DROPS Baby / 29 / 9

Hello Kitten by DROPS Design

Settið samanstendur af: Húfu fyrir börn með garðaprjóni, öldumynstri og eyrnalöppum. Peysu með vafning og buxur með garðaprjóni og gatamynstri. Stærð fyrirburar – 4 ára. Settið er prjónað úr DROPS BabyMerino.

DROPS Design: Mynstur nr bm-072-by
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Í allt settið þarf ca (250) 250-300-300-350 (350-400) g DROPS Baby Merino.
-----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stærð: (fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Höfuðmál:
ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g í allar stærðir litur 26, ljós bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS PRJÓNAR NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 48 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stærð: (fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Stærð í cm: (40/44) 48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104)
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
(100) 150-150-150-150 (200-200) g litur 26, ljós bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 48 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 – fyrir kant og snúru.
----------------------------------------------------------

BUXUR:
Stærð: (fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Stærð í cm: (40/44) 48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104)
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
(100) 150-150-150-150 (200-200) g litur 26, ljós bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 48 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 – fyrir snúru.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (18)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3740kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1.
Peysa: Sjá mynsturteikningu A.2.
Buxur: Sjá mynsturteikningu A.3.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið rétt mynstur fyrir stærð.

ÚRTAKA-1 (á við um húfu):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.

ÚRTAKA-2 (á við um peysu):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju og A.2 þannig (á við um hægra framstykki): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju og A.2 þannig (vinstra framstykki): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).

ÚRTAKA-3 (á við um buxur):
Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið síðan 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja) og prjónið síðan 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja færri).

ÚTAUKNING (á við um buxur):
Aukið út um 2 lykkjur með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við 2 lykkjur, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt.
----------------------------------------------------------

HÚFA:
Húfan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Fitjið upp (79) 89-99-103-107 (115-121) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 3 cm. Prjónið nú þannig: (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur og prjónið (25) 28-32-34-35(39-42) lykkjur með garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið svona þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-16 (18-19) cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir eyrnaleppum þannig: Fellið af fyrstu (5) 8-10-10-9(11-12) lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= 1. eyrnaleppurinn) og setjið þessar á band, fellið af næstu (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= 2. Eyrnaleppur) og setjið þessar á band, fellið af síðustu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar. Klippið frá.

EYRNALEPPUR:
= (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu á prjóninn, prjónið garðaprjón og fellið af 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚRTAKA-1, þannig: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin á stykki í 4. hverri umferð alls (6) 6-5-5-6 (6-7) sinnum og 1 lykkja hvoru megin á stykki í annarri hverri umferð alls (2) 2-4-5-5 (6-6) sinnum = 4 lykkjur. Eyrnalepparnir mælast ca (6) 6-6-6-7 (8-8) cm. Fellið af og festið enda. Endurtakið á hinum eyrnaleppnum.

FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðarna, saumið þær kant í kant í ystu lykkju. Brjótið síðan húfuna þannig að saumurinn liggi við miðju að aftan, saumið síðan uppfitjunarkantinn alveg eins.

BAND:
Klippið 6 þræði ca 60 cm og þræðið þá hálfa leið í gegnum toppinn á eyrnaleppnum, þ.e.a.s. að það verða alls 12 þræðir til að flétta með. Fléttið eina fléttu. Hnýtið hnút neðst niðri. Gerið alveg eins á hinum eyrnaleppnum.
---------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.
Byrjið á öðru framstykkinu, fitjið upp lykkjur fyrir ermi og prjónið upp að öxl. Prjónið hitt framstykkið, setjið saman bæði framstykkin og prjónið niður yfir bakstykki.

HÆGRA FRAMSTYKKI:
Fitjið LAUST upp (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino og prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. Umferð = rétta). Prjónið frá réttu þannig:
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.2 yfir 6 lykkjur og prjónið garðaprjón út umferðina. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist (9) 12-16-16-17 (20-23) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.
Prjónið 1 stutta umferð (með byrjun frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.2, snúið stykkinu, herðið á bandi og prjónið til baka frá röngu eins og áður. Snúið stykkinu.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! LYKKJUM ER FÆKKAÐ Í HÁLSMÁLI JAFNFRAMT ÞVÍ SEM LYKKJUM ER FJÖLGAÐ FYRIR ÖXL/ERMI.
ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI:
Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju og A.2 í byrjun umferðar – LESIÐ ÚRTAKA-2.
Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan er lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum.
ÖXL/ERMI:
Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur alls 1 sinni.
Eftir allar útaukningar og úrtökur eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur á prjóni fyrir öxl/ermi.

