Ida Jönsson skrifaði:
Hej! Jag stickar denna kofta i strl XL. Jag håller på med oket. Enligt instruktion ska jag sticka A1, följt av A2 14ggr, och sedan A3. Det ser dock ut på bilden som att mönstret går in i varann, alltså att ökningarna och minskningarna som görs på varv 25 i A2 ska göras varannan gång, och varannan gång görs de på varv 17, såsom A1/A3. Har jag missförstått instruktionen? Ska jag ändå upprepa A2 14 ggr?
21.11.2023 - 19:59DROPS Design svaraði:
Hej Ida, det er de 6 masker i A.1 og A.2 du gentager 14 gange (ikke kun A.2) :)
24.11.2023 - 13:52
Nicole skrifaði:
Re bonjour autre méthode peut être faire A1, A2.,A1,A2......ainsi en alternance 13 fois chaque diagramme et finir À 3 Merci de votre aide et réponse
01.04.2023 - 07:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, effectivement, vous devez tricoter (A.1, A.2) et répéter ces diagrammes ainsi, alternativement A.1 puis A.2 et terminer par A.3 avant les mailles de bordure devant. Bon tricot!
11.04.2023 - 10:10
Nicole skrifaði:
Bonjour taille M je ne comprend pas vos diagrammes dans que quelle ordre ont tricotte les diagrammes et quel sont leur place dans les rang .en principe dans vos tricot A1 est tricote au début A2 au milieu et A3 a la fin du tricot Jai bien enlevé les 2 maille de chaque coté Comment fait ton pour retrouve le 6 mailles bordure j'ai lu les commentaires je ne trouve pas l'explications claire pouvez vous éclaircir je je vous remercie de aide précieuses faire se Gillet
31.03.2023 - 16:55
Ulla skrifaði:
Jag vill byta ut Dropps Nepal mot: Baby Merino och Kid Silk. Klarar inte att omvandla åtgången av garn själv. Ska sticka i stl L
27.07.2022 - 22:23DROPS Design svaraði:
Hej Ulla, da skal du bruge ca 300 g DROPS Baby Merino og 125g DROPS Kid Silk - God fornøjelse!
04.08.2022 - 09:39
Katarzyna skrifaði:
Oh Entschuldigung - mein Kommentar/meine Frage vorhin - ich habe den Fehler=MEINEN Fehler gefunden! Den habe ich ziemlich am Anfang gemacht und dadurch ein etwas anderes Muster gestrickt. Also ribbeln und neu anfangen. Liebe Grüße
08.06.2022 - 17:28
Katarzyna skrifaði:
Guten Tag, ich stolpere gerade über die Maschenzahlen (Größe M, wahrscheinlich auch L) nach Beendigung des Muster: Passe 238M. Ich kann keinen Fehler in meinem Musterbild entdecken, trotzdem habe ich nur 233 Maschen. Gebe ich nachher die 7 dazu, komme ich auf keinen Fall mit den Zahlen für Ärmel und Rumpf zusammen. Ich kann mir schwer vorstellen, dass ich irgendwo 5 Maschen verloren habe und es ist dem Cardigan nicht anzusehen, aber nichts ist unmöglich;-) Trotzdem schön. Danke.
08.06.2022 - 16:52
Johanna skrifaði:
Kann es sein, dass die Anleitung einen Fehler hat? Bei der Passe wird beschrieben, dass (in Größe S) je 46 Maschen für die Ärmel stillgelegt und 8 neue angeschlagen werden. Unter der Überschrift Ärmel wird dann aber beschrieben, dass 48 stillgelegte Maschen aufgenommen und aus den 6 angeschlagenen Maschen neu aufgenommen werden.
20.06.2021 - 15:24DROPS Design svaraði:
Liebe Johanna, Sie sind ja recht, es sollte "46"Maschen anstatt "'48" hier sein, die Korrektur erfolgt gleich, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
21.06.2021 - 08:55
Pascale skrifaði:
Det er en feil i diagrammets forklaringer på norsk: symbolen 0 skal ikke strikkes vridd for å ikke lage hull, men den skal strikkes rett nettopp for å lage hull.
29.05.2021 - 15:37DROPS Design svaraði:
Hej. Tack för info, detta är nu rättat! Mvh DROPS Design
31.05.2021 - 11:36
Pascale skrifaði:
Er det noe spesiell grunn som gjør at stolpen ikke starter helt fra halskanten?
26.05.2021 - 22:11DROPS Design svaraði:
Hei Pascale, Det er en del av mønsteret, men hvis du vil ha stolpene i rille hele veien er det helt mulig. God fornøyelse!
27.05.2021 - 07:42
Erna Christiansen skrifaði:
Hvordan tager man ind til knaphul når der kun er 4 masker?
22.04.2021 - 13:33
White Peacock Jacket#whitepeacockjacket |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-3 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 221 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 3) = 71. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 71. lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8-8½-8½-9-9½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 87-93-93-99-105-111 lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4 með Nepal. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkju garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 3½-4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 6 lykkjur og fækkið jafnframt um 2 lykkjur jafnt yfir (= 4 lykkjur fyrir kant að framan), * A.1 – veldu mynstur fyrir þína stærð (= 3 lykkjur), A.2 (= 3 lykkjur) *, prjónið frá *-* 12-13-13-14-15-16 sinnum, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 6 lykkjur og fækkið jafnframt um 2 lykkjur jafnt yfir (= 4 lykkjur fyrir kant að framan). Nú eru 83-89-89-95-101-107 lykkjur í umferð. Mynstrið á að ganga jafnt upp með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur í stroffi og síðan eru prjónaðar ystu 4 lykkjur í hvorri hlið í garðaprjóni (= kantur að framan). Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 221-238-238-269-287-305 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19 cm frá prjónamerki. Prjónið nú sléttprjón og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Jafnframt er aukið út mismunandi eftir stærðum þanngi: Stærð S, M og L: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 3-7-23 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 224-245-261 lykkjur. Prjónið áfram þar til berustykkið mælist 20-22-23 cm frá prjónamerki sem var sett í eftir kant í hálsi. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan. Stærð XL, XXL og XXXL: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 10-11-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 279-298-319 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 23-25-27 cm. Prjónið nú 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 10-11-13 lykkjur jafnt yfir = 289-309-332 lykkjur. Prjónið áfram þar til berustykkið mælist 25-27-29 cm frá prjónamerki sem var sett í eftir kant í hálsmáli. Prjónið áfram eins og útskýrt er að neðan. Allar stærðir: Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er frá röngu og er prjónuð þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 35-38-40-44-48-53 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 62-69-73-81-89-98 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 35-38-40-44-48-53 lykkjur eins og áður (= vinstra framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-161-173-189-209-228 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 26-26-27-27-27-27 cm, aukið út um 23-25-28-30-34-36 lykkjur jafnt yfir = 171-186-201-219-243-264 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt, endið með 4 kantlykjum að framan í garðaprjón. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 46-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5,5 – og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 4-4-5-5-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3½-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 8-9-11-13-15-15 sinnum = 38-40-42-44-44-46 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til ermin mælist 34-33-32-31-29-27 cm. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Nú er aukið út um 4-5-6-7-7-8 lykkjur jafnt yfir = 42-45-48-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls 41-40-39-38-36-34 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whitepeacockjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.