Susanne skrifaði:
Hallo, liebes Drops-Team, stimmen die Angaben zu den Raglanzunahmen? Muss es nicht umgekehrt sein? Also erst bis eine Masche vor(!) den Markierer stricken und dann einen Umschlag, dann nach der ersten Masche nach(!) dem Markierer den zweiten Umschlag?! Viele Grüße
10.01.2024 - 05:13DROPS Design svaraði:
Liebe Susanne, die Angaben für die Raglanzunahmen gelten für dieses Modell ab der Rundbeginn, aber die werden ja genau vor/nach 2 Maschen glatt rechts gestrickt, die 1. Masche am Anfang der Runde ist eine Raglanmasche, so strickt man 1 Masche nach der Markierung (Anfang der Runde), 1 Umschlag, dann stricken Sie bis 1 Masche vor nächsten Markieurng übrig ist, 1 Umschlag, 1 Masche rechts, 1 Umschlag, bei den anderen Markierungen genauso stricken und die Runde mit 1 Umschlag enden. Viel Spaß beim stricken!
10.01.2024 - 09:32
Cecilie Naundrup skrifaði:
Hvilke mål høre til størrelserne? kan ikke finde det i opskiften
07.01.2024 - 20:36DROPS Design svaraði:
Hej Cecilie, jo, nederst i opskriften finder du måleskitsen. Brystmålet til den mindste størrelse er da 48cm x 2 = 96 cm i omkreds :)
08.01.2024 - 14:06
Lizzie skrifaði:
Please can you tell me what size chest is the XXL. is in inches or cms please. Thankyou.
14.12.2023 - 06:25DROPS Design svaraði:
Hi Lizzie, If you are using the US English page, then the measurements are in inches. If you are using the UK English, they are in cms. The size chart with all the measurements for the different sizes is at the bottom of the page. Happy knitting!
14.12.2023 - 06:44
Birgit Flor skrifaði:
Hallo, ich möchte den Pullover gerne stricken ,scheitere aber an de den Zunahmen. Wenn ich in der Zweiten rechten Reihe einen Umschlag gemacht habe, ist die nächste Reihen eine in der der Umschlag eine Masche wäre, die li zu stricken ist. Egal wie ich sie abstricke ,es entsteht ein Loch. oder ,wenn ich sie re verschränkt abstricke kommt das Muster nicht mehr hin. Hilfe bitte. Vielen Dank im Voraus.
11.04.2023 - 15:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Flor, die Umschläge werden zuerst rechts verschränkt gestrickt, dann im Muster, so an der nächsten Reihe nach den Zunahmen wird das Muster nicht über diese Maschen gestrickt, erst bei der nächsten Runde, und dann soll sich das Muster auf beiden Seiten erweitern (entweder rechts oder links wie im Diagram). Viel Spaß beim stricken!
11.04.2023 - 17:00
LEONOR SKEWES skrifaði:
Buenos días hice los aumentos raglan como indica el patrón y llego correctamente a los puntos totales , pero la proporción entre los puntos de las mangas y del delantero y espalda no cuadran, me dan menos en el cuerpo y más en la espalda. No entiendo porqué, he tejido mucho sin problemas, en este caso aumenté un punto antes y un punto después de cada marcador, llego a los 272 puntos totales pero no me cuadran las divisiones. Muchas gracias
27.02.2023 - 14:17DROPS Design svaraði:
Hola Leonor, los pts en cada manga tienen que coincidir entre ellos (56pts). Los pts en la espalda y el delantero tienen que ser 80 pts en cada uno. En total = 272. Antes de seguir trabajando, comprueba esto; si no está así, entonces ha habido algún fallo en los aumentos o los marcapuntos no están correctamente situados. Si sigues teniendo problemas, puedes indicarnos el número de puntos que tienes en cada parte, para saber dónde puede haberse dado el fallo.
05.03.2023 - 18:48
Siv-karin Helland skrifaði:
Hei Strikker nå en i str S og tror det må være feil i oppskriften for når en starter med 12 masker på arm og skal øke 21 ganger så blir det 54 masker på arm og ikke 48. På bol blir det totalt 68 og ikke 72 som oppskriften sier....si du starter med 24 masker...så hva er riktig antall masker på armer og bol når en har gjort ferdig raglan?