Haldið áfram með garðaprjón og A.2 þar til stykkið mælist 20) 24-28-30-32 (36-40) cm – stillið af þannig að endað sé með 4. umferð í A.2, prjónið nú áfram með garðaprjón yfir allar lykkjur. Setjið 1 prjónamerki = mitt ofan á öxl.
Fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar við háls (= frá röngu) alls 2 sinnum = (46) 56-67-74-83 (94-106) lykkjur (síðasta umferð = ranga). Setjið allar lykkjur á band.

VINSTRA FRAMSTYKKI:
Fitjið LAUST upp (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino og prjónið 6 umferðir garðaprjón (1. umferð = rétta).
Prjónið frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón þar til 7 lykkjur eru á prjóni, A.2 yfir 6 lykkjur og 1 kantlykkja með garðaprjóni.
Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist (9) 12-16-16-17 (20-23) cm – stillið af að næsta umferð sé frá röngu.
Prjónið 1 stutta umferð (með byrjun frá röngu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.2, snúið stykkinu, herðið á bandi og prjónið til baka frá réttu. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
LYKKJUM ER FÆKKAÐ Í HÁLSMÁLI JAFNFRAMT ÞVÍ SEM LYKKJUM ER FJÖLGAÐ FYRIR ÖXL/ERMI.
ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI:

Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli á undan A.2 og 1 kantlykkju í lok umferðar.
Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan er lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum.
ÖXL/ERMI:
Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur alls 1 sinni.
Eftir allar útaukningar og úrtökur eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur á prjóni fyrir öxl/ermi.

Haldið áfram með garðaprjón og A.2 þar til stykkið mælist 20) 24-28-30-32 (36-40) cm – stillið af þannig að endað sé með 4. umferð í A.2, prjónið nú áfram með garðaprjón yfir allar lykkjur. Setjið 1 prjónamerki = mitt ofan á öxl.
Fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar við háls (= frá réttu) alls 2 sinnum = (46) 56-67-74-83 (94-106) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu.

BAKSTYKKI:
Prjónið sléttar lykkjur yfir vinstra framstykki frá réttu

(= (46) 56-67-74-83 (94-106) lykkjur), fitjið upp (8) 8-10-10-12 (14-16) nýjar lykkjur (= aftan við hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn (= sléttar lykkjur frá réttu) = (100) 120-144-158-178 (202-228) lykkjur.
NÚ ER STYKKIÐ MÆLT FRÁ PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM.
Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka.
Þegar stykkið mælist (6) 7-7-7½-8 (9-9) cm fellið af ermalykkjur þannig: Fellið af í byrjun á hverri umferð á hvorri hlið á stykki þannig: (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni og (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur.
Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca (20) 24-28-30-32 (36-40) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxlum og passið uppá að framstykki og bakstykki séu jafn löng – fellið síðan laust af.

FRÁGANGUR:
Saumið hliðar- og ermasauma kant í kant í ystu lykkjubogana.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið með heklunál 2,5 í kringum allt opið á peysunni þannig (frá réttu):
Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkjuna, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur/umferðir, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* hringinn alla peysuna, en í hvert horn (þar sem úrtaka fyrir háls byrjar á framstykkjum) er heklað band þannig: 1 fastalykkja í hornið, heklið loftlykkur í ca 20-25 cm, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, heklið 1 fastalykkju aftur í hornið á framstykki. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
Heklið 2 laus bönd: Heklið loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið við og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og heklið 1 band til viðbótar alveg eins. Saumið niður 1 band innan við á hægri hlið og 1 band utan við á vinstri hlið. Passið uppá að böndin verði í sömu hæð og hin böndin.
---------------------------------------------------------

