Henrette Raabe Rasmussen skrifaði:
Hvornår kommer opskriften på denne??????
08.09.2020 - 12:07
Iva skrifaði:
Simples e original - muito bom!
03.09.2020 - 13:48
Anne Dehn skrifaði:
Great 50-60’ties knit. Love knit from that period 🧶
12.08.2020 - 20:42
Carmen-Gabriela skrifaði:
In diesem Stil sind die Ärmel so.; à la 50-ies oder Poncho-Pulli - echt schön:) + Ajour-Raglan, natürlich. Man kann weite Ärmel mit einem Knopf am Bündchen schließen, falls die Weite beim Arbeiten manchmal stört und dann nach oben schieben (kenne ich:)) Bei ANDEREN Modellen stricke ich gerne 3/4-lang.
07.06.2020 - 17:23
Barbara Wenger skrifaði:
Hier würde ich unbedingt gerne die Anleitung haben, auch wenn dieser Pulli die Abstimmung schaffen würde! Eine grossartige Raglanlösung! Die Aermel würde ich etwas kürzer und vorne enger machen (ich schiebe alle meine Aermel immer bis zum Ellenbogen hoch ... blöde Angewohnheit, aber so kann ich besser arbeiten). Aber das ist dann ja persönlich abänderbar. Ich würde mich sehr freuen, wenn es dieser Pulli schafft!!!!
06.06.2020 - 16:51
Giuliana skrifaði:
Un modello che ispira la stessa grazia di Audrey Hepburn in Colazione da Tiffany
04.06.2020 - 22:08
Country Life#countrylifesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með útaukningu á öxl fyrir axlarsæti og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-14 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (á við um ermar í stærð L-XL-XXL-XXXL): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð í eitt stykki ofan frá og niður. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur við frágang. Aukið er út fyrir öxl og ermakúpu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-76-80-84-88-92 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Nepal. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 4-8-16-12-24-28 lykkjur jafnt yfir = 76-84-96-96-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Nú eru lykkjur auknar út á öxl þannig: ÚTAUKNING FYRIR ÖXL: Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 16-18-21-21-25-27 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), A.1 (= 3 lykkjur), A.2 (= 3 lykkjur = hægri öxl), 32-36-42-42-48-54 lykkjur sléttprjón (= framstykki), A.1 yfir 3 lykkjur, A.2 yfir 3 lykkjur (= vinstri öxl) og endið með 16-18-21-21-25-27 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 116-124-136-144-160-168 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), A.1 yfir 3 lykkjur, A.2 yfir 3 lykkjur (= hægri öxl), 52-56-62-66-74-78 lykkjur sléttprjón (= framstykki), A.1 yfir 3 lykkjur, A.2 yfir 3 lykkjur (= vinstri öxl) og endið með 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni til viðbótar á hæðina (þ.e.a.s. alls 2 sinnum á hæðina), eru 156-164-176-192-208-216 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 10-10-10-12-12-12 cm frá prjónamerki. ÚTAUKNING Á ERMUM: Nú eru lykkjur auknar út fyrir ermum í næstu umferð þannig: Prjónið 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), A.1 yfir 3 lykkjur, 20-20-20-24-24-24 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir 3 lykkjur (= hægri ermi), 52-56-62-66-74-78 lykkjur sléttprjón (= framstykki), A.1 yfir 3 lykkjur, 20-20-20-24-24-24 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir 3 lykkjur (= vinstri ermi) og endið með 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni til viðbótar á hæðina (þ.e.a.s. alls 3 sinnum meðtalin öxl), eru 196-204-216-240-256-264 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón, A.1 yfir 3 lykkjur, 40-40-40-48-48-48 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir 3 lykkjur, 52-56-62-66-74-78 lykkjur sléttprjón, A.1 yfir 3 lykkjur, 40-40-40-48-48-48 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir 3 lykkjur og endið með 26-28-31-33-37-39 lykkjur sléttprjón. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina (þ.e.a.s. 2 sinnum á öxl og 2 sinnum þegar aukið er út fyrir ermi), eru 236-244-256-288-304-312 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 20-20-20-24-24-24 cm frá prjónamerki eftir kanti í hálsmáli. Prjónið nú stykkið áfram í sléttprjóni. Útaukningu er nú lokið í stærð S-M-L-XL-XXL, en heldur áfram í stærð XXXL þannig: STÆRÐ XXXL: Setjið 1 prjónamerki á milli 2 lykkja á milli uppsláttar í hverju A.1 og A.2 (= 4 prjónamerki). Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri = alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 3 sinnum = 336 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 236-244-256-288-304-336 lykkjur. Prjónið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki eftir kant í hálsi. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið 37-38-39-44-47-53 lykkjur sléttprjón, setjið næstu 45-46-50-57-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, 72-76-78-86-94-106 lykkjur sléttprjón, setjið næstu 45-46-50-57-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, 37-38-39-44-47-53 lykkjur sléttprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 158-168-176-194-212-236 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn. Þegar stykkið mælist 25-25-26-26-26-26 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm), aukið út um 2-0-0-2-0-0 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 160-168-176-196-212-236 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið ) yfir allar lykkjur. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 45-46-50-57-58-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 51-54-60-67-70-74 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Í stærð L-XL-XXL-XXXL fækkið lykkjum þannig: STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 10-10-12-12 lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermi. Það á síðar að fækka lykkjum hvoru megin við þetta prjónamerki. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 12-12-7-5 cm millibili alls 1-3-4-5 sinnum = 58-61-62-64 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 51-54-58-61-62-64 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 40-38-37-37-35-33 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3 cm). Í næstu umferð er aukið út um 13-14-14-11-14-12 lykkjur jafnt yfir = 64-68-72-72-76-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 4,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 3 cm. Prjónið hina ermina á sama hátts. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsi að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #countrylifesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.