Marie-José skrifaði:
Als er 46 naalden gebreid zijn in hoogte wordt het aantal steken opgegeven wat op de naald moet staan. Je hebt nu bijna 4x het patroon A1a tot aan de raglan en 6x tussen de mouwen. Moet nu eerst nog de laatste 2 naalden van A1a, A1b en A1c gebreid worden? Als ik het aantal steken tel van patroon A2b (10) en A2c(11), ( maat L-XL) corresponderen die niet met A1b(14) en A1c(15). Hoe nu verder? Ik kom er helaas niet uit.
29.04.2024 - 13:18DROPS Design svaraði:
Dag Marie-José,
In plaats van A.1b en A.1c brei je nu respectievelijk A.2.b en A.2c (zoek de juiste naald op in het patroon zodat de steken doorlopen vergeleken met A.1; als het goed is, is dat bij de pijl.) Voor de rest brei je in patroon zoals je daarvoor hebt gedaan.
05.05.2024 - 13:55
Marie-José skrifaði:
Als patroon 1x in de hoogte gebreid is, wordt gezegd ga verder zoals voorheen. Op een vraag hierover, van Toni, is van in het Engels antwoord gegeven. Misschien handig om deze uitleg in het patroon mee te nemen, omdat misschien niet voor iedereen duidelijk is dat patroon A1a, voor en na de raglan 2x gebreid moet/ kan worden en vervolgens A1b en A1c als patroon meegenomen moet worden. Ik heb het antwoord op de vraag van Toni zeker 3x moeten lezen voor ik het daadwerkelijk snapte.
23.04.2024 - 10:02
Hanne M skrifaði:
Ved raglan udtag står der at man skal strikke omslaget drejet vrang på næste pind for at der ikke kommer hus. Men på nærbilledet er der vel netop et hul på hver side af de to retmasker. Eller har jeg misforstået noget?
24.08.2023 - 21:04DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, det ser ud til at du har ret og at det er en fejl, men vi tjekker med design og laver en rettelse i så fald :)
08.09.2023 - 14:39
Breige McShane skrifaði:
I am still awaiting an answer to my question regarding placing of buttohoes. Thank you
03.07.2023 - 03:41DROPS Design svaraði:
See answer below :) Thanks for your patience!
03.07.2023 - 11:07
Breige McShane skrifaði:
I end up with the buttonhole at the beginning of the row!!! Cast On and knit 2 ridges 1sr row knit - right side 2nd row knit - wrong side 3rd row knit - right side 4th row knit - wrong side then knit one row right side then purl one row wrong side then start pattern on right side which is right front where buttonholes should be!
01.07.2023 - 16:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McShane, when you work a jacket top down, you work from RS: left front piece, left sleeve, back piece, right sleeve and right front piece, so you will work the buttonholes at the end of a row from RS so that the buttonholes will be on the right front piece. Happy knitting!
03.07.2023 - 10:11
Anita Jonsson skrifaði:
Hej igen! Nu har jag löst förra problemet men har nu en ny fråga: Jag har stickat A.2 rätsida och gjort delningen fram- och bakstycke + armar på avigsidan men nu kommer problemet: det står: sticka bladmönstret som förrut??? betyder bladmönstret A1a eller? för alla diagram blir ju bladmönster. Jag är en van stickare men jösses vad man får fundera och klura för att förstå mönstret. Mvh Anita
01.02.2023 - 13:44DROPS Design svaraði:
Hej Anita, jo det er samme bladmønster som du har strikket på bolen du skal fortsætte med, du er færdig med alle dem som har formet til raglan :)
03.02.2023 - 11:24
Anita Jonsson skrifaði:
Jag förstår inte mönstret. När jag stuckit 46 v så ska jag sticka v 47 med A2 mot markörerna i varje raglan men det funkar ju bara mönster A1c som är 15 m vilket krävs för att sticka A2. A1a och A1b är 14 m men efter att ha stickat varv 47 så blir A1b 15 m och därmed blir det 48 m på framstycket istället för 47. ????? Mvh Anita
31.01.2023 - 20:42DROPS Design svaraði:
Hej Anita, vi forstår ikke dit spørgsmål... har du ikke A.1b og A.1c i hver side? Diagrammerne er lige store, så hvorfor kan du kun få det til at fungere i den ene side (A.1c)?
