Marianne Holtze skrifaði:
Hvad svarer størrelse XL til i omkreds = cm. Hvor kan jeg se det ?
24.08.2021 - 11:48DROPS Design svaraði:
Hej Marianne. Längst ner på opskriften finns det en måleskits, där ser du alla mål i alla størrelser i cm. Mvh DROPS Design
24.08.2021 - 13:08
Jana skrifaði:
Dobrý den, svetřík se mi moc líbí,ale nerozumím tomu,že mám přidávat zrovna 32 ok a v každé kruhové řadě? Děkuji, s pozdravem Slotová Jana
05.03.2021 - 17:52DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Jano, uvedený počet ok (pro zvolenou velikost) přidáváte v každé kruhová řadě OZNAČENÉ ŠIPKOU. Rozšíříte tak sedlo, aby hezky sedělo a netáhlo. Hodně zdaru! Hana
06.03.2021 - 10:32
Patricia skrifaði:
Bonsoir. Merci pour votre retour. J'augmente bien uniquement au niveau des flèches et le nombre de mailles obtenues correspond bien à ce qui est décrit d'où ma demande.
15.02.2021 - 19:21
Patricia skrifaði:
Bonjour, j'ai démarré ce pull et j'en suis au 5 ème motif de jetés : visuellement ça correspondant au dernier rang consacré à la formation des trous J'obtiens un cercle volanté avec les augmentations est ce normal ? Merci
15.02.2021 - 13:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, je ne suis pas bien sûre de comprendre, vous devez augmenter à chacun des rangs avec une flèche, le nombre de mailles doit ainsi augmenter régulièrement, sans pour autant former des fronces. Envoyez une photo à votre magasin ou pour lui montrer votre ouvrage, ce sera plus simple pour eux de vérifier avec vous. Vous pouvez aussi rejoindre le groupe DROPS Workshop pour demander à d'autres tricoteuses. Bon tricot!
15.02.2021 - 15:20
Sylvie Cadieux skrifaði:
Bonjour, avez-vous un tableau de mensurations des tailles car je ne sais pas quelle taille je dois prendre?
04.02.2021 - 21:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cadieux, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme; comparez ces mesures à celles du schéma en bas de la page pour trouver la taille correspondante. Retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
05.02.2021 - 08:39
Wiebranda Snoeyer skrifaði:
K Vroeg me af waarom er bij sommige patronen wel een ophoging (ronding) aan de achterkant besproken wordt en bij andere niet. Dit patroon heeft een nogal wijde hals. Is het dan niet raadzamer om dan hier wel voor een ophoging te kiezen zodat de trui niet steeds naar achteren schuift? Of heeft een ophoging hier minder effect juist omdat het zo'n wijde hals is?
27.07.2020 - 21:41DROPS Design svaraði:
Dag Wiebranda,
Het hangt soms een beetje af van hoe de ontwerpster het bedacht heeft. In dit geval zou een verhoging aan de achterkant niet zo mooi staan, omdat dan het gaatjespatroon op de pas verbroken wordt.
28.07.2020 - 20:07
Franziska Moser skrifaði:
Freue mich schon jetzt auf die Anleitung. Ein wunderschönes Modell, richtig sommerlich
21.04.2020 - 14:06
Hanne Duli Olsen skrifaði:
Hei! :) Kjempefin modell. Gleder meg til oppskriften kommer.
25.01.2020 - 23:29
Vivi Busch-Christensen skrifaði:
Fin model glæder mig til at se opskrift
19.01.2020 - 18:08
Ula skrifaði:
Bardzo ładny, kobiecy, klasyczny, ponadczasowy model. Był już propozycją w poprzedniej kolekcji wiosennej ale tłumaczenie nie zostało opublikowane. Mam nadzieję, że teraz się zakwalifikuje do kolekcji i zostanie udostępniony. Bardzo czekam na ten model.
17.01.2020 - 10:37
Sunny Shoulders#sunnyshoulderssweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri, garðaprjóni og ¾ löngum ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 213-23 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 3,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-130-134-142-146-154 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið eitt prjónamerki hér, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Nú er prjónað mynstur A.1 (= 2 lykkjur – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) hringinn í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram hringinn og í hverri umferð með ör er lykkjum aukið út jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1, þannig: ÖR-1: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 154-164-172-180-186-198 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 186-198-210-218-226-242 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 218-232-248-256-266-286 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 250-266-286-294-306-330 lykkjur. ÖR-5: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 282-300-324-332-346-374 lykkjur. ÖR-6: Aukið út 32-34-38-38-40-44 lykkjur = 314-334-362-370-386-418 lykkjur. Í stærð S, M og L er útaukningu lokið. Í stærð XL, XXL og XXXL heldur útaukning áfram í Ör-7 þannig: Aukið út 38-40-44 lykkjur = 408-426-462 lykkjur. Stykkið mælist ca 14-14-14-17-17-17 cm frá prjónamerki þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka. Haldið nú áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-20-22 cm, aukið út 0-18-22-10-22-22 lykkjur = 314-352-384-418-448-484 lykkjur. Þegar stykkið mælist 16-18-20-22-24-26 cm frá prjónamerki skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 45-50-54-60-66-73 lykkjur, setjið næstu 67-76-84-89-92-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið næstu 90-100-108-120-132-146 lykkjur, setjið næstu 67-76-84-89-92-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið 45-50-54-60-66-73 lykkjur sem eftir eru. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi (= 100-110-120-132-146-160 lykkjur á milli prjónamerkja í hvorri hlið). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 3 cm millibili alls 5 sinnum = 220-240-260-284-312-340 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24 cm, aukið út 16-20-20-24-28-28 lykkjur jafnt yfir = 236-260-280-308-340-368 lykkjur. Skiptið yfir í hringprjón 2,5. Nú er prjónaður kantur þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón *, prjónið frá *-* hringinn. Þegar kanturinn mælist 2 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 67-76-84-89-92-96 lykkjurnar frá þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 77-86-96-101-106-110 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur undir ermi (= 5-5-6-6-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4-4-4-4-3-2 cm fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3-2-1-1-1-1 cm millibili alls 8-12-16-17-18-19 sinnum = 61-62-64-67-70-72 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-28-27-25-23-22 cm aukið út 3-2-4-5-2-4 lykkjur = 64-64-68-72-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið nú kant þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Þegar kanturinn mælist 2 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist 32-30-29-27-25-24 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunnyshoulderssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.