Olga Terekhov skrifaði:
Hello. If I increase 4 st on every second fishermen st , I will get 325st ( not 300) Can you please confirm how many st I should make from one fishermen st .( Because if I will make only 4 then Yes I will get increase by 100 st=300)
17.12.2024 - 20:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Terekhov, see answer (with correct number of stitches) on the jumper :)
18.12.2024 - 09:04
Marie Lönnving skrifaði:
Ser inte hur de 5 maskorna i framkanten ska stickas
19.10.2024 - 16:32
Marie skrifaði:
Jag ser inte hur jag ska sticka framkanten dvs de 5 maskorna på varje sida
19.10.2024 - 16:31
Mira skrifaði:
I made this cardigan without making the 16 increase stitches in the body and it turned out great! I wonder why many of the patterns include such widening of the cardigan...
16.10.2024 - 14:00
Rita Kragh skrifaði:
Jeg er i gang med størrelse L og det er første udtagning, næste udtagning jeg ikke kan forstå. Og patentmaske kan jeg ikke fine noget om på jeres hjemmeside ? Hilsen Rita Kragh
08.03.2023 - 14:47DROPS Design svaraði:
Hej Rita, vi har flere videoer med udtagning i patent. Her ser du en af dem: tag 4 masker ud i patent
09.03.2023 - 09:18
Rita Kragh skrifaði:
Jeg forstår ikke helt den måde som jeg skal tage ud på og hvor mange masker jeg skal tage ud ? Hilsen Rita
05.03.2023 - 17:19DROPS Design svaraði:
Hej Rita, Hvilken størrelse strikker du og hvor er du i opskriften?
08.03.2023 - 09:36
Reiko skrifaði:
Hi there, I'm working on the size s. After Diagram A2 ( Fisherman’s rib stitches from the right side as described below), 315 stitches on the needle. I believe at this point pattern would be on the wrong side, but next steps will be continue to work on the right side again. What have I missed?
24.01.2023 - 22:46DROPS Design svaraði:
Dear Reiko, after you have increased from RS you will work the next row from WS and adjust so that the 5 sts will be worked (seen from RS: 1 st in English rib, P3, 1 st in English rib) as 2nd row in A.2B = from WS purl the stitches in English rib and knit the 3 sts. Happy knitting!
25.01.2023 - 11:54
Rebekka Mie Bohm skrifaði:
Hej, Hvor store er knapperne i opskriften? :)
26.09.2022 - 12:10
Mona Åström skrifaði:
Komplicerat mönster framförallt med det garnet.
26.08.2021 - 08:52
Mona Åström skrifaði:
Hej! Förstår inte beskrivningen till mönstret. Diagram A.1 rätmaska från rätsidan, avigmaska från avigsidan och avigmaska från rätsidan, rätmaska från avigsidan. Enligt er så ska man läsa mönstret från rätsidan men hur stickar man det från avigsidan.
26.08.2021 - 08:50DROPS Design svaraði:
Hej Mona. Diagrammet är sett från rätsidan, men vi har förklarat hur symbolerna ska stickas både från rätsidan och avigsidan. Den första symbolen (vit fyrkant) stickar du alltså rät när du stickar på rätsidan. När du sedan har vänt arbetet och stickar på avigsidan så stickar du den symbolen som en avigmaska istället. Mvh DROPS Design
26.08.2021 - 10:35
Autumn Days#autumndayscardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, mynsturáferð á berustykki og garðaprjóni á fram- og bakstykki og ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-21 |
||||||||||
-------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2, A.3 og A.4). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 315 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 305 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 14) = 21,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 22. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, prjónið þá í þessu dæmi ca 21 og 22. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu í stroffi í berustykki): Aukið út um 1 lykkju í byrjun á hverri brugðinni einingu (séð frá réttu) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar slétt frá röngu/brugðið frá réttu. ATH: Í 3 stærstu stærðunum á að auka út 3 sinnum í brugðnu einingunum. Það er fallegast ef fyrst er aukið út í byrjun á hverri brugðinni einingu, í næsta skipti í lokin á hverri brugðinni einingu og í lokin í byrjun á hverri brugðinni einingu. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu í klukkuprjónslykkjum): Aukið út um 4 lykkjur í 1 klukkuprjónslykkju með því að prjóna 5 lykkjur í sömu lykkju þannig (frá réttu): Prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju, en bíðið með að lyfta lykkjum af vinstri prjóni, * sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju á vinstri prjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, lyftið síðan lykkjum af vinstri prjóni = 5 lykkjur (þ.e.a.s. 4 lykkjur fleiri). ÚTAUKNING-3 (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í garðaprjóni. ÚRTAKA (á við um í hvorri hlið á ermi): Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm, öðru hnappagati þegar kantur í hálsmáli mælist 5 cm og þriðja hnappagati þegar kantur í hálsmáli mælist 8 cm. