Nicole Scholz skrifaði:
Liebes Drops-Team, an dieser Stelle möchte ich mich für all die wunderschönen, kostenlosen, aber doch unbezahlbaren Anleitungen bedanken! Dieses Modell gehörte von Anfang an zu meinen Favoriten dieser neuen Kollektion. Einfach toll... :) Wo wäre ich im Lockdown nur ohne euch :D
11.03.2021 - 19:12
Antje Suscynski skrifaði:
Wie kann ich eine Anleitung - auch bei Bezahlung- erhalten wenn ich keine Möglichkeit zum Ausdrucken habe. Ich wäre sehr interessiert u. dankbar.
08.03.2021 - 17:53DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Suscynski, Ihr DROPS Händler wird Ihnen gerne damit helfen - hier finden Sie die ganze Liste von den DROPS Händlern in Deutschland. Viel Spaß beim stricken!
09.03.2021 - 08:02
Beatriz Diez Soto skrifaði:
Beautiful Pattern!
07.03.2021 - 01:26
Hanne Jensen skrifaði:
Så smuk. Glæder mig til opskriften kommer
15.02.2021 - 13:36
Daisy Frantzen skrifaði:
Wat een mooi model! lijkt wel wat ingewikkeld, begin bij de hals dnek ik?
05.02.2021 - 11:45
Grace Escamilla skrifaði:
Brotes de primavera
18.01.2021 - 21:55
Annika skrifaði:
Light Feather
16.01.2021 - 10:37
Emilie skrifaði:
Biscotte
15.01.2021 - 13:57
Eileen Di Cenzo skrifaði:
Summer Petals
13.01.2021 - 19:25
Alex Ly skrifaði:
Roll in the hay jumper
10.01.2021 - 22:09
Sparrow Song#sparrowsongsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blaðamynstri og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 4,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-20-21-22 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-40-42-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-60-63-66 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-80-84-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-100-105-110 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-120-126-132 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-116-120-124-130-134 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-40-44-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNIN = 135-145-160-168-174-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið A.2 hringinn (= 27-29-32-28-29-30 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 351-377-416-448-464-480 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú er A.3 prjónað hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.3 eru auknar út 5-7-0-18-22-36 lykkjur jafnt yfir = 356-384-416-466-486-516 lykkjur. Prjónið A.3 þar til berustykkið mælist ca 19-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð er prjónað brugðið JAFNFRAMT sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið brugðnar lykkjur yfir fyrstu 52-57-61-69-73-79 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 104-114-122-137-145-158 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið brugðið yfir síðustu 52-57-61-68-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 220-240-260-290-310-340 lykkjur. Byrjið umferð í hlið – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið A.4 hringinn (= 22-24-26-29-31-34 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 29 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 1 cm til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-96-98-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 80-84-94-104-108-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 0-2-2-2-4-1 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 80-80-90-100-100-110 lykkjur (= 8-8-9-10-10-11 mynstureiningar með 10 lykkjum) og endið með 0-2-2-2-4-1 lykkju sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 15-16-19-23-24-25 sinnum = 50-52-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-42-40-41-39-38 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú er eftir ca 1 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-42-42-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sparrowsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.