Giovanna skrifaði:
Per favore. Istruzioni per i ferri diritti e non circolari grazie
23.06.2021 - 19:28DROPS Design svaraði:
Buonasera Giovanna, può lavorare il modello in parti separate con 1 maglia di vivagno a ogni lato per la cucitura. Buon lavoro!
23.06.2021 - 23:47
Cecilia Ankarstrand skrifaði:
Är det möjligt att någon vill göra ett mönster för denna som en väst? Älskar denna, har gjort 2st nu o vinter. Perfekt under jackor, men skulle önska få till ärmhålet då det kan bli en slipover/ väst. Underbar tack!
27.02.2021 - 10:44
Yvonne Schüler-Mudra skrifaði:
Auweia, hab ich dann die Anleitung in diesem Abschnitt komplett falsch verstanden? Ich hab wie gesagt die ersten 10 Runden die Zunahmen glatt re gestrickt (also 40 MA gl re) und hab somit bis dahin insgesamt 164 Ma auf der Nadel. Hätte ich schon gleichzeitig mit den Zunahmen mit A. 2 beginnen müssen? Sorry, ich stricke das erst mal so komplex und nach so einer Anleitung und erst recht von oben nach unten..
16.02.2021 - 10:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schüler-Mudra, Verzeihung für die späte Antwort, Ihre Frage wurde leiger übersehen. Also ja, wenn Sie die 2 Reihen in A.1 gestrickt haben, dann stricken Sie A.2 über die Maschen von A.1, und gleichzeitig stricken Sie die Zunahmen für die Sattelschulter weiter. Viel Spaß beim stricken!
20.05.2021 - 08:57
Yvonne skrifaði:
Hallo, ich stricke seit 2 Tagen an diesem Overshirt und bin jetzt bei dem Absatz mit den Sattelschultern. Die ersten 10 Teihen der Zunahmen habe ich, wie in der Anleitung beschrieben, glatt rechts gestrickt und somit ergeben sich gleichmäßig verteilt, 4 glatt rechts gestrickte Dreiecke. Bei den nächsten 8 Reihen der Zunahmen soll dann darunter das Rippmuster gestrickt werden. Habe ich das richtig verstanden? Ist auf den Bildern so aber nicht zu erkennen.
16.02.2021 - 09:45DROPS Design svaraði:
Liebe Yvonne, die ersten 10 Zunahmen werden glatt rechts gestrickt aber die letzten 8 werden im Bündchen gestrickt, damit diese Maschen dann die "Rand-Maschen" für Vorder- bzw Rückenteil sind - schauen Sie das letzte Foto, vielleicht kann es Ihnen helfen?
16.02.2021 - 09:50
Lydia Vedder skrifaði:
When you say back and forth does this mean you are doing every other row backwards? I can seam to grasp how this back and forth works. Thank you in advance.
25.01.2021 - 20:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Vedder, working back and forth means working flat, alternately from right side and from wrong side - just as shown in this video. Happy knitting!
26.01.2021 - 08:45
Birgitta Eriksson skrifaði:
Jag ska sticka denna väst i färg Nord nr19 vilken färg ska jag ha på Kid Silk då?
26.12.2020 - 17:32DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta. Då tycker jag att nummer 19 mörk grön passar bäst. Mvh DROPS Design
05.01.2021 - 12:19
Tula Strand skrifaði:
Kan jeg bruker garngruppe C? Isåfall kan air brukes og hvor mange gram?
27.11.2020 - 10:41DROPS Design svaraði:
Hej Tula. Ja du kan använda ett garn ut garngrupp C till detta mönster (som t.ex. DROPS Air). Här kan du läsa mer om hur du gör för att beräkna garnforbruk. Mvh DROPS Design
27.11.2020 - 13:32
Eji skrifaði:
Could i ask for this pattern's headband if i am using crochet? Need your help
16.11.2020 - 05:30DROPS Design svaraði:
Dear Eji, we are unfortunately not able to adjust each our patterns to each individual request. You are welcome to contact your DROPS store for any individual assistance. Happy crocheting!
16.11.2020 - 09:25
Monica skrifaði:
Grazie come sempre per la vostra disponibilità. In merito all'ultima domanda e risposta quindi a cose (2rov e 2 dr) devo lavorare 8 punti non 8 giri ... Scusate ma la spiegazione così com'è in italiano non è chiara perchè se lavoro 8 giri a coste si intendono tutti gli aumenti e non solo gli ultimi 8 punti. Comunque grazie per l'aiuto
22.10.2020 - 12:20DROPS Design svaraði:
Buongiorno Monica. Lavora a coste 8 m e sono le 8 m che aumenta negli ultimi 8 giri con aumenti. Man mano che aumenta 1 di queste maglie, la lavora a coste. Abbiamo modificato un po' il testo. Buon lavoro!