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 7½-8-8½-7½-8-8 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður til þar sem stroffið byrjar. Stroffið er prjónað í hring á sokkaprjóna til loka. Að lokum eru ermasaumar saumaðir og litla opið undir hvorri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 111-115-123-127-131-135 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3,5 með 2 þráðum Kid-Silk. Takið frá annan þráðinn – afgangur af stykki er prjónaður með 1 þræði Kid-Silk. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja sem prjónuð er brugðið í hverri umferð, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju sem prjónuð er brugðið í hverri umferð. Haldið svona áfram með stroff, en munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar kantur í hálsmáli mælist 8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu, aukið út um 50-52-56-58-60-62 lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 5 lykkjur, prjónið 1 lykkju brugðið, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð og endið með 5 lykkjur í stroffi eins og áður = 161-167-179-185-191-197 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Setjið 1 prjónamerki innan við 5 ystu lykkjur mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Prjónið 2 umferðir sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í hvorri hlið við miðju að framan sem nú eru prjónaðar brugðið í hverri umferð (uppsláttur frá útaukningu er prjónaður snúinn slétt og kantar að framan eru prjónaðir brugðið í hverri umferð til loka). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan brugðið, prjónið A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 50-52-56-58-60-62 mynstureiningar með 3 lykkjum), prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 (þannig að mynstrið byrji og endið alveg eins í hvorri hlið við miðju að framan) og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðið. Haldið svona áfram með A.1 JAFNFRAMT er aukið út í brugðnu einingunum eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! S, M og L: Þegar A.1 mælist 7-8-8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu, aukið út allar 2 lykkjur brugðið (séð frá réttu) til 3 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli hverra og einna af 2 lykkjum slétt frá röngu = 50-52-56 lykkjur fleiri = 211-219-235 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. XL, XXL og XXXL: Þegar A.1 mælist 3-3-3 cm, aukið út allar 2 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið – sjá ÚTAUKNING-1 = 58-60-62 lykkjur fleiri = 243-251-259 lykkjur. Þegar A.1 mælist 6-6-7 cm, aukið út allar 3 lykkjur brugðið til 4 lykkjur brugðið = 58-60-62 lykkjur fleiri = 301-311-321 lykkjur í umferð. Þegar A.1 mælist 9-9-10 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu, aukið út allar 4 lykkjur brugðið (séð frá réttu) til 5 lykkjur brugðið = 58-60-62 lykkjur fleiri = 359-371-383 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: = 211-219-235-359-371-383 lykkjur í umferð. Byrjið frá réttu og prjónið 2 umferðir sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan brugðið í hvorri hlið við miðju að framan (uppslátturinn frá útaukningu er prjónaður snúinn slétt í fyrstu umferð). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5kantlykkjur að framan brugðið, prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 50-52-56-58-60-62 mynstureiningar með 4-4-4-6-6-6 lykkjum), prjónið fyrstu lykkju í A.2 (þannig að mynstrið byrji og endið alveg eins í hvorri hlið við miðju að framan) og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðið. Haldið svona áfram með mynstur, en þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir með A.2, á að auka út í klukkuprjónslykkjum. Þetta er gert frá réttu eins og útskýrt er að neðan: S, M og L: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, * aukið út 4 lykkjur í klukkuprjónslykkju – sjá ÚTAUKNING-2, prjónið 3 lykkjur brugðið, prjónið 1 klukkuprjónslykkju eins og áður án útaukningar, prjónið 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, aukið út 4 lykkjur í síðustu klukkuprjónslykkju og endið með 5 kantlykkjur að framan brugðið = 315-327-351 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. XL: Byrjið útaukningu í 2. klukkuprjónslykkju frá kanti og aukið út um 4 lykkjur í 4. hverja klukkuprjónslykkju út umferðina – sjá ÚTAUKNING-2 (það eru auknar út