Claudia skrifaði:
Wo ist das Diagramm vom Muster
09.03.2025 - 10:36DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, das Diagramm vom Muster finden Sie rechts unter dem Ärmel bei der Maßskizze. Viel Spaß beim Stricken!
09.03.2025 - 20:07
Christina Sørensen skrifaði:
Jeg kan ikke få mønster til at passe. Det går galt på pind 3 hvor jeg både strikke omslaget v mærket drejet ret og samme masker skal jeg strikke ret , for at løfte den læse over ? Hvordan gør jeg det??? Trævlet op SÅ mange x mit garn er snart ved at knække 😒 Mvh Christina
28.12.2024 - 01:12DROPS Design svaraði:
Hei Christina. Litt usikker på hva du helt mener, men husk det strikkes 1 maske rett på hver side av de 4 merkene (= 2 masker rett i hver overgang mellom bol og ermer). Og de nye maskene strikkes i glattstrikk til det er økt nok masker til å strikke en HEL rapport med A.1. mvh DROPS Design
06.01.2025 - 11:13
Nadine skrifaði:
Hei. Hvor finner jeg mønsterbeskrivelse til denne genseren (mønster rapport)?
18.12.2024 - 08:37DROPS Design svaraði:
Hej Nadine, nederst i opskriten, til højre for måleskitsen :)
18.12.2024 - 08:51
Daniela skrifaði:
Buongiorno, Non riesco a trovare il diagramma di questo maglione all’interno del modello, potreste aiutarmi? Grazie Daniela
18.09.2024 - 09:03DROPS Design svaraði:
Buongiorno Daniela, il diagramma A.1 è in fondo alla pagina, sulla destra dello schema delle misure. Buon lavoro!
18.09.2024 - 16:27
Ulla skrifaði:
Hejsa. Diagrammet er det 4 pinde man strikker hele tiden ?
28.07.2024 - 14:21DROPS Design svaraði:
Hej Ulla, ja det stemmer, du gentager de 4 pinde som du ser i A.1 nederst i opskriften :)
01.08.2024 - 09:42
Joan Jeppesen skrifaði:
Er det muligt at strikke blusen med bare en tråd DROPS BRUSHED ALPACA SILK fra Garnstudio, hvis jeg ønsker at blusen skal være tyndere? Eller er garnet så tyndt at der skal være to tråde for at den ikke knækker?
01.07.2024 - 14:30DROPS Design svaraði:
Hej Joan, nej garnet knækker ikke! For at få målene i måleskitsen skal du overholde strikkefastheden som står i opskriften, så det kan være du skal strikke den på tykkere pinde - lav en strikkeprøve først :)
02.07.2024 - 14:10
Tab skrifaði:
Ps de diagramme pour Cooling Creek?
05.05.2024 - 19:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tab, vous trouverez le diagramme A.1 à droite du schéma des mesures, sous la manche. Bon tricot!
06.05.2024 - 09:27
Annelies Rennert skrifaði:
Hallöchen, ich möchte mich erstmal für die von Ihnen erteilte Hilfe beim stricken bedanken. Ich denke das ist auch mal notwendig. Habe diesen Pullover in abgewandelter Variante fertiggestellt. Schade das ich Ihnen kein Foto schicken kann. Das lochmuster habe ich nur bis zur brust gestrickt. Dann 2x im Wechsel rechts und lochmuster. Sieht toll aus. Liebe Grüße Annelies
27.04.2023 - 13:51
Annelies Rennert skrifaði:
Hallo, bekomme das zick zack Muster nicht hin. Durch die zunahme verschiebt sich ja alles. Welche masche muss ich abheben u d welche stricke und welche drüber ziehen Danke
26.02.2023 - 20:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rennert, dieses Video zeigt ab ca 06:30 wie so ein Lochmuster gestrickt wird -beachten Sie nur hier, daß das Lochmuster wegen Raglanzunahmen nicht verschoben wird, so daß die 2 Maschen in A.1 immer übereinander gestrickt werden und abwechslungsweise in der Höhe zusammen rechts/mit 1 M abheben, 1 M re und die abgehobene M über die gestrickte M überziehen. Viel Spaß beim stricken!
27.02.2023 - 11:02
Kroner skrifaði:
Hallo wenn ich das Muster in runden stricke dann geht mir das Muster immer nicht aus.was mache ich falsch?
10.02.2023 - 10:38DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Kroner, das Muster sollen Sie immer über die selben 2 Maschen in der Höhe wiederholen, dh nach der 1. Zunahmen für den Raglan stricken Sie diese Zunahme rechts, dann stricken Sie das Muster wie zuvor, nach der 2. Zunahmen, können Sie 1 Extra Muster nach den Raglanmaschen + 1 Extra Rapport vor den Raglanmaschen stricken. Viel Spaß beim stricken!
10.02.2023 - 13:16
Cooling Creek#coolingcreeksweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri og ¾-löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-27 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 16) = 4,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca 4. og 5. hver lykkja slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni þar til auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur til að prjóna heila mynstureiningu til viðbótar í A.1. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 68-72-76-80-82-88 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með 2 þráðum Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði Melody. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-0-16-24-26-28 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 68-72-92-104-108-116 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn). Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki hér, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Setjið nú 4 ný prjónamerki í stykkið án þess að prjóna. Prjónamerkin verða að hafa annan lit til að aðgreina þau frá prjónamerki eftir kant í hálsmáli. Setjið prjónamerkin þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), hoppið yfir næstu 12-12-16-16-16-16 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis), hoppið yfir næstu 22-24-30-36-38-42 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), hoppið yfir næstu 12-12-16-16-16-16 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis), nú eru 22-24-30-36-38-42 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið nú mynstur A.1 hringinn í umferð og prjónið 1 lykkju slétt hvoru megin við 4 prjónamerkin (= 2 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma). JAFNFRAMT í 2. umferð (þ.e.a.s. í umferð með sléttum lykkjum yfir allar lykkjur) byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 16-18-18-18-20-24 sinnum = 196-216-236-248-268-308 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki eftir kant í hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 44-48-52-52-56-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 54-60-66-72-78-90 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-52-56-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 54-60-66-72-78-90 lykkjur (= bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 124-136-148-160-172-196 lykkjur. Haldið áfram hringinn með A.1. Mynstrið á að passa yfir mynstur frá berustykki. Þegar stykkið mælist 22-22-21-21-21-21 cm frá skiptingu – stillið af að endað sé eftir umferð með sléttum lykkjum, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-22-24-26-30 lykkjur jafnt yfir = 142-156-170-184-198-226 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 44-48-52-52-56-64 lykkjur af þræði frá annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5,5. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 nýjum lykkjum undir ermi = 52-56-60-60-64-72 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 8 lykkjur (= mitt undir ermi). Byrjið umferð hér og prjónið mynstur þannig: 1 lykkja slétt, A.1 eins og áður yfir næstu 50-54-58-58-62-70 lykkjur, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin prjónamerkið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2-2-2-1½-1½-1 cm millibili alls 4-4-4-4-4-6 sinnum = 44-48-52-52-56-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-23-21-20-18-16 cm frá skiptingu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6-8-10-8-10-12 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-44-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 29-27-25-24-22-20 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coolingcreeksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.