DROPS / 191 / 31

Sweet Susan by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, laskalínu og vængjaermum, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS BabyAlpaca Silk.

DROPS Design: Mynstur bs-134
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
300-300-350-350-400-450 g litur 3250, ljós bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40, 60 og 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 2,5 fyrir garðaprjón – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 1210.00 kr /50g
DROPS BabyAlpaca Silk uni colour DROPS BabyAlpaca Silk uni colour 1210.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7260kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

LASKALÍNA:
Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til eftir eru 2 lykkjur á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það eiga að myndast göt.

GÖT ÁN ÚTAUKNINGAR:
Þegar útaukningu fyrir laskalínu er lokið er prjónað þannig (til að gataröndin komi til með að halda áfram meðfram laskalínu án þess að auka út lykkjum).
Það eru gerð göt án útaukningar hvoru megin við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til eftir eru 4 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið næstu lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Endurtakið við hvert prjónamerki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það eiga að myndast göt.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.

ÚTAUKNING:
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna /stuttan hringprjón.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 116-120-124-132-136-144 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Byrjun á umferð = miðja að aftan.
Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt, JAFNFRAMT eru sett 4 prjónamerki í stykkið þannig:
Prjónið 19-20-21-23-24-26 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki, prjónið 20 lykkjur (= ermi), setjið 2 prjónamerki, prjónið 38-40-42-46-48-52 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki, prjónið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki, prjónið síðustu 19-20-21-23-24-26 lykkjurnar (= hálft bakstykki). Prjónið síðan sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan þannig: ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið sléttprjón og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út í annarri hverri umferð alls 24-28-31-35-40-44 sinnum. Eftir allar útaukningar eru 308-344-372-412-456-496 lykkjur í umferð. Haldið áfram með sléttprjón og prjónið GÖT ÁN ÚTAUKNINGAR – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 17-19-20-22-24-26 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan.
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 43-48-52-58-64-70 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 68-76-82-90-100-108 lykkjur á 1 band (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið 86-96-104-116-128-140 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 68-76-82-90-100-108 lykkjur á 1 band (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi) og prjónið þær 43-48-52-58-64-70 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 192-212-232-256-284-312 lykkjur. Haldið áfram í hring með sléttprjóni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – lesið ÚTAUKNING.
Aukið svona út með 2 cm millibili alls 14 sinnum = 248-268-288-312-340-368 lykkjur. Þegar stykki mælist 34-34-35-35-35-35 cm, skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með hringprjón 3 (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Stykkið mælist ca 37-37-38-38-38-38 cm frá þar sem stykkið skiptist og alls ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl.

ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón.
Setjið 68-76-82-90-100-108 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 78-86-94-102-114-124 lykkjur. Færið umferðina til þannig að byrjað sé mitt undir ermi. Prjónið þannig: Prjónið 4-3-2-1-2-2 lykkjur sem A.2, prjónið A.3 (= 10 lykkjur) yfir næstu 70-80-90-100-110-120 lykkjurnar (= 7-8-9-10-11-12 mynstureiningar) og endið með 4-3-2-1-2-2 lykkjur sem A.2. Prjónið og aukið út eftir A.2 og A.3 þar til 1 umferð er eftir = 141-158-175-192-213-232 lykkjur. Fellið af eins og útskýrt er í mynsturteikningu (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Prjónið hina ermina alveg eins.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 15.08.2018
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 192-212-232-256-284-312 lykkjur. Haldið áfram í hring með sléttprjóni.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= slegið er uppá prjóninn á milli 2 lykkja
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= fellið af 1 lykkju
= fellið af 1 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, fellið uppsláttinn af, þetta er ger til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur


Susanne 14.08.2018 - 23:39:

*RYG- OG FORSTYKKE: = 192-212-232-256-284-312 masker. Fortsæt frem og tilbage i glatstrik.* Jeg forstår ikke, at der skal strikkes frem og tilbage, da der vel strikkes rundt hele vejen ned?

DROPS Design 15.08.2018 kl. 07:58:

Hej Susanne, jo det har du ret i, arbejdet fortsættes rundt på rundpind. Tak for info :)

Beti 26.12.2017 - 19:03:

Ich bin begeistert.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-31

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.