Galla skrifaði:
Bonjour Anna Est-il possible de voir le dos du pull ? Un photo du dos du pull ? Merci beaucoup Anna
08.03.2025 - 12:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Galla, nous n'avons pas d'autres photos et nous n'avons plus ce pull en notre possession, notez toutefois que le dos est juste tricoté en point fantaisie A.1 (côtes 1 m point mousse, 2 m jersey). Bon tricot!
10.03.2025 - 10:22
Anna skrifaði:
Hello. Is my understanding correct that A2 and A3 (3 repeats of the diagrams) are combined with 2k and A1 pattern as per the beginning of the work?
18.01.2024 - 11:26DROPS Design svaraði:
Dear Anna, I'm not sure what you mean with "combined", but A.1 should be worked over the rib so that the K2 in A.1 are worked over the K2 of the rib.Happy knitting!
19.01.2024 - 08:15
Anna skrifaði:
Hello. How is it possible to work the first A1 (p,k,k) when we start with k1 (the first marker sits between the two knit stitches) and the description asks that the 2 knitted stitches in A.1 should sit over the 2 knitted stitches in the rib? Thank you, Anna
16.01.2024 - 20:58DROPS Design svaraði:
Dear Anna, did you place the marker on the side after the 2 knitted stitches? Then A.1 will start with 1 st in garter stitch over P1 from rib. Happy knitting!
17.01.2024 - 09:31
Satu skrifaði:
Hei, ohjeessa on, että etu ja takakappaleet neulotaan alun resorin jälkeen 5,5 koon pyöröpuikolla. A. 1 kuvion alussa pitäisi kääntää työtä eli neuloa edestakaisin. jos neulon edestakaisin niin pitääkö takaosan silmukat nostaa erilliselle puikolle siksi aikaa?
25.12.2023 - 19:56DROPS Design svaraði:
Hei, silmukoita ei tarvitse siirtää erilliselle puikolle, vaan ne jäävät pyöröpuikolle odottamaan.
03.01.2024 - 18:13
Jolanta Srogi skrifaði:
Jak zrobić w tym modelu przy wykończeniu dekoltu podwójny ściągacz skoro ze wzoru oczka schodzą 2 prawe i 1 lewe? Rozpoczynając robótkę podwójnym ściągaczem, po jego zakończeniu zmniejszaliśmy liczbę oczek przerabiając razem dwa oczka lewe. Przy dekolcie tak się nie da.
12.03.2023 - 19:25DROPS Design svaraði:
Witaj Jolu, masz rację. Ściągacz przy dekolcie będzie regularny gdy na środku przodu będzie sekwencja 2 oczka prawe, 1 oczko lewe. Zgłosiłam problem i prośbę o ewentualną korektę. ja osobiście zrobiłabym ściągacz przy dekolcie 2 oczka prawe/ 1 oczko lewe, ale oczywiście możesz poczekać na korektę, jeżeli nie ma pośpiechu. Pozdrawiamy!
13.03.2023 - 08:49
Ally skrifaði:
Mbt patroon 212-8, z-884, begrijp ik t goed dat verkorte toeren aan 1 kant worden gebreid? En inbrei-patronen (A2, A1 en A3) ook 1x? Wordt trui dan niet ongelijk? Lijkt op plaatje of draaiing onder beide zijkanten is
02.12.2022 - 19:18DROPS Design svaraði:
Dag Ally,
De verkorte toeren worden inderdaad alleen op het achterpand gebreid. A.2 en A.3 worden op het voorpand gebreid, elk aan een zijkant zodat beide kanten van het voorpand gelijk zijn. In de telpatronen zit de verschuivingen aan het werk.
04.12.2022 - 16:19
Ally skrifaði:
Mbt patroon 212-8, z-884, begrijp ik t goed dat verkorte toeren aan 1 kant worden gebreid? En inbrei-patronen (A2, A1 en A3) ook 1x? Wordt trui dan niet ongelijk? Lijkt op plastje of draaiing onder beide zijkanten is
02.12.2022 - 19:17
Vera skrifaði:
Hallo, ik maak nu het achterpand, en ik begrijp niet wat "Brei richting de armsgaten 2 recht aan de binnenkant van de 1 kantsteek in ribbelsteek." betekent. Moet ik aan de verkeerde kant 2 recht breien aan de uiteinden? En wat doe ik aan de goede kant?
09.11.2022 - 06:07DROPS Design svaraði:
Dag Vera,
Met richting de armsgaten wordt bedoeld aan de kant waar de armsgaten zitten. Je breit deze steken averecht aan de verkeerde kant.
10.11.2022 - 17:19
Vik skrifaði:
Hello, I have a hard time understanding what the even rows in all the patterns (A2, A3, A4, A5) mean? For example, when knitting the A2 pattern, on the second row, does that mean it should be all 'knit' stitches (working on circular needles) - it does not look so looking at the image of the sweater, so very confusing..? Thank you.
06.08.2022 - 12:09DROPS Design svaraði:
Dear Vik, if you are working in the round, you work the symbols as for the right side; for example, in A.2, you would be knitting all stitches. If you were working back and forth and the diagram had the same symbol on an even row you would need to purl the stitches instead. When working A.2 and A.3 you are working the body in the round, so you work exactly as the symbols show. When working A.4 and A.5 you are working back and forth, so the knit symbol means knit a stitch on an uneven row or purl a stitch on an even row. Happy knitting!
07.08.2022 - 22:22
Ingebjørg Borch skrifaði:
Diagrammet A.1 starter med en vrang. Når jeg strikker, matcher diagrammet ikke med vrangborden under. Omgangen starter jo med en rettmaske. Kan du forklare dette for meg?
06.02.2022 - 13:40DROPS Design svaraði:
Hej Ingebjørg, har du sat mærket i siden imellem 2 ret, da vil første maske i side starte med 1 ret. God fornøjelse!