03.02.2023 - 11:09
Toni skrifaði:
I am making pattern w-838 in Paris cotton. I am an experienced knitter, but cannot understand this: I knit the 24 rows in the charts (A. 1a, A.1b and A.1c). The then pattern states "When A.1a, A.1b and A.1c have been worked vertically, continue pattern the same way." "The same way" would restart the charts and be only 2 stitches on A.1b and 3 on A.1c. Where do I go from here? - i.e. row 25 onward? Thanks very much
01.03.2022 - 01:27DROPS Design svaraði:
Dear Toni, after you have worked the diagrams one time in height, work them again from the beginning: A.1a over the first 14 sts as before, then work A.1a one more time over the next 14 sts (= the increased sts in previous A.1b) and finish with A.1b (= left front piece); on back piece, work the same way: A.1c over the first 3 sts, then work A.1b 2 more times in width (over the last sts A.1c + the first sts A.1b) between A.1c and A.1b etc. Can this help?
01.03.2022 - 10:04
Diana Mortensen skrifaði:
Jeg er lidt forvirret!!! Skal der strikkes ret vrang på vrangsiden? Eller er det de lige rækker i diagrammet , jeg skal bruge og hvad ind imellem ? Sagt på en anden måde , jeg forstår ikke hvad jeg skal på vrang siden🙃 på forhånd tak
28.10.2021 - 21:57DROPS Design svaraði:
Hej Diana, du strikker hver 2.pind i diagrammet fra vrangen. Mønsterpinden strikkes fra retsiden. Se her hvordan man følger et diagram: Hvordan læses strikkediagrammer
29.10.2021 - 08:15
Jetje skrifaði:
En waar is blokje A3c in het schema? Dit staat wel in het patroon. Zijn de namen verwisseld?
07.06.2021 - 17:34DROPS Design svaraði:
Dag Jetje,
Er is inderdaad geen A.3c, dus wordt er A.3a bedoeld. Ik heb het doorgegeven aan de ontwerpafdeling om te controleren.
13.06.2021 - 10:40
Luscious Lilacs#lusciouslilacscardi |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með blaðamynstri og stuttum ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 220-36 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 9) = 8,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin á ermi innan við prjónamerki og 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur fleiri í umferð – að auki eru auknar út lykkjur á framstykki og bakstykki, en þessar lykkjur eru teiknaðar inn í mynsturteikningu). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu með ca 10-10-8½-9-9½-9½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 82-82-86-90-94-94 lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 4 með 1 þræði Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út 9-9-9-5-5-5 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 91-91-95-95-99-99 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Nú er mynstrið prjónað þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, A.1a yfir næstu 14 lykkjur, A.1b yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstra framstykki og vinstri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6-6-8-8-10-10 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis), A.1c yfir næstu 3 lykkjur, A.1a yfir næstu 28 lykkjur (= 2 mynstureiningar á breidd), A.1b yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6-6-8-8-10-10 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og hægra framstykkis), A.1c yfir næstu 3 lykkjur, A.1a yfir næstu 14 lykkjur, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Nú er 1 prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki í stykki – prjónamerkin fylgja með í stykkinu). Að auki við útaukningu í mynsturteikningu, hefur nú verið aukið út um 1 lykkju hvoru megin við ermar fyrir LASKALÍNA – sjá útaukningu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Aukið út fyrir laskalínu á ermum í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-19-20-23-22-21 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-2-2-2-3-5 sinnum (= alls 18-21-22-25-25-26 útaukningar í hvorri hlið á ermum). JAFNFRAMT í 21. umferð í A.1a er prjónað eins og útskýrt er við hvíta stjörnu á eftir kantlykkjum að framan í byrjun á umferð (séð frá réttu) og eins og útskýrt er við svarta stjörnu á undan kantlykkjum að framan (séð frá réttu) – sjá útskýringu í mynsturtáknum. Þegar A.1a, A.1b og A.1c hefur verið prjónað til loka á hæðina, heldur mynstrið áfram alveg eins. Þ.e.a.s. er prjónað A.1b og A.1c við laskalínu í hliðum á framstykki og bakstykki og það er prjónað blaðamynstur (= A.1a) eins og áður á milli laskalínu á bakstykki (= A.1b og A.1c) og á milli laskalínu og kanta að framan á framstykki þar til prjónaðar hafa verið 36-36-46-48-48-48 umferðir með mynstri á hæðina og það eru 42-42-47-49-49-49 lykkjur á hvoru framstykki (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni) og 75-75-85-89-89-89 lykkjur á bakstykki. Prjónið nú