Emilia Gustafsson skrifaði:
Hej! Jag ska börja sticka förkortade varv, men undrar hur man följer diagrammet (A.1). Är det meningen att fortsätta med första raden, även när man vänt? Eller går man till ny rad vid varje vändning?
28.11.2021 - 12:52DROPS Design svaraði:
Hei Emilia. Strikk etter diagram A.1, slik at det blir et mønster (1.maske i diagrammet i høyden strikkes enten vrang fra retten (kryss ikon) eller vrang fra vrangen (hvit firkant), de to andre maskene strikkes rett fra retten og vrang fra vrangen (hvit firkant)). mvh DROPS Design
30.11.2021 - 13:02
Tess skrifaði:
Hi, I am working on the first segment for the body where A1 is worked back and forth. I am following the numbers on the guide but by doing this the 2 knitted stitches in A.1 do not sit over the 2 knitted sts in the rib once I get to the 3rd line of A1 (the increase in sts is not a multiple of 3). Is this correct? I am also wondering if I am supposed to work the stitches past the marker or just work the number of sts specified. "Turn, tighten the strand and work A.1 over 35 sts".
07.10.2021 - 13:56DROPS Design svaraði:
Dear Tess, the knitted stitches should fall above each other as continiuing the stitches of the ribbing. There is no increase while you are doing the short row (back and forth) part, when you turn the piece you should knit the stitches according to the previous pattern. For your last question, you should always knit the number of stitches specified. Happy Stitching!
08.10.2021 - 01:29
TARDIEU FRANCOISE skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas comment tricoter pour le devant les épaules et l'encolure en même temps. Dois-je tricoter le diagramme A4 sur l'ensemble des mailles épaules et seulement 13 sur 23 des mailles de l'encolure ? Pour la partie gauche il me restera 10 mailles sur 23 des mailles de l'encolure. Où vaine trouver les 3 mailles manquantes ?
16.01.2021 - 22:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tardieu, A.4 ne se tricote sur les mailles côté encolure: le diagramme montre comment diminuer les mailles de l'encolure quand on tricote l'épaule droite (quand on porte le pull) - vous tricoterez l'épaule gauche en suivant le diagramme A.5. Dans chacun de ces diagrammes vous diminuez 6 mailles (= cf avant-dernier + dernier symbole de la légende). Bon tricot!
18.01.2021 - 09:10
Marleen Schoubben skrifaði:
Beste, ik ben begonnen met het breien van deze trui maar als ik letterlijk doe wat er geschreven staat heb ik enkel de boord op het rondbreinaald en de voor en achterkant zijn 2 losse flappen we hebben al met 3 pers geprobeerd en niemand geraakt er uit wilt u het eens bekijken en mij verder helpen aub ? dank u wel
12.11.2020 - 17:33DROPS Design svaraði:
Dag Marleen,
Nadat je de boordsteek hebt gebreid, brei je een aantal verkorte toeren over het achterpand, zodat het achterpand langer wordt dan het voorpand (dit is ook te zien op de foto). Na de verkorte toeren brei je weer over alle steken in de rondte. Wat tussen de *-* staat herhaal je nog een een keer.
14.11.2020 - 10:23
Liz skrifaði:
(Sorry for the re-post, I accidentally clicked comment instead of question!) Hello, what type of bind-off would you recommend for this pattern? Thank you
05.08.2020 - 00:13DROPS Design svaraði:
Dear Liz, you can use your usual technique of bind off - just making sure bind off edge is not too tight (as for any garment worked top down). Use then larger needle or bind off with yarn overs evenly if necessary. Happy knitting!
05.08.2020 - 08:04
Liz skrifaði:
Hello, what type of bind-off would you recommend for this pattern? Thank you
04.08.2020 - 23:48
Carita skrifaði:
Hei Kuvioiden ohje löytyy vain norjaksi. Saisiko sen suomeksi? Tai ainakin selitteet kuvioille?
07.05.2020 - 22:14DROPS Design svaraði:
Nyt piirrokset ja niiden merkkien selitykset aukeavat.
13.05.2020 - 17:46
Carla skrifaði:
Hola, no encuentro el diagrama.
21.04.2020 - 16:51DROPS Design svaraði:
Hola Carla. Había unas correcciones en el diagrama y ahora ya está disponible en la web.
22.04.2020 - 19:46
Miriam skrifaði:
Non riesco a interpretare gli schemi dove non ci sono simboli e vorrei sapere e e' possibile lavorarlo tutto in piano. grazie
07.04.2020 - 11:29DROPS Design svaraði:
Buongiorno Miriam. Deve leggere i diagrammi come se non ci fossero gli spazi vuoti. P.es: A2 è lavorato su 29 maglie. Lavora le prime 28, poi passa all’ultima maglia, quella con il simbolo “x” senza nessuna interruzione. Analogamente sulle altre righe. A questo link, trova indicazioni utili per lavorare in ferri di andata e ritorno un capo presentato per essere lavorato in tondo. Buon lavoro!
07.04.2020 - 16:50
Elin Larsen skrifaði:
Kan jeg strikke forkortede pinner både framme og bak for å unngå bue?
31.03.2020 - 15:14DROPS Design svaraði:
Hej Elin, ja det skal gå bra, men husk at du da også bruger mere garn. God fornøjelse!