BUXUR:
Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Umferðin byrjar við miðju að aftan.
Fitjið upp (88) 96-104-120-128 (136-144) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan) og 1 prjónamerki eftir (44) 48-52-60-64 (68-72) lykkjur (= miðja að framan).
Prjónið stroff frá miðju að aftan þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur brugðnar og 1 lykkju slétt.
Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónaður gatakantur fyrir band þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar saman, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið 1 umferð stroff með 2 lykkjum slétt, 2 lykkjur brugðnar.
Prjónið upphækkun að aftan með stroffi þannig: Prjónið (7) 7-9-9-9 (9-9) lykkjur, snúið við, herðið á bandi, prjónið (14) 14-18-18-18 (18-18) lykkjur til baka, snúið við, herðið á bandi, prjónið (20) 20-26-26-26 (26-26) lykkjur, snúið við, herðið á bandi, prjónið (26) 26-34-34-34 (34-34) lykkjur til baka. Haldið svona áfram með því að prjóna (6) 6-8-8-8 (8-8) lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (50) 50-66-66-82 (82-82) lykkjur. Snúið við. Skiptið yfir á hringprjón 3.
Prjónið frá miðju að aftan þannig: Prjónið (17) 19-21-25-27 (29-31) lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.3 (= 10 lykkjur), prjónið (34) 38-42-50-54 (58-62) lykkjur með garðaprjón, A.3 yfir 10 lykkjur, prjónið (17) 19-21-25-27 (29-31) lykkjur með garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist (10) 12-13-16-15 (16-17) cm mælt frá miðju að framan, er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 miðju lykkjurnar að framan og aftan – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls (8) 8-8-8-12 (12-12) sinnum = (120) 128-136-152-176 (184-192) lykkjur.
Þegar stykkið mælist (15) 17-18-21-22 (23-24) cm mælt við miðju að framan (útaukningar eiga nú að vera loknar) fellið af lykkjur fyrir opi í næstu umferð með sléttum lykkjum þannig: Byrjið við miðju að aftan og fellið af (6) 6-6-6-8 (8-8) fyrstu lykkjurnar, prjónið sléttprjón þar til (6) 6-6-6-8 (8-8) lykkjur á undan prjónamerki fram og fellið af (12) 12-12-12-16 (16-16) lykkjur, prjónið sléttprjón þar til eftir eru (6) 6-6-6-8 (8-8) lykkjur í umferð, fellið af síðustu (6) 6-6-6-8 (8-8) lykkjurnar. Setjið lykkjurnar af annarri skálminni á band og prjónið nú skálmarnar hvora fyrir sig til loka.

SKÁLM:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
= (48) 52-56-64-72 (76-80) lykkjur. Skiptið lykkjunum niður á 4 sokkaprjóna nr 3 og setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= innan á skálm). Haldið áfram með garðaprjón og A.3 í hlið eins og áður í (1) 1-1-2-2 (2-3) cm – passið uppá að næsta umferð sé 1 umferð slétt.
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA-3 þannig:
STÆRÐ FYRIRBURI -12/18 MÁN: Í 4. hverri umferð.
STÆRÐ 2 ÁRA: í 6. hverri umferð.
STÆRÐ 3/4 ÁRA: Í 8. hverri umferð.
ALLS (8) 10-10-12-12 (12-12) sinnum = (32) 32-36-40-48 (52-56) lykkjur.

Prjónið áfram þar til stykkið mælist (24) 28-32-38-42 (48-55) cm, þá heldur A.3 áfram eins og áður en lykkjurnar með garðaprjóni eru prjónaðar með stroffprjóni með 2 lykkjum slétt/2 lykkjur brugðnar þar til stykkið mælist ca (26) 30-34-40-44 (50-57) cm frá uppfitjunarkanti – passið uppá að síðasta umferðin sé 4. Umferð í A.3. Prjónið stroff yfir allar lykkjurnar þar til stykkið mælist (27) 31-35-41-45 (51-58) cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Setjið lykkjur frá hinni skálminni yfir á sokkaprjón nr 3 og prjónið eins og fyrri skálm.

FRÁGANGUR:
Saumið (12) 12-12-12-16 (16-16) lykkjurnar sem felldar voru af á milli skálma, að hvorri annarri.

SNÚRA:
Heklið snúru í mitti með heklunál 2,5 þannig: Heklið loftlykkjur í ca 110 cm, snúið við og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju, klippið frá og festið enda. Bandinu er þrætt í gegnum gatakant á buxum og er hnýtt að framan.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= engin lykkja, hoppið yfir þessa rúðu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir
= 3 lykkjur slétt samanAthugasemdir (18)

Skrifa athugasemd!

Martina 25.11.2018 - 00:09:

Prosím, u čepičky je popsáno, že se plete do výše 16cm. Je to 16cm od lemu nebo celkově 16cm včetně lemu? Děkuju moc.

DROPS Design 25.11.2018 kl. 17:55:

Milá Martino, jde o celkovou výšku, včetně lemu. Hodně pohody při pletení! Hana

Elisabet Rygaard 06.11.2018 - 12:10:

Börjat med byxan. Men förstår inte mönstret A3 . Inte nybörjare! Svart ruta? Tredje varv? Tacksam för svar MVH

DROPS Design 06.11.2018 kl. 14:25:

Hej, denna svarta ruta ska du hoppa över, det är en maska som har minskats bort och inte finns i arbetet längre. Fortsätt bara med följande ruta i diagrammet.