áfram mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð M: Haldið áfram með blaðamynstur alveg eins, en við prjónamerki í hverri laskalínu (á framstykki og bakstykki) er prjónað mynstur A.2 (þ.e.a.s. ekki eru auknar út fleiri lykkjur fyrir laskalínu). Nú eru 47 lykkjur á hvoru framstykki (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni) og 85 lykkjur á bakstykki. Þegar umferð með ör í A.2 (= fyrsta umferð í mynsturteikningu) hefur verið prjónuð (og öll útaukning á ermum er lokið), eru 287 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast ca 22 cm frá prjónamerki. Ef stykkið er styttra en þetta, prjónið áfram með blaðamynstri (án þess að auka út fyrir laskalínu) að réttu máli. Stærð XS, S, L, XL og XXL: Haldið áfram með blaðamynstur alveg eins, en við prjónamerki í hverri laskalínu (á framstykki og bakstykki) er prjónað mynstur eins og útskýrt er í A.2b og A.2c. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, eru 45-45-52-53-57 lykkjur á hvoru framstykki (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni) og það eru 81-81-95-97-105 lykkjur á bakstykki. Þegar prjónað hefur verið upp til og með umferð með ör í þinni stærð í mynsturteikningu (og öll útaukning á ermum er lokið), eru 259-271-319-327-347 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast ca 21-21-25-25-28 cm frá prjónamerki. Ef stykkið er styttra en þetta, prjónið áfram með blaðamynstri (án þess að auka út fyrir laskalínu) að réttu máli. ALLAR STÆRÐIR: Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð (= umferð eftir ör) frá röngu er prjónuð þannig: Í stærð XS eru ystu 3 lykkjur í hlið á framstykki og bakstykki prjónaðar inn á ermum. Í stærð S, M, L og XL skiptist stykkið við skiptinguna á milli erma og framstykkis og bakstykki. Í stærð XXL er ysta lykkjan í hvorri hlið á ermum prjónuð inn á bakstykki/framstykki. Prjónið fyrstu 42-45-47-52-53-58 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 50-50-54-60-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 4-4-8-8-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 75-81-85-95-97-107 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 50-50-54-60-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 4-4-8-8-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 42-45-47-52-53-58 lykkjur (= vinstra framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 167-179-195-215-227-251 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið mitt í nýjar 4-4-8-8-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið (= 2-2-4-4-6-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið mynstur frá réttu þannig – ATH: Mynstrið á að passa yfir mynstur frá berustykki, stillið af að byrjað er í réttri umferð í mynsturteikningu: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, blaðamynstri eins og áður yfir næstu 15-15-29-29-29-36 lykkjur, A.3b yfir næstu 16 lykkjur, 9-12-2-7-10-9 lykkjur sléttprjón, prjónamerki situr hér, 9-12-2-7-10-9 lykkjur sléttprjón, A.3a yfir næstu 17 lykkjur, blaðamynstur eins og áður yfir næstu 28-28-56-56-56-70 lykkjur (= 2-2-4-4-4-5 mynstureiningar A.1a á breidd), A.3b yfir næstu 16 lykkjur, 9-12-2-7-10-9 lykkjur sléttprjón, prjónamerki situr hér, 9-12-2-7-10-9 lykkjur sléttprjón, A.3a yfir næstu 17 lykkjur, blaðamynstur eins og áður yfir næstu 14-14-28-28-28-35 lykkjur, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist ca 28-30-30-29-30-29 cm – stillið af að endað sé eftir umferð sem er 11. eða 23. umferð í A.1a. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur að framan eru prjónaðar slétt) þar sem aukið er út um 1-1-0-1-1-1 lykkjur jafnt yfir = 168-180-195-216-228-252 lykkjur. Prjónið stroff þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið fra *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 50-50-54-60-62-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á sokkaprjóna / hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-8-8-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í hlið = 54-54-62-68-74-76 lykkjur. Byrjið umferð mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-4-5-5-5 cm frá skiptingu, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 11-11-13-16-19-19 lykkjur, * 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* 11-11-12-12-12-13 sinnum (= 11-11-12-12-12-13 lykkjur færri), prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 10-10-13-16-19-18 lykkjur = 43-43-50-56-62-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið 4 umferð GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Fellið af – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls 6-6-6-7-7-7 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lusciouslilacscardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.