Pierre L skrifaði:
Bonjour, au début, quand on a fait l\'épaule droite, il faut couper la laine avant de glisser les mailles et de monter les mailles pour l\'épaule gauche ? Merci bien
11.03.2025 - 16:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Pierre, tout à fait, lorsque vous avez terminé l'épaule droite du dos, coupez le fil, mettez ces mailles en attente et tricotez l'épaule gauche du dos. Bon tricot!
12.03.2025 - 10:25
MARTINEZ skrifaði:
Bonjour Combien de pelotes Baby Alpaga faut il pour faire ce pull svp ? Que dois-je acheter d autres ? Je suis débutante en tricot . Merci Bien cordialement
05.01.2025 - 19:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Martinez, ce modèle se tricote en DROPS Karisma, vous trouverez la quantité indiquée pour chaque taille en haut de page, sous l'onglet "Explications"; et divisez le poids pour la taille par 50 g = le poids d'une pelote Karisma. Si vous voulez utiliser une autre laine, utilisez le convertisseur pour voir les alternatives possibles et les quantités correspondantes. Bon tricot!
06.01.2025 - 10:50
Lone skrifaði:
Er i tvivl om skuldrene. Når man strikker højre skulder for sig, mangler der så ikke at stå at man skal strikke en pind tilbage på vrang? Lige som man skal gøre på venstre skulder. Ellers er der da en pind mindre på høre skulder når de strikkes sammen.
05.12.2024 - 07:00DROPS Design svaraði:
Hej Lone, jo strik en pind tilbage så du får lige mange pinde inden du strikker stykkerne sammen :)
11.12.2024 - 12:21
Nancy Neville skrifaði:
The # of stitches to pickup reform ribbing at the neck and arm holes is too vague. If a stitch were picked up for every stitch at the neck, and every row for the arm hole, they would far exceed the range you have in the instructions. Would you say 3 stitches for every 4 rows, 3 stitches for every 4 stitches, keeping in mind a total that is divisible by 4. Please be a but more specific than just a number range also keeping in mind the sizes (I'm working on a XL).
02.11.2024 - 11:02DROPS Design svaraði:
Dear Nancy, the picked up stitches are usually calculated by eye, since it usually is variable due to the gauge. So it's only needed to know the limits for working the pattern and it also lets us shape the armhole and neck more freely depending on personal needs. For size XL, you'd need to approx. pick up 120 stitches for the armholes and for the neck 112 stitches, but you can adjust it and pick up more or less depending on how you prefer it. Happy knitting!
03.11.2024 - 21:02
Jane skrifaði:
Can you please advise what size to pick in order to fit a 40” chest?
21.10.2024 - 22:41DROPS Design svaraði:
Hi Jane, There is a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. Happy crafting!
22.10.2024 - 06:43
Hege Sælid skrifaði:
Hvordan kan jeg strikke denne vesten med V-hals? Ønsker en strikkeoppskrift på V-hals-vest i pinnestørrelse 4, til herre.
23.09.2024 - 13:26DROPS Design svaraði:
Hei Hege, Hvis du klikker på Gratis Oppskrifter på toppen av siden, og velger Herre og Gensere får du alle oppskriftene på 1 side. På venstre side av denne sida er det en filter-meny hvor du kan velge Hals, deretter V-hals. Lykke til og god fornøyelse!
24.09.2024 - 07:09
Melody skrifaði:
Can you please explain the CO increases for the arm holes? I keep coming up with too many st. For example, in Size XL, we had 84 st, and just added 6 with the increases inside both borders. That is 90. Then if we CO 2 st on the RS and WS 3 times, that is 12 more, and then we CO 3 st on RS and WS twice, that is 12 more, for a total of 114, not 108. What am I misunderstanding please?
03.07.2024 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dear Melody, you will increase for armhole: 3 sts on each side (+ 6 sts), then cast on 2 sts 3 times on each side (= 2 sts x 3 x 2 sides = 12 sts in total) and finally 3 sts on each side (= 6 sts in total), so that 84 + 6+12+6=108 sts. Happy knitting!
03.07.2024 - 15:58
Betina skrifaði:
Sig mig lige… er opskriften ikke blevet opdateret?:/( jeg er igang med at lave den nedefra og op? Kan jeg få sendt den version jeg er begyndt på?:/)
19.03.2024 - 15:25DROPS Design svaraði:
Hei Betina. Denne oppskriften er skrevet ovenfra og ned (ikke vært skrevet den andre veien). Mulig du har forvekslet den med en annen oppskrift. mvh DROPS Design
02.04.2024 - 09:38
Sara skrifaði:
Hei Kysyisin, voiko tähän ohjeeseen käyttää MAGIC LOOP -tekniikkaa, jolloin voisin käyttää vain yhden 80 cm:n pituisen pyöröpuikon/puikkokoko?
28.02.2024 - 11:55DROPS Design svaraði:
Hei, tämä malli neulotaan aluksi tasona, mutta voit halutessasi neuloa alasosan suljetun neuleen magic loop -tekniikalla.
06.03.2024 - 17:16
Kristine skrifaði:
Hej! Min kærestes brystmål er 111 cm. Jeg er tvivl, om vesten har noget positive easy eller om den sidder helt stramt? Den må nemlig gerne have lidt bevægelsesrumfang, og derfor overvejer jeg at strikke en str. XXL i stedet for XL. Mvh Kristine
04.01.2024 - 18:32DROPS Design svaraði:
Hej Kristine, ja hvis du strikker XL og holder strikkefastheden som står i opskriften, så bliver brystmålet på vesten 116 cm :)
05.01.2024 - 14:40
Georgetown Vest#georgetownvest |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónað vesti / slipover fyrir herra úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga hálsmáli og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-1 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er hvor öxl prjónuð fyrir sig, fram og til baka, jafnframt því sem aukið er út/fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig þar til útaukning fyrir handveg er lokið. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring. Lykkjur eru teknar upp fyrir kant í hálsmáli og kant í handvegi og prjónað stroffprjón í hring. BAKSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Hægri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu – sjá ÚTAUKNING í útskýringu að ofan = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. Vinstri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í lok næstu umferðar frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú eru bæði stykkin sett saman þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir allar 19-20-20-21-21-22 lykkjur á vinstri öxl, fitjið upp 40-40-42-42-44-44 lykkjur í lok umferðar (= hálsmál), prjónið inn 19-20-20-21-21-22 lykkjur frá hægri öxl á prjóninn = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið framstykki. FRAMSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Vinstri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-7-7 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28-29-29-30-30-31 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. Hægri öxl: Fitjið upp 18-19-19-20-20-21 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með Karisma. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-7-7 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19-20-20-21-21-22 lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28-29-29-30-30-31 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. Prjónið nú hægri og vinstri öxl saman frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 28-29-29-30-30-31 lykkjur á hægri öxl, fitjið upp 22-22-24-24-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið sléttar lykkjur yfir 28-29-29-30-30-31 lykkjur á vinstri öxl = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú framstykki og bakstykki saman frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 82-90-98-108-118-130 lykkjur á framstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 82-90-98-108-118-130 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) = 186-202-222-242-266-290 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju af 11-11-13-13-15-15 nýju lykkjum í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við prjónamerkin. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með ca 9-9-10-10-10-11 cm alls 4 sinnum = 170-186-206-226-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, aukið út um 26-26-30-34-38-42 lykkjur jafnt yfir = 196-212-236-260-288-316 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Vestið mælist ca 57-59-61-63-65-67 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HANDVEGI: Prjónið upp 88-132 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 104-120 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #georgetownvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.