Caroline skrifaði:
Hvilken overvidde tilsvarer disse størrelsene?
20.09.2021 - 01:16DROPS Design svaraði:
Hei Caroline, Du finner en målskisse på bunnen av oppskriften med alle mål til de forskjellige størrelsene. God fornøyelse!
20.09.2021 - 12:56
Stella skrifaði:
Flot sweater, som jeg utroligt gerne vil strikke i den nye tweedkvalitet + en anden tråd. Har I et forslag?
04.09.2021 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hei Stella. Foreløpig har vi ikke en kvalitet du kan strikke sammen med Soft-Tweed som vil få den oppgitte strikkefastheten i denne oppskriften. mvh DROPS design
06.09.2021 - 14:33
Carina skrifaði:
Hola, Muchas gracias por los patrones! Me gustaría saber qué significa el dibujo del diamante en la foto antes de entrar al patrón. Gracias
02.06.2021 - 10:05DROPS Design svaraði:
Hola Carina, no se como se dice en espanol, pero en inglese is 'featured patterns'. Buen trabajo!
02.06.2021 - 10:25
Lightkeeper#lightkeepersweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-2 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón við hvert prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju fram hjá prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Útauknar lykkjur eru prjónaðar áfram slétt í næstu umferð. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður, síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-80-88-96-96-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist ca 12 cm (brjóta á uppá kant í hálsmáli að röngu síðar þannig að hann verði tvöfaldur). Prjónið 1 umferð slétt. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið prjónamerki í stykkið í þessari umferð, þau eru notuð síðar til að mæla frá. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið JAFNFRAMT því sem prjónað er þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónið 1 lykkju sléttprjón, prjónið mynstur A.1 yfir 12 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 24-24-28-32-32-36 lykkjur (= framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja og prjónið mynstur A.1 yfir 24-24-28-32-32-36 lykkjur (= bakstykki), prjónið 1 lykkju sléttprjón. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og haldið áfram með mynstur A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til auknar hafa verið út alls 21-24-26-28-31-33 sinnum = 248-272-296-320-344-368 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki frá byrjun á umferð (á milli bakstykkis og ermi) þannig: Prjónið 4-3-2-2-4-4 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-80-86-94-104-112 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 72-77-84-92-100-108 lykkjur (= afgangur á bakstykki, nú eru alls 76-80-86-94-104-112 lykkjur á bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-172-188-204-224-240 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Haldið áfram hringinn með mynstur A.1, mynstrið kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn, þær 2 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki eru prjónaðar í sléttprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru stilltar af miðað við mynstur á framstykki og bakstykki. Þegar stykkið mælist ca 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA – mynstrið á að halda áfram eins og áður á framstykki og bakstykki og mynstrið er stillt af við hliðar þegar lykkjum er fækkað. Endurtakið úrtöku með ca 6-8-8-8-8-6 cm millibili alls 4-3-4-4-3-4 sinnum = 148-160-172-188-212-224 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd þar til ca 5 cm eru eftir að loka máli) – stillið af að endað sé með 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-56-62-66-68-72 lykkjur af þræði á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5, prjónið að auki upp 6-6-8-8-8-8 í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið á fram- og bakstykki= 54-62-70-74-76-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 6-6-8-8-8-8 nýjum lykkjum sem prjónaðar voru upp undir ermi = byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur A.1, mynstrið kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn, þær 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki eru prjónaðar í sléttprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með ca 2-3-2-2-2-2 cm millibili alls 7-11-15-15-16-18 sinnum = 40-40-40-44-44-44 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 40-39-38-36-35-34 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 5 cm að loka máli) – stillið af að endað sé með 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant í hálsmáli inn að röngu. Saumið uppfitjunarkantinn niður með löngu lausu spori frá röngu á peysu (passið uppá að saumurinn sjáist ekki frá réttu og að saumurinn verði ekki stífur). |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lightkeepersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.