08.02.2022 - 11:47
Wake the Wind#wakethewindsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með áferðamynstri og tilfærslum á lykkjum í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-8 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið næstu 6 lykkjur (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 44 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 11. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 10. og 11. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg. Síðan eru lykkjur felldar af fyrir handveg í hvorri hlið. Stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki sem eru prjónuð til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/hringprjóna að handveg, síðan er síðasti kaflinn á ermum prjónaður fram og til baka. Að lokum er kantur í hálsmáli prjónaður í hring á stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 216-232-248-264-296-312 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið stroff þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið eina umferð þar sem allar 2 lykkjur brugðið er fækkað til 1 lykkja brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 162-174-186-198-222-234. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Síðar í stykkinu á að prjóna áferðamynstur og tilfærslur á lykkjum í hliðum. En vegna tilfærslna á lykkjum í hliðum þá kemur stykkið til með að verða bogalaga niður í hliðum og upp að miðju að framan og að aftan. Til að koma í veg fyrir að stykkið beygist upp að miðju að aftan er hægt að prjóna stuttar umferðir þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í hlið á milli 2 lykkja slétt). Setjið 1 nýtt prjónamerki á eftir fyrstu 40-43-46-49-55-58 lykkjum, næsta lykkja er brugðin lykkja (= miðjulykkja á bakstykki). Prjónið A.1 (= 3 lykkjur) fram að prjónamerki og haldið áfram með A.1 þar til prjónaðar hafa verið 9-12-15-18-24-27 lykkjur fram hjá prjónamerki (þær 2 lykkjur slétt í A.1 eiga að passa yfir 2 lykkjur slétt í stroffi), snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 til baka yfir 17-23-29-35-47-53 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 yfir 20-26-32-38-50-56 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið A.1 yfir 23-29-35-41-53-59 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 3 lykkjur fleiri en fyrri umferð í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónaðar hafa verið 19 umferðir með stuttum umferðum. Síðasta umferðin er prjónuð frá réttu. Haldið síðan áfram hringinn með A.1 alveg fram að byrjun á umferð. Prjónið nú mynstur þannig: * A.2 (= 29 lykkjur), 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 21-27-33-39-51-57 lykkjur (= 7-9-11-13-17-19 mynstureiningar með 3 lykkjum), A.3 (= 29 lykkjur) *, setjið eitt prjónamerki hér (= í hlið), prjónið *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Þau merkja hliðar og það á að nota þau síðar í stykkinu. Haldið svona áfram hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er mynsturteikningin endurtekin á hæðina 2 sinnum til viðbótar (= alls 3 sinnum). Prjónið síðan áfram með sléttprjóni yfir sléttprjón og garðaprjón yfir garðaprjón yfir 29 lykkjurnar hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið. Þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar eins og áður. Í næstu umferð byrjar úrtaka hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum = 150-162-174-186-210-222 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá uppfitjunarkanti og meðfram prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. þar sem stykkið er lengst), fellið af 8-8-8-14-14-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 4-4-4-7-7-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið). Nú eru 67-73-79-79-91-97 lykkjur fyrir framstykki og 67-73-79-79-91-97 lykkjur fyrir bakstykki. Prjónið síðan framstykki og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 67-73-79-79-91-97 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með áferðamynstri (= A.1) eins og áður. Að handveg eru prjónaðar 2 lykkjur slétt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15-16 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af miðju 33-33-33-39-39-39 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 16-19-22-19-25-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið síðan hina öxlina á sama hátt. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður (mælt þar sem stykkið er lengst). FRAMSTYKKI: = 67-73-79-79-91-97 lykkjur. Prjónið fram og til baka með áferðamynstri (= A.1) eins og áður. Að handveg eru prjónaðar 2 lykkjur slétt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stykkið mælist 8-9-10-10-11-12 cm, frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-25-28-25-31-34 lykkjurnar (= vinstri öxl), prjónið næstu 23-23-23-29-29-29 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli, prjónið þær 22-25-28-25-31-34 lykkjur sem eftir eru (= hægri öxl). Prjónið 1 umferð til baka yfir hægri öxl. Nú er mynstur prjónað eins og áður, en yfir 13 lykkjur við háls er prjónað eins og útskýrt er í A.4. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 16-19-22-19-25-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina öxlina á sama hátt, en nú er prjónað A.5 yfir 13 lykkjur við háls. Peysan mælist cm 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður (mælt þar sem stykkið er lengst). ERMI: Fitjið upp 44-44-48-48-48-52 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-8-10-8-6-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 (jafnt yfir) = 36-36-38-40-42-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 8-8-8-9-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 7-5-5-4-3½-3½ cm millibili alls 6-8-8-9-10-10 sinnum = 48-52-54-58-62-64 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-47-46-46-43-42 cm, prjónið ermina áfram fram og til baka frá byrjun á umferð með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þetta er gert svo að það myndist op undir ermi sem er síðar saumað að lykkjum sem felldar voru af undir handveg á fram- og bakstykki. Þegar ermin mælist alls 50-50-49-50-47-46 cm (styttri ermi í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og innan við affellingarkantinn á ermi. Saumið hlið á opi á ermi að 4-4-4-7-7-7 lykkjum sem felldar voru af fyrir handveg hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið á fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu mitt ofan á annarri öxlinni með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) og hringprjón 4,5 og prjónið upp 88 til 100 lykkjur í kringum kant í hálsmáli meðtaldar lykkjur af þræði (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið), haldið svona áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Brjótið kantinn í hálsmáli niður þannig að hann liggi tvöfaldur og saumið kantinn niður þannig að það verði tvöfaldur kantur í hálsmáli. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wakethewindsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.