Hali 21.10.2018 - 16:42:

Hallo. Ich bin dabei dir Hose zu stricken und komme mit dem Muster nicht ganz zurecht. Es wird beschrieben, dass es immer 10 Maschen sind. Aber in der 2. Und 3. Reihe komme ich doch auf 12 machen? Danke und liebe Grüße

DROPS Design 22.10.2018 kl. 09:37:

Liebe Hali, A.3 wird über die nächsten 10 Maschen gestrickt, aber es stimmt, daß am Ende der 1. Reihe und bei der 2. Reihe 12 Maschen sind (wegen die beiden Umschläge). Bei der 3. und 4. Reihe haben Sie 10 Maschen wieder. Das Video unten zeigt wie man dieses Muster strickt. Viel Spaß beim stricken!

Marina 04.09.2018 - 13:28:

Buongiorno vorrei sapere se è possibile lavorare i pantaloni con i ferri diritti (purtroppo non so usare i ferri circolari)o se avete un modello da lavorare con ferri diritti. Grazie e buona giornata Marina

DROPS Design 04.09.2018 kl. 14:38:

Buongiorno Marina. Questo modello è lavorato avanti e indietro sui ferri dritti . In base alla sua esperienza, può adattarlo inserendo la lavorazione del diagramma sulla parte esterna delle gambe. Per un aiuto più personalizzato, può rivolgersi al suo rivenditore Drops di fiducia. Buon lavoro!

Anna 14.08.2018 - 11:54:

Olen vaiheessa, missä pitää päättää silmukoita juuri ennen lahkeen aloittamista. Miten päätän silmukat?

DROPS Design 07.09.2018 kl. 13:23:

Silmukat päätetään seuraavalla tavalla: Neulo 2 silmukkaa, vedä sitten ensimmäiseksi neulottu silmukka toisen silmukan yli, neulo vasemman käden puikon seuraava silmukka, vedä aiemmin neulottu silmukka äsken neulotun silmukan yli, jne.

Denisa Martišková 06.08.2018 - 18:41:

Prečo treba robiť sveter na kruhových ihliciach? pletieme ho v riadkoch s okrajovými očkami, alebo v kruhových riadkoch? ďakujem

DROPS Design 07.08.2018 kl. 15:16:

Dobrý den, Deniso, svetr pleteme v řadách. Kruhová jehlice je praktičtější ve chvíli, kdy nahodíme oka pro rukávy a máme tím pádem delší řadu. Pokud ale chcete, můžete plést i na klasických rovných jehlicích - jelikož jde o dětský svetřík, měla by se vám tam oka vejít. Příjemné chvíle s jehlicemi! Hana

Lynne Cole 29.07.2018 - 08:50:

Is this pattern available in English?

DROPS Design 31.07.2018 kl. 10:24:

Dear Mrs Cole, yes this pattern is available in English, just click on the drop menu under the picture to change language. Happy knitting!

Margit 09.07.2018 - 21:43:

Tere! Alustasin jaki parema hõlmaga, kudusin parempidi esimese mustrirea A2. Kuidas tuleb kududa pahempidine rida? Kas muster käib ka pahempidiste ridade kohta?

DROPS Design 13.08.2018 kl. 22:10:

Tere Margit! Skeemil on näidatud kõik read. Head kudumist!

Birgit Lund 30.05.2018 - 11:35:

Hej Jeg har lidt problemer med at strikke de bukser, for at strikke retstrik når man strikker rundt - så strikker man da ikke ret på alle pindende? så bliver det glat? eller er det sådan at når man har strikket buksen, så vender man vrangen ud inden man syr dem sammen i skridtet? jeg kan ikke lige tolke det :-) hjælp :-) Hilsen Birgit

DROPS Design 30.05.2018 kl. 13:39:

Hej Birgit, Når du strikker retstrik rundt, så strikker du hver 2.omgang vrang, så får du rillerne :)

Denise Eichstädt 07.05.2018 - 21:51:

Ich bin bei der Jacke am rechten Vorderteil. Nach den 16cm beginnen die 18x abnahmen k 36 Reihen) & 2x in der 4. Reihe ( 8 Reihen). So komme ich auf 44 Reihen. Am Ende ( vor den Zunahmen für die Ärmel) soll ich nur 19cm insgesamt haben, d.h. 44 Reihen in 3cm, das passt definitiv nicht. Maschenprobe und Garn sind identisch, bin nun bei der 8. Reihe und hab schon 4cm. Die Maße scheinen nicht zu stimmen. ( Größe 1/3 Mon)

DROPS Design 08.05.2018 kl. 09:06:

Liebe Frau Eichstädt, die Abnahmen für Halsausschnitt sollen nicht bei 19 cm fertig sein, dh nach 19 cm schlagen Sie die neuen Maschen für den Ärmel an und gleichzeitig stricken Sie die Abnahmen für den Hals weiter. Wenn alle Zu- und Abnhamen fertig sind, weiter stricken bis die Arbeit 28 cm misst (= Schulter). Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-9

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.