Mamen skrifaði:
Hola. Tengo una duda: cuando en el aumento de las sisas dice: " después montar puntos nuevos para las sisas al final de cada hilera de la manera siguiente: Montar 2 puntos 0-2-2-3-3-4 veces y 3 puntos 0-0-1-1-2-3 veces" ¿Se refiere a las hileras del derecho o a todas (derecho y revés)? Gracias.
06.04.2021 - 13:11DROPS Design svaraði:
Hola Mamen, depende del tamaño del chaleco que hagas. Pueden ser tambien las hileras reves. Buen trabajo!
06.04.2021 - 17:33
Jan Erickson skrifaði:
The pattern says cast on 19 stitches including 1 edge stitch on each side . Does that mean 21 stitches? Or are the edge stitches icluded in the 19.
29.03.2021 - 03:19DROPS Design svaraði:
Hi Jan, The edge stitches are included in the 19. Happy knitting!
29.03.2021 - 07:43
Nina skrifaði:
Hej, er det muligt at få målene på vesten eller få at vide hvilken str. modellen har på? Er i tvivl om hvilken str. jeg skal strikke den i. tak.
25.03.2021 - 08:32DROPS Design svaraði:
Hej Nina, målene på vesten finder du nederst i opskriften. God fornøjelse!
25.03.2021 - 08:50
Maria skrifaði:
Hallo! zou het kunnen dat bij het samenvoegen van de schouders de verhoudingen verkeerd staan bij het naar beneden breien? er staat namelijk '18-18-18-17-17-16 cm' wat mij niet logisch lijkt en ook eens '2-1-1-3-4-4', dit lijkt mij niet de juiste volgorde? Alvast bedankt voor uw antwoord en een prettige dag gewenst!
15.02.2021 - 14:44DROPS Design svaraði:
Dag Maria,
Nee, want in de grotere maten moet je frequenter steken op zetten, dus over meer naalden in de hoogte. Hierdoor moet je eerder beginnen met meerderen.
09.03.2021 - 19:52
Synne skrifaði:
Strikker denne i L. Det sår etter man har samlet skuldrene; Når arbeidet måler 18cm legges det opp til ermehull. Er det 18cm fra midten (halsen) eller 18cm på toppen av skulderen?
12.02.2021 - 10:33DROPS Design svaraði:
Hej synne, du måler fra der hvor du slog op til skulderen, altså fra starten :)
16.02.2021 - 15:09
Katarina Johansson skrifaði:
Det står att man ska minska i sidorna totalt 4 ggr med 10 cm mellan ( stl L). Hur är det möjligt om den första minskningen görs efter 5 cm och sidan är totalt 36 cm . (4x10 = 40 cm +5)
16.12.2020 - 21:43DROPS Design svaraði:
Hej Katarina. Du gör den fösta minskningen vid 5 cm, andra vid 15 cm, tredje vid 25 cm och fjärde vid 35 cm. Mvh DROPS Design
18.12.2020 - 08:11
Rosanna Ferro skrifaði:
Buona sera, vorrei realizzare questo gilet e sarebbe il primo che faccio... è possibile realizzare questo modello in piano senza l'uso dei ferri circolari (davanti e dietro separati)? Come vengono calcolati gli aumenti per il lato sotto manica? E le diminuzioni del corpo? Grazie
14.12.2020 - 23:03DROPS Design svaraði:
Buongiorno Rosanna, può continuare a lavorare in piano se preferisce, mantenendo la cucitura laterale e distribuendo aumenti e diminuzioni sulle 2 parti. Buon lavoro!
15.12.2020 - 09:52
Miriam Bøe skrifaði:
Er det riktig at man skal øke før ribbestrikken nederst? Ville heller minske før vrangbord.
01.12.2020 - 13:58
Charlotte H skrifaði:
Hei, hva er grunnen til at man strikker ovenfra og ned? Mye enklere å forstå når man strikker nedenfra og opp, det ser man jo på kommentarene her også . Mvh Charlotte.
23.11.2020 - 22:28
Eva Fransson skrifaði:
Hej På vänster axel bakstycke står det "sticka 1 varv tillbaka från avigsidan", vilket inte står på höger axel. Resultatet blir när man ska sticka samman vänster axel med höger att jag har aviga masker som ska stickas in efter de 42(L) som är upplagda för halsen. Ska höger axel ,efter ökningsvarvet ,stickas tillbaka på avigsidan?
17.11.2020 - 20:21DROPS Design svaraði:
Hej Eva. Du stickar ihop de båda axlarna från rätsidan genom att först sticka maskorna på vänster axel, sedan lägga upp maskor för hals och sedan maskorna från höger axel, så du behöver inte sticka tillbaka på avigsidan. Mvh DROPS Design
24.11.2020 - 11:07
Georgetown Vest#georgetownvest |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónað vesti / slipover fyrir herra úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga hálsmáli og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-1 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er hvor öxl prjónuð fyrir sig, fram og til baka, jafnframt því sem aukið er út/fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig þar til útaukning fyrir handveg er lokið. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring. Lykkjur eru teknar upp fyrir kant í hálsmáli og kant í handvegi og prjónað stroffprjón í hring. BAKSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Hægri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. Vinstri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í lok næstu umferðar frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú eru bæði stykkin sett saman þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir allar 19-20-20-21-21-22 lykkjur á vinstri öxl, fitjið upp 40-40-42-42-44-44 lykkjur í lok umferðar (= hálsmál), prjónið inn 19-20-20-21-21-22 lykkjur frá hægri öxl á prjóninn = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið framstykki. FRAMSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Vinstri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-7-7 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28-29-29-30-30-31 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. Hægri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-7-7 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28-29-29-30-30-31 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. Prjónið nú hægri og vinstri öxl saman frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 28-29-29-30-30-31 lykkjur á hægri öxl, fitjið upp 22-22-24-24-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið sléttar lykkjur yfir 28-29-29-30-30-31 lykkjur á vinstri öxl = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú framstykki og bakstykki saman frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 82-90-98-108-118-130 lykkjur á framstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 82-90-98-108-118-130 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) = 186-202-222-242-266-290 lykkjur. Setjið 1 merki í miðjulykkju af 11-11-13-13-15-15 nýju lykkjum í hvorri hlið. Látið merkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við merkin. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum hvoru megin við merkin í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með ca 9-9-10-10-10-11 cm alls 4 sinnum = 170-186-206-226-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, aukið út um 26-26-30-34-38-42 lykkjur jafnt yfir = 196-212-236-260-288-316 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Vestið mælist ca 57-59-61-63-65-67 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HANDVEGI: Prjónið upp 88-132 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 104-120 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #georgetownvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.