Lis Carlsen skrifaði:
Jeg mener der er en fejl i diagram A1. Hvis farverne skal svare til billedet, således at natur ligger øverst skal 1. Pind strikkes med natur og 2. Pind med blåbærtærte.
16.07.2020 - 11:03
Eugenia skrifaði:
Meine Tochter findet das Muster total schön. Könnten sie die Jacke auch für Kinder umrechnen? Ich mache sie gerade in einer ErwachsenenGröße und die Anleitung lässt sich gut umsetzen! Top
16.06.2020 - 23:26
Maria skrifaði:
Hallo, aus der Beschreibung ist nicht ersichtlich ob A2 in der Hohe gestrickt wird.
18.05.2020 - 09:58DROPS Design svaraði:
Liebe Maria, A.2 wird einmal in der Höhe gestrickt, nach A.2 stricken Sie eine Hin-Reihe mit Zunahmen gleichmäßig verteilt und dann stricken Sie im Vollpatent. Viel Spaß beim stricken!
18.05.2020 - 13:33
Sabine Giebe skrifaði:
Hallo! Bei A2 in der letzten Reihe muss es im Diagramm heißen "1 Masche rechts in Rück-Reihen".
01.04.2020 - 20:42
Anneli Eriksson skrifaði:
Hej! Jag har försökt skriva ut den här beskrivningen, men jag får inte med diagrammen och symbolerna. Jag får bara ut texten. Hur ska jag göra?
28.03.2020 - 19:26DROPS Design svaraði:
Hej Så konstigt att allt inte kommer med, kan det vara någon inställning på din skrivare som gör att allt inte kommer med? Kan du testa att endast markera diagrammet och skriva ut det annars kanske om det fungerar? Mvh DROPS