22.01.2023 - 22:55DROPS Design svaraði:
Hej Siv-Karin, du har 248 masker og deler op i 4 stykker (76 (=4+72)+48+76+48=248m). Når du deler op på denne måde, så får du automatisk de rigtige masker til ærmet + dem du tager ud. God fornøjelse!
25.01.2023 - 15:33
Maral skrifaði:
Hi, Thank you milion times for your grate pattern sharing.
19.01.2023 - 09:07
Jane Søndergård skrifaði:
Mht. til størrelsen- Hvor meget positive ease skal blusen have?
13.10.2022 - 21:49DROPS Design svaraði:
Hej Jane, det er en smags sag. Du finder blusens mål i måleskitsen nederst i opskriften. Vælg en bluse som passer og vælg de mål som passer med målene i måleskitsen :)
25.10.2022 - 10:55
Anne skrifaði:
Findes der en video hvor man ser hvordan I strikker raglan
05.10.2022 - 16:56DROPS Design svaraði:
Hej Anne, ja se den første video under selve opskriften, her viser vi hvordan vi strikker oppefra og ned med raglan :)
07.10.2022 - 11:36
Anne skrifaði:
Findes der en video hvor man ser hvordan der bliver strikke raglan… jeg forstår ikke teksten og kan ikke få det til at gå op med mønster. Kan den strikkes med alm. ret og vrang hvis jeg giver op på mønsteret?
05.10.2022 - 16:55DROPS Design svaraði:
Hej igen Anne, Ja du kan strikke den i almindelig ret og vrang men sørg for at overholde den strikkefasthed som står i opskriften, så du får den rigtige størrelse :)
07.10.2022 - 11:37
Lightkeeper#lightkeepersweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-2 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón við hvert prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju fram hjá prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Útauknar lykkjur eru prjónaðar áfram slétt í næstu umferð. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður, síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-80-88-96-96-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist ca 12 cm (brjóta á uppá kant í hálsmáli að röngu síðar þannig að hann verði tvöfaldur). Prjónið 1 umferð slétt. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið prjónamerki í stykkið í þessari umferð, þau eru notuð síðar til að mæla frá. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið JAFNFRAMT því sem prjónað er þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónið 1 lykkju sléttprjón, prjónið mynstur A.1 yfir 12 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 24-24-28-32-32-36 lykkjur (= framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja og prjónið mynstur A.1 yfir 24-24-28-32-32-36 lykkjur (= bakstykki), prjónið 1 lykkju sléttprjón. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og haldið áfram með mynstur A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til auknar hafa verið út alls 21-24-26-28-31-33 sinnum = 248-272-296-320-344-368 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki frá byrjun á umferð (á milli bakstykkis og ermi) þannig: Prjónið 4-3-2-2-4-4 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-80-86-94-104-112 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 72-77-84-92-100-108 lykkjur (= afgangur á bakstykki, nú eru alls 76-80-86-94-104-112 lykkjur á bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-172-188-204-224-240 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Haldið áfram hringinn með mynstur A.1, mynstrið kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn, þær 2 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki eru prjónaðar í sléttprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru stilltar af miðað við mynstur á framstykki og bakstykki. Þegar stykkið mælist ca 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA – mynstrið á að halda áfram eins og áður á framstykki og bakstykki og mynstrið er stillt af við hliðar þegar lykkjum er fækkað. Endurtakið úrtöku með ca 6-8-8-8-8-6 cm millibili alls 4-3-4-4-3-4 sinnum = 148-160-172-188-212-224 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd þar til ca 5 cm eru eftir að loka máli) – stillið af að endað sé með 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-56-62-66-68-72 lykkjur af þræði á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5, prjónið að auki upp 6-6-8-8-8-8 í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið á fram- og bakstykki= 54-62-70-74-76-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 6-6-8-8-8-8 nýjum lykkjum sem prjónaðar voru upp undir ermi = byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur A.1, mynstrið kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn, þær 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki eru prjónaðar í sléttprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með ca 2-3-2-2-2-2 cm millibili alls 7-11-15-15-16-18 sinnum = 40-40-40-44-44-44 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 40-39-38-36-35-34 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 5 cm að loka máli) – stillið af að endað sé með 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant í hálsmáli inn að röngu. Saumið uppfitjunarkantinn niður með löngu lausu spori frá röngu á peysu (passið uppá að saumurinn sjáist ekki frá réttu og að saumurinn verði ekki stífur). |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lightkeepersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.