Veronique skrifaði:
Bonjour, Ce pull se porte avec combien de cm d aisance ? Merci par avance
10.04.2025 - 17:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Véronique, choisissez vous même l'aisance souhaitée en mesurant un pull similaire que vous avez et dont vous aimez la forme, puis comparez ces mesures à celles du schéma en bas de page. Retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
11.04.2025 - 08:53
Ingeborg skrifaði:
Als ik een even aantal steken opzet zoals wordt aangegeven bij het begin van de mouw, kom ik niet uit met het boordsteek patroon. Kan dit kloppen? Het lijkt alsof hier een oneven aantal steken nodig zou zijn. Ik hoor graag of dit klopt, alvast bedankt!
13.11.2024 - 11:33DROPS Design svaraði:
Dag Ingeborg,
De boordsteek begint en eindigt met een rechte steek op het achterpand. Daarnaast brei je ook een kantsteek aan elke kant. Je zet een oneven aantal steken op, geen even aantal.
13.11.2024 - 19:43
Shyla skrifaði:
Regarding Drops Design Highland Homecoming sweater. Directions say to knit body with garter stitch. The sweater in the photo for this pattern does not look like garter stitch to me. What am I not seeing or realizing? Thank you. Shyla
23.08.2024 - 23:35DROPS Design svaraði:
Dear Shyla, you work the edge stitches in garter stitch. These stitches are for the seams and make the edges more even. Only these stitches in the edges are worked in garter stitch; the other stitches will be explained as you work. For example, you knit the charts over the other stitches. Happy knitting!
25.08.2024 - 21:21
Christin skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage. Gibt es eine Anleitung, wo man mit so einem V-Ausschnitt in Rundenstrickt? Würde gerne in Runden stricken und dann auch bei den Armen keine naht haben. Da ich allerdings noch keine V-Ausschnitt gestrickt habe, bin ich mir nicht sicher, ob das so funktioniert :) Vielen Dank VG Christin
23.01.2024 - 08:34DROPS Design svaraði:
Liebe Christin, hier finden Sie Pullover mit V-Ausschnitt, die in Runden gestrickt sind, hoffentlich kann das Ihnen helfen. Viel Spaß beim stricken!
24.01.2024 - 07:20
Jane Nørgaard skrifaði:
Der står at der er rettelse til denne opskrift. Men der står ikke hvilke rettelse. Er de rettet til i opskriften nu.
14.01.2023 - 17:54DROPS Design svaraði:
Hei Jane. Husk å klikke på den røde rettelselinken for å se hva som er blir rettet i oppskriften. Slik står det: Opdateret online: 09.09.2020 Rettelse: Diagram for mønster og v-hals lagt til opskriften. Tekst opdateret i henhold til diagram. mvh DROPS Design
16.01.2023 - 11:28
Rhonda skrifaði:
Sorry. Correction to the second of my previous 2 questions. Concerning knitting the 1 edge stitch in garter stitch; garter stitch knitted flat would mean Knitting RS & WS. Would that mean knitting the edge stitches?
19.04.2022 - 18:47DROPS Design svaraði:
Dear Rhonda, correct, the edge stitches are worked in garter stitch, this means the first and the last stitch will be knitted on every row. Happy knitting!
20.04.2022 - 07:10
Rhonda skrifaði:
Hello. regarding the phrase 1 edge stitch, for example in Cast on 79-83-91-103-107-115-123 stitches (including 1 edge stitch on each side), does this mean a cast on of 79 PLUS 1 edge stitch at the beginning and 1 at the end of the row; ie 81 stitches? And regarding Work 1 edge stitch in GARTER STITCH, does this mean work the edge stitch the way it would be worked if the rows were Garter stitch.. ie knit RS, purl WS? The terminology is new for me. Many thanks for the pattern and support!
19.04.2022 - 18:01DROPS Design svaraði:
Hi Rhonda, The 79 stitches include the edge stitches (2 edge stitches and 77 other stitches on the row). The edge stitches are knitted both from the right and the wrong side (which is the definition of garter stitch when working back and forth). Happy knitting!
20.04.2022 - 07:05
Marie skrifaði:
Hello Merci beaucoup pour ce modèle que j'ai terminé et qui me plaît, bien expliqué et bien taillé.
27.03.2022 - 15:29
Veronique Van Lerberghe skrifaði:
Bonjour. Je suis en train de faire le col, mais en suivant le diagramme, les cotes sont à l'envers: l'endroit se trouve à l'intérieur du pull... Pour info, je tricote en rond. Merci de m'aiguiller.
23.01.2022 - 19:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Van Lerberghe, cette vidéo montre justement comment tricoter le col en suivant les diagrammes A.2 et A.3, peut-être pourra-t-elle vous aider?
24.01.2022 - 09:56
Elisabet skrifaði:
Hej När jag kontrollerar stickfastheten så ser jag att för slätstickning så stämmer antal maskor med 16 maskor med stickor 51/2, men om jag stickar mönster enligt beskrivning så blir det istället 18 maskor. Bör jag justera mina stickor så att jag får 16 maskor på 10 cm vid mönsterstickning för att få rätt mått på tröjan, eller bör man fått samma antal maskor både för slätstickning som vid mönsterstickningen ? Tack på förhand
08.10.2021 - 13:44DROPS Design svaraði:
Hei Elisabeth. I denne oppskriften er strikkefastheten oppgitt i glattstrikk (slätstickning). Når du strikker mønster, vil arbeidet trekke seg litt sammen / du får flere masker på 10 cm. Så du har den korrekte strikkefastheten på din prøvelapp på pinne 5,5 :) mvh DROPS Design
11.10.2021 - 09:21
Highland Homecoming#highlandhomecoming |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með v-hálsmáli og áferðamynstri úr DROPS Air. Stærð XS - XXXL.
