Eva Lodal skrifaði:
Ifølge forklaringen til diagrammet skal man tage ind på tommelen i stedet for ud ...
03.02.2021 - 16:48
Linda skrifaði:
Jag klarar sticka tills rad 6 på höger vante på diagram A2 M/L (med 40 maskor) men sedan blir det fel... stämmer diagrammet? (A2 M/L och A3)
19.01.2021 - 18:35DROPS Design svaraði:
Hej Linda. Ja det ska vara riktigt, vad är det du får problem med? Mvh DROPS Design
29.01.2021 - 07:55
Moa skrifaði:
Jättefint! Men jag kan inte se några instruktioner för vaken vantar eller sockor, endast diagrammen. Har de försvunnit från sidan?
28.10.2020 - 19:57DROPS Design svaraði:
Hej Moa. Tack för info, nu finns mönstret även på svenska. Mvh DROPS Design
29.10.2020 - 07:31
Rita skrifaði:
Nydelig sett til å gi bort som gave.
06.06.2020 - 14:53
Mimi M Routh skrifaði:
A really nice, warm set -- out of all the designs out there. I would make this and keep it. Elizabeth Zimmerman (old U.S. knit guru) says socks like this are for putting feet up around a fire, showing off your knitting!
04.06.2020 - 19:04
Fjord Mosaic Set#fjordmosaicsetsocks |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaðir vettlingar og sokkar með norrænu mynstri úr DROPS Nepal. Sokkar stærð 35-43.
DROPS 214-54 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1, A.2 og A.x og A.y). Sokkar: Sjá mynsturteikningu A.5 til A.6. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni, nema A.1 sem er prjónað í stroffprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 36 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi 8. og 9. hver lykkja slétt saman. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið A.6 þar til 4-5-5 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið A.6 þar til 4-5-5 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið A.6 þar til 3-4-4 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið A.6 þar til 3-4-4 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 9-9-11 lykkjur eru eftir í umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um tá á sokkum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með merki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman með gagnstæðum lit við lykkju með merki, prjónið lykkjuna með merki eins og áður, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með gagnstæðum lit á lykkju með merki. Fækkið lykkjum svona við hitt merkið (= 2 lykkjur færri við merki og alls 4 lykkjur færri í umferð). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp. Lykkjur eru auknar út fyrir opi fyrir þumalfingur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar útaukningu fyrir fyrir þumalopi er lokið, eru þumallykkjurnar settar á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Síðan er þumalfingurinn prjónaður. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 36-40 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með litnum ljós blár DROPS Nepal. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með röndum eins og útskýrt er í A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 1 umferð slétt með litnum ljós grár þar sem aukið er út um 4-4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 40-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Afgangur af vettlingum er prjónað í sléttprjóni eins og útskýrt er að neðan. Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í fyrstu umferð er A.3 prjónað yfir 3 svörtu ferningana í A.2. Aukið út fyrir þumalopi eins og útskýrt er í A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, hafa verið auknar út 8 lykkjur í A.3 og A.3 nær nú yfir 11 lykkjur. Í næstu umferð eru 11 lykkjur í A.3 settar á þráð og fitjaðar eru upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur af þræði (fitjið upp með litum eins og útskýrt er í mynsturteikningu) = 40-44 lykkjur. Haldið áfram með A.2 yfir allar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 8 lykkjur eftir. Klippið þræðina frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 11 þumallykkjur af þræði á sokkaprjón 4 og prjónið þessar 11 þumallykkjur eins og fyrstu 11 lykkjur í fyrstu umferð í A.4 (= framhlið á þumalfingri) – prjónið að auki upp 9 lykkjur í kringum opið fyrir þumalfingur, þ.e.a.s. prjónið upp 2 lykkjur í hverri hlið og 5 lykkjur í 3 lykkjur sem fitjaðar voru upp (þessar 9 lykkjur eru prjónaðar eins og síðustu 9 lykkjur í fyrstu umferð í A.4 = bakhlið á þumalfingri) = 20 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.4 hringinn. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, eru 4 lykkjur eftir. Klippið þræðina frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Prjónið vinstri vettling á sama hátt og hægri vettlingur, en nú er þumalfingurinn prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar þumalfingurinn er prjónaður í mynstri. Þegar A.x hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.y til loka. Prjónið þumalfingur á sama hátt og á hægri vettlingi. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 50-52-54 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með litnum ljós blár DROPS Nepal. Skiptið yfir í litninn ljós grár og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð með litnum ljós grár þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 46-48-50 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.5 yfir fyrstu 30 lykkjur (= 3 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið næstu lykkju eins og fyrstu lykkju í A.5, þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins í hvorri hlið – þessar 31 lykkjur eru mitt framan á sokknum, prjónið A.6 yfir næstu 14-16-18 lykkjur, prjónið síðan síðustu lykkju sem fyrstu lykkju í A.6, þannig að mynstrið byrji og endið alveg eins í hvorri hlið – þessar 15-17-19 lykkjur eru fyrir miðju aftan á sokknum. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.5 og A.6 hefur verið prjónað alls 3 sinnum á hæðina í öllum stærðum, setjið 31 lykkjur fyrir miðju framan á sokknum (þ.e.a.s. lykkjur í A.5) á þráð = 15-17-19 lykkjur eftir fyrir hæl. Haldið áfram með A.6 fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki í miðjulykkju í síðustu umferð – merkið er notað síðar þegar mæla á lengd á fæti frá. Prjónið HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Haldið áfram með A.6 yfir 9-9-11 hællykkjur, prjónið upp 8-10-12 lykkjur meðfram hlið á hæl (með litum í A.6), haldið áfram með A.5 eins og áður yfir 31 lykkjur frá þræði fyrir miðju framan á sokknum og prjónið upp 8-10-12 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hælnum (með litum í A.6) = 56-60-66 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.5 eins og áður yfir 31 lykkjur fyrir miðju framan á sokknum og A.6 yfir þær lykkjur sem eftir eru aftan á sokknum. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við 31 lykkjur framan á sokknum – fækkið lykkjum innan við ystu lykkju í A.6 eins og útskýrt er að neðan (byrjið eftir 31 lykkjur framan á sokknum): Prjónið fyrstu lykkju í A.6 eins og áður (þessi lykkja á ekki að vera með í úrtöku, en heldur áfram í litnum ljós blár), prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum ljós grár, prjónið A.6 þar til 3 lykkjur eru eftir á undan A.5, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman með litnum ljós grár og prjónið síðustu lykkju í A.6 eins og áður (þessi lykkja á ekki að vera með í úrtöku, en heldur áfram í litnum ljós blár). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-6-6 sinnum í hvori hlið = 48-48-54 lykkjur eftir. Haldið áfram með A.5 og A.6 eins og áður þar til stykkið mælist ca 18-20-22 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Nú eru eftir ca 4-4-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd, en endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina í A.5. Prjónið síðan A.6 hringinn yfir allar lykkjur, en stillið af að mynstrið haldi fallega áfram yfir lykkjur undir fæti. JAFNFRAMT í 2. umferð er sett 1 merki í miðjulykkju í hvorri hlið þannig að það verða 23-23-27 lykkjur ofan á fæti og 23-23-25 lykkjur undir fæti (á milli lykkja með merki í). Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við lykkjur með merki í – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 9-9-10 sinnum = 12-12-14 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-6-7 lykkjur eftir. Klippið þræðina frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-27 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fjordmosaicsetsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-54
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.