
Hej Inge, du finder en video som viser hvordan du kan sy skuldersømmen nederst i opskriften :)
09.11.2021 - 15:34
Luciana Pignatelli skrifaði:
Nella versione italiana, nella descrizione per il collo doppio c'è scritto che il n. delle maglie deve essere divisibile per 2 ma il punto indicato per le coste (1 maglia diritta, 2 maglie rovescio) è divisibile per 3... Nel davanti, alla fine delle spalle, c'è scritto di lavorare 1 ferro diritto sul diritto e di intrecciare a diritto sul diritto mentre nel dietro è indicato di lavorare 1 ferro diritto sul rovescio e di intrecciare a diritto sul diritto.
30.08.2021 - 01:03DROPS Design svaraði:
Buongiorno Luciana, per le coste sul collo abbiamo segnalato al settore design (c'era un errore nella traduzione inglese) e abbiamo corretto il testo italiano. mentre per quanto riguarda il davanti, abbiamo corretto il testo italiano. Grazie per la segnalazione! Buon lavoro!
30.08.2021 - 11:53
Els skrifaði:
Bij het opzetten van het genoemde aantal van 252 steken met Drops cotton light op pen 3,5 , krijg ik een veel grotere omvang dan die staat in het patroon (2×58). Kunt u mij laten weten of het aantal van 252 steken wel correct is? Bij voorbaat hartelijk dank. Met vriendelijke groet , Els
13.07.2021 - 19:07DROPS Design svaraði:
Dag Els,
Ja, het aantal p te zetten steken zoals aangegeven in het patroon is juist. Heb je een proeflapje gemaakt om te controleren of de stekenverhouding overeenkomt met het patroon? Er worden trouwens vanwege de kabel wel iets meer steken opgezet, omdat de kabels ervoor zorgen dat het werk samentrekt in de breedte.
20.07.2021 - 15:38
IG Kerrn skrifaði:
Jeg strikker opskriften Swept Away Top, jeg er i tvivl vedr. Mønstret om den første linie som tilsyneladende er glatstrikning hele vejen rundt om den skal gentages (repeteres) for hver 8. Gang?
06.07.2021 - 11:25DROPS Design svaraði:
Hej, den første omgang i glatstrik, strikker du kun én gang. Men i diagrammet gentager du alle 8 pinde (hvor 1. og 5.omgang også er glatstrik) :)
06.07.2021 - 15:25
Erica skrifaði:
Wunderschön und auch die Farbe :-)
08.01.2021 - 10:47
Swept Away Top#sweptawaytop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Cotton Light. Stykkið er prjónað með tvöföldum kanti í hálsmáli og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-11 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 24 lykkjur), deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna aðra hverja og 3. hverja lykkju slétt saman. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna, hvort fyrir sig til loka. Stykkið er saumað saman á öxlum. Að lokum er prjónaður stroffkantur í kringum báða handvegi og tvöfaldur stroffkantur í kringum hálsmál. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 172-188-204-228-252-276 lykkjur á hringprjón 3,5 með Cotton Light. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 86-94-102-114-126-138 lykkjur (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – þau eru notuð þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið 18-22-26-26-32-38 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir næstu 6-6-6-12-12-12 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.2 (= 38 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 6-6-6-12-12-12 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið 18-22-26-26-32-38 lykkjur sléttprjón, prjónamerki *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4-4-4½-5-5-5½ cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 188-204-220-244-268-292 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, fellið af fyrir handveg í hvorri hlið eins og útskýrt er að neðan – stillið af að næsta umferð sé oddatala í umferð A.1 til A.3 (þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að snúa kaðli frá röngu þegar framstykki og bakstykkið er prjónað fram og til baka): Byrjið 3-4-5-6-7-8 lykkjur á undan prjónamerki í byrjun á umferð, fellið af 6-8-10-12-14-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-4-5-6-7-8 lykkjur á undan næsta prjónamerki (= framstykki), fellið af 6-8-10-12-14-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður út umferðina (= bakstykki). Prjónið síðan bakstykki og framstykki fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 88-94-100-110-120-130 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 3-4-4-4-6-6 sinnum og 1 lykkja 5-5-4-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 60-62-64-70-72-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 41-43-45-47-49-51 cm. Í næstu umferð er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir miðju 26 lykkjurnar – sjá ÚRTAKA = 52-54-56-62-64-68 lykkjur. Í næstu umferð eru felldar af miðju 34-34-36-36-38-38 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið áfram og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 8-9-9-12-12-14 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til eftir er 1 umferð þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem fækkað er um 0-0-0-1-1-1 lykkju = 8-9-9-11-11-13 lykkjur eftir. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 88-94-100-110-120-130 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 3-4-4-4-6-6 sinnum og 1 lykkja 5-5-4-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 60-62-64-70-72-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 36-38-39-41-42-44 cm, fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir miðju 26 lykkjurnar – munið eftir ÚRTAKA = 54-56-58-64-66-70 lykkjur. Í næstu umferð eru miðju 18-18-20-20-22-22 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið áfram og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 8-9-9-12-12-14 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til eftir er 1 umferð þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem fækkað er um 0-0-0-1-1-1 lykkju = 8-9-9-11-11-13 lykkjur eftir. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. KANTUR Á ERMUM: Byrjið frá réttu í botni á handveg og prjónið upp ca 96 til 116 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með Cotton Light – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hinn kant á ermi alveg eins. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSI: Byrjið frá réttu við aðra öxlina og prjónið upp ca 88 til 100 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 3,5 með Cotton Light – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Brjótið stroffið niður efst í hálsi að innanverðu á stykkinu. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsi. Til að koma í veg fyrir að kanturinn í hálsi verði of stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweptawaytop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.