DROPS 216-5 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STROFF (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1 (= frá réttu): * Prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2 (= frá röngu): * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 3 (= frá réttu): * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. Endurtakið umferð 2 og 3. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum. Framstykki og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna í sléttprjóni. Kantur í hálsmáli er prjónaður í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 79-83-91-103-107-115-123 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan – þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. stroffið byrjar og endið með 1 lykkju slétt), endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist 2 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.1 þar til eftir eru 2 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón Haldið áfram með þetta mynstur á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43-44 cm, fellið af fyrstu 4 lykkjurnar fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 71-75-83-95-99-107-115 lykkjur. Úrtöku fyrir handveg er nú lokið í stærð XS, S og M, en haldið svona áfram í hinum stærðum: STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir handveg þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 4-4-6-6 sinnum = 87-91-95-103 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 71-75-83-87-91-95-103 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 29-29-29-33-33-33-37 lykkjur af fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (= 21-23-27-27-29-31-33 lykkjur eftir á hvorri öxl). HÆGRI ÖXL: Haldið áfram með mynstur eins og áður. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, prjónið mynstur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 lykkju garðaprjón. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 19-21-25-25-27-29-31 lykkjur. Prjónið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! VINSTRI ÖXL: Haldið áfram með mynstur eins og áður. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður og endið með 1 lykkju garðaprjón. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 19-21-25-25-27-29-31 lykkjur. Prjónið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 79-83-91-103-107-115-123 lykkjur og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35-36 cm. Fækkið nú lykkjum fyrir v-hálsmáli í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, mynstur eins og áður yfir næstu 38-40-44-50-52-56-60 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt og setjið á þráð fyrir v-hálsmáli, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 38-40-44-50-52-56-60 lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón = 39-41-45-51-53-57-61 lykkjur á hvorri öxl. Prjónið nú hvora öxl til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL: Prjónið síðan áfram með mynstur eins og áður til loka (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Nú heldur úrtaka áfram fyrir hálsmáli JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg eins og á bakstykki þannig: V-HÁLSMÁL: Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur út umferðina eins og áður. Fækkið lykkjum svona til skiptis í annarri hverri umferð og í 4. hverri umferð alls 16-16-16-18-18-18-20 sinnum. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43-44 cm, fellið af 4 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá röngu fyrir handveg. Úrtöku fyrir handveg er nú lokið í stærð XS, S og M, en heldur áfram í hinum stærðum þannig: STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað áfram fyrir handveg þannig: Prjónið mynstur eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu alls 4-4-6-6 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli og handveg er lokið, eru 19-21-25-25-27-29-31 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – munið eftir AFFELLING. VINSTRI ÖXL: = 39-41-45-51-53-57-61 lykkjur. Prjónið síðan áfram með mynstur eins og áður til loka (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Nú heldur úrtaka áfram fyrir hálsmáli JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg þannig: V-HÁLSMÁLI: Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 lykkju garðaprjón. Fækkið lykkjum til skiptist í annarri hverri umferð í 4. hverri umferð alls 16-16-16-18-18-18-20 sinnum. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43-44 cm, fellið af 4 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu fyrir handveg. Úrtöku fyrir handveg er nú lokið í stærð XS, S og M, en heldur áfram í hinum stærðum þannig: STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir handveg þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður út umferðina. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu alls 4-4-6-6 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli og handveg er lokið, eru 19-21-25-25-27-29-31 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – munið eftir AFFELLING! ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 42-44-46-48-52-54-54 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan STROFF (eins og útskýrt er að ofan) með byrjun frá réttu, með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þegar stroffið mælist 6 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið 40-42-44-46-50-52-52 lykkjur slétt á meðan fækkað er um 6-6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir, endið með 1 kantlykkju garðaprjón = 36-38-40-42-44-46-46 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þegar ermin mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5-4½-4-4-3½-3-2½ cm millibili alls 8-9-10-10-11-12-13 sinnum = 52-56-60-62-66-70-72 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 47-47-46-46-45-45-44 cm alls. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á ermi – prjónamerkið merkir hvar botninn á handveg byrjar. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar ermin mælist 50-50-49-49-48-48-47 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í og saumið botn á handveg – prjónamerkin sem sett voru í ermar eiga að passa við hliðar á fram- og bakstykki. Saumið hliðarsauma og ermasauma í eitt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju frá réttu á hringprjón 4,5 með Air þannig: Byrjið mitt að aftan. Prjónið upp ca 46 til 60 lykkjur fram að lykkju sem sett var á þráð mitt að framan (stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2), setjið lykkju af þræði á prjóninn og prjónið þessa lykkju slétt (= miðjulykkja á framstykki), prjónið upp 1 lykkju fleiri en á vinstri hlið að miðju að aftan (þ.e.a.s. lykkjufjöldinn er deilanlegur með 2 + 1, þ.e.a.s. ca 47 til 61 lykkjur) = ca 94 til122 lykkjur. Passið uppá að lykkjur sem prjónaðar eru upp herði ekki á stykki/verði ekki of lausar í hálsi, prjónið e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur hvoru megin við miðjulykkju. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju (þ.e.a.s. sléttri lykkju frá þræði mitt að framan). Prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju með prjónamerki, prjónið A.3 yfir næstu 14 lykkjur, prjónið A.2 yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Haldið svona áfram hringinn. Þegar lykkjum er fækkað svona, þá kemur slétta lykkjan mitt í v-hálsmáli á framstykki að vera allan tímann í sléttri línu. Prjónið og fækkið lykkjum svona þar til kantur í hálsmáli mælist ca 6 cm í prjónstefnu. Fellið af með sléttum lykkjum. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #highlandhomecoming eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.