01.04.2020 - 09:32
Wake the Wind#wakethewindsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með áferðamynstri og tilfærslum á lykkjum í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-8 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið næstu 6 lykkjur (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 44 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 11. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 10. og 11. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg. Síðan eru lykkjur felldar af fyrir handveg í hvorri hlið. Stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki sem eru prjónuð til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/hringprjóna að handveg, síðan er síðasti kaflinn á ermum prjónaður fram og til baka. Að lokum er kantur í hálsmáli prjónaður í hring á stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 216-232-248-264-296-312 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið stroff þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið eina umferð þar sem allar 2 lykkjur brugðið er fækkað til 1 lykkja brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 162-174-186-198-222-234. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Síðar í stykkinu á að prjóna áferðamynstur og tilfærslur á lykkjum í hliðum. En vegna tilfærslna á lykkjum í hliðum þá kemur stykkið til með að verða bogalaga niður í hliðum og upp að miðju að framan og að aftan. Til að koma í veg fyrir að stykkið beygist upp að miðju að aftan er hægt að prjóna stuttar umferðir þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í hlið á milli 2 lykkja slétt). Setjið 1 nýtt prjónamerki á eftir fyrstu 40-43-46-49-55-58 lykkjum, næsta lykkja er brugðin lykkja (= miðjulykkja á bakstykki). Prjónið A.1 (= 3 lykkjur) fram að prjónamerki og haldið áfram með A.1 þar til prjónaðar hafa verið 9-12-15-18-24-27 lykkjur fram hjá prjónamerki (þær 2 lykkjur slétt í A.1 eiga að passa yfir 2 lykkjur slétt í stroffi), snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 til baka yfir 17-23-29-35-47-53 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 yfir 20-26-32-38-50-56 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 yfir 23-29-35-41-53-59 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 3 lykkjur fleiri en fyrri umferð í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónaðar hafa verið 19 umferðir með stuttum umferðum. Síðasta umferðin er prjónuð frá réttu. Haldið síðan áfram hringinn með A.1 alveg fram að byrjun á umferð. Prjónið nú mynstur þannig: * A.2 (= 29 lykkjur), 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 21-27-33-39-51-57 lykkjur (= 7-9-11-13-17-19 mynstureiningar með 3 lykkjum), A.3 (= 29 lykkjur) *, setjið eitt prjónamerki hér (= í hlið), prjónið *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Þau merkja hliðar og það á að nota þau síðar í stykkinu. Haldið svona áfram hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er mynsturteikningin endurtekin á hæðina 2 sinnum til viðbótar (= alls 3 sinnum). Prjónið síðan áfram með sléttprjóni yfir sléttprjón og garðaprjón yfir garðaprjón yfir 29 lykkjurnar hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið. Þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar eins og áður. Í næstu umferð byrjar úrtaka hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum = 150-162-174-186-210-222 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá uppfitjunarkanti og meðfram prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. þar sem stykkið er lengst), fellið af 8-8-8-14-14-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 4-4-4-7-7-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið). Nú eru 67-73-79-79-91-97 lykkjur fyrir framstykki og 67-73-79-79-91-97 lykkjur fyrir bakstykki. Prjónið síðan framstykki og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 67-73-79-79-91-97 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með áferðamynstri (= A.1) eins og áður. Að handveg eru prjónaðar 2 lykkjur slétt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15-16 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af miðju 33-33-33-39-39-39 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 16-19-22-19-25-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið síðan hina öxlina á sama hátt. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður (mælt þar sem stykkið er lengst). FRAMSTYKKI: = 67-73-79-79-91-97 lykkjur. Prjónið fram og til baka með áferðamynstri (= A.1) eins og áður. Að handveg eru prjónaðar 2 lykkjur slétt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stykkið mælist 8-9-10-10-11-12 cm, frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-25-28-25-31-34 lykkjurnar (= vinstri öxl), prjónið næstu 23-23-23-29-29-29 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli, prjónið þær 22-25-28-25-31-34 lykkjur sem eftir eru (= hægri öxl). Prjónið 1 umferð til baka yfir hægri öxl. Nú er mynstur prjónað eins og áður, en yfir 13 lykkjur við háls er prjónað eins og útskýrt er í A.4. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 16-19-22-19-25-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina öxlina á sama hátt, en nú er prjónað A.5 yfir 13 lykkjur við háls. Peysan mælist cm 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður (mælt þar sem stykkið er lengst). ERMI: Fitjið upp 44-44-48-48-48-52 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-8-10-8-6-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 (jafnt yfir) = 36-36-38-40-42-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 8-8-8-9-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 7-5-5-4-3½-3½ cm millibili alls 6-8-8-9-10-10 sinnum = 48-52-54-58-62-64 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-47-46-46-43-42 cm, prjónið ermina áfram fram og til baka frá byrjun á umferð með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þetta er gert svo að það myndist op undir ermi sem er síðar saumað að lykkjum sem felldar voru af undir handveg á fram- og bakstykki. Þegar ermin mælist alls 50-50-49-50-47-46 cm (styttri ermi í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og innan við affellingarkantinn á ermi. Saumið hlið á opi á ermi að 4-4-4-7-7-7 lykkjum sem felldar voru af fyrir handveg hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið á fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu mitt ofan á annarri öxlinni með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) og hringprjón 4,5 og prjónið upp 88 til 100 lykkjur í kringum kant í hálsmáli meðtaldar lykkjur af þræði (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið), haldið svona áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Brjótið kantinn í hálsmáli niður þannig að hann liggi tvöfaldur og saumið kantinn niður þannig að það verði tvöfaldur kantur í hálsmáli. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wakethewindsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.