22.10.2020 - 14:02
Monica skrifaði:
Grazie per le risposte. Ma allora questa spiegazione è sbagliata "Aumentare in questo modo su ogni giro 18-20-22 volte in totale. Lavorare gli aumenti dei primi 10-12-14 giri a maglia rasata, poi lavorare gli aumenti degli 8 giri successivi come segue: 2 maglie rovescio, 2 maglie diritto, 2 maglie rovescio, 2 maglie diritto." Non sono 8 giri ma 8 punti. Mi confermate? Grazie mille
22.10.2020 - 11:12DROPS Design svaraði:
Buongiorno Monica. P.es per la taglia S, aumenta le prime 10 volte e lavora questi aumenti a maglia rasata. L'aumento successivo (primo aumento degli ultimi 8), lavora la maglia aumentata a rovescio; l'aumento successivo, lavora la maglia aumentata a rov; l'aumento successivo, lavora la maglia aumentata a dir e così via. Terminati gli 8 aumenti, avrà le coste 2 m rov / 2 m dir. L'ultima foto a destra può esserle di aiuto. Buon lavoro!
22.10.2020 - 12:13
Leaf Diversion#leafdiversionset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað vesti og eyrnaband úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með útaukningu fyrir axlarsæti og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-23 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Vesti: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 10 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 2,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir aðra hverja og 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður og prjónað er í hring þar til útaukning fyrir öxl er lokið. Prjónið síðan fram- og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. VESTI: Fitjið upp 128-136-144 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Nord og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroffprjón (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 13 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú þannig: Setjið 1. prjónamerki í byrjun á umferð (= á undan 2 lykkjum slétt), prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 26-30-34 lykkjurnar, setjið 2. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir næstu 38-38-38 lykkjur (= 2 lykkjur færri), setjið 3. prjónamerki hér, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 26-30-34 lykkjur, setjið 4. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir síðustu 38-38-38 lykkjur (= 2 lykkjur færri) = 124-132-140 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið nú síðustu umferð í A.1 og prjónið stroffprjón eins og áður yfir 26-30-34 lykkjur á hvorri öxl. JAFNFRAMT í fyrstu umferð eru auknar út 4 lykkjur í umferð: Aukið er út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Nú eru einungis aukið út á bakstykki og framstykki og fjöldi lykkja á öxl verður sá sami. Aukið svona út í hverri umferð alls18-20-22 sinnum. Útauknar lykkjur frá fyrstu 10-12-14 umferðum eru prjónaðar í sléttprjóni, síðan eru útauknar lykkjur prjónaðar frá næstu 8 umferðum í mynstri þannig: 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1 og stroffprjón eins og áður yfir 26-30-34 lykkjurnar á hvorri öxl. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru 196-212-228 lykkjur í umferð, haldið áfram með mynstur eins og áður. Í næsta skipti sem prjónuð er umferð sem er 1., 3., 5. eða 7 umferð í A.2, prjónið þannig: Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir fyrstu 26-30-34 lykkjurnar, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 72-76-80 lykkjur áður en þær eru settar á þráð (= framstykki), fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 26-30-34 lykkjurnar, prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 72-76-80 lykkjur (= bakstykki). BAKSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður yfir 72-76-80 lykkjur. Þ.e.a.s. prjónið A.2 yfir miðju 36-36-36 lykkjur og prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir þær lykkjur sem etir eru í umferð. Þegar stykkið mælist 39-42-45 cm frá skiptingu á milli A.1 í hálsi og A.2 – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 8-8-8 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10-12-14 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 4-2-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-2, prjónið A.3 yfir A.2 (= 2 lykkjur fleiri), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10-12-14 lykkjur jafnframt sem auknar eru út 4-2-4 lykkjur jafnt yfir, prjónið síðustu 8-8-8 lykkjur eins og áður = 82-82-90 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka í mynstri (uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff frá réttu þannig: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt, haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 38-38-38 lykkjur, prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið hefur verið prjónað í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki. FRÁGANGUR: Prjónið nú band með hnappagötum í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Nord og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið garðaprjón fram og til baka. Þegar prjónaðar hafa verið 8 umferðir garðaprjón, fellið af fyrir hnappagötum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til bandið mælist ca 16 til 28 cm – eða að óskaðri lengd (hægt er að prjóna bandið lengra eftir að tölur hafa verið saumaðar í, þannig að auðveldara sé að prjóna að réttri lengd). Saumið tölur í réttu á bakstykki, ca 14 cm upp að neðri kanti og á milli 5. og 6. lykkju frá kanti. Nú eru hægt að máta vestið og lengdina á bandinu er hægt að jafna til með því að prjóna áfram að óskaðri lengd. Saumið niður annan endann á bandinu að innanverðu á framstykki ca 14 cm (þ.e.a.s. í línu) með tölum. Endurtakið í hinni hliðinni. ------------------------------------------------------- EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Eyrnabandið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. EYRNABAND: Fitjið upp 36 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði Nord + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið mynstur A.4 fram og til baka. Herðið aðeins á þræði í byrjun á hverri umferð svo að ysta lykkjan verði ekki eins laus. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið svona þar til stykkið mælist 49 cm eða prjónið að óskaðri lengd – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá, skiljið eftir smá enda til að sauma eyrnabandið saman með. Saumið sauminn með lykkjuspori innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #leafdiversionset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.