alls 15 klukkuprjónslykkjur í umferð) = 419 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. XXL: Byrjið útaukningu í fyrstu klukkuprjónslykkju frá kanti og aukið út 4 lykkjur í 3. hverja klukkuprjónslykkju út umferðina – sjá ÚTAUKNING-2 (það eru auknar út alls 21 klukkuprjónslykkja í umferð) = 455 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. XXXL: Byrjið útaukningu í 2. Klukkuprjónslykkju frá kanti og aukið út 4 lykkjur í 3. Hverja klukkuprjónslykkju út umferðina – sjá ÚTAUKNING-2 (það eru auknar út alls 21 klukkuprjónslykkja í umferð) = 467 lykkjur í umferð. Haldið áfram undir ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: = 315-327-351-419-455-467 lykkjur í umferð. Haldið áfram alveg eins og áður, en þar sem aukið var út í klukkuprjónslykkjum, prjónið 5 lykkjur þannig (séð frá réttu): 1 klukkuprjónslykkja, 3 lykkjur brugðið, 1 klukkuprjónslykkja (sjá A.2B). Þegar berustykkið mælist 15-17-17-19-19-21 cm frá prjónamerki, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan brugðið, prjónið A.3 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, en í XL, XXL og XXXL prjónið A.4 yfir A.2B, þannig að mynstrið gangi fallega upp. Þegar 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.3 (þannig að mynstrið byrji og endið alveg eins í hvorri hlið), endið síðan með 5 kantlykkjur að framan brugðið. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.3 mælist 3-3-3-5-5-5 cm. Berustykkið mælist nú ca 18-20-20-24-24-26 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið 2 umferðir sléttprjón fram og til baka (kantlykkjur að framan eru prjónaðar brugðið eins og áður) yfir allar lykkjur og aukið jafnframt út 14-30-34-6-2-26 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 329-357-385-425-457-493 lykkjur. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, en þær 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan eru prjónaðar brugðið í hverri umferð eins og áður – með þessu þá verður kantur að framan aðeins afmarkaður miðað við garðaprjón á sjálfu stykkinu. Þegar berustykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 52-57-60-66-72-79 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 66-70-78-86-90-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 93-103-109-121-133-147 lykkjur í garðaprjóni (= bakstykki), setjið næstu 66-70-78-86-90-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 52-57-60-66-72-79 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 213-233-249-273-301-329 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 56-61-65-71-78-85 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðar á fram- og bakstykki). Nú eru 101-111-119-131-145-159 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni og 5 kantlykkjur að framan brugðið í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-3 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 229-249-265-289-317-345 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 2 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 58-62-67-73-78-86 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 287-311-332-362-395-431 lykkjur. ATH: Aukið er út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjónast dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan brugðið, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðið. Haldið svona áfram með stroff í 2 cm. Fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 4-4-5-5-6-6 lykkjur á hringprjón 3,5 með Kid-Silk, prjónið sléttar lykkjur yfir 66-70-78-86-90-94 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki og fitjið upp 4-4-5-5-6-6 nýjar lykkjur í lok umferðar = 74-78-88-96-102-106 lykkjur í umferð. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 7-8-12-15-16-17 sinnum í hvorri hlið = 60-62-64-66-70-72 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-35-34-32-31-29 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra máli í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Afgangur af ermi (stroff) er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Skiptið öllum lykkjum niður á sokkaprjóna 3. Prjónið 2 umferðir sléttprjón þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 60-63-63-66-69-72 lykkjur í fyrstu umferð. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 47-45-44-42-41-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar í mitt undir – saumið kant í kant í ystu lykkjubogana, þannig að saumurinn verði flatur. Saumið saman op undir ermum (þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp). Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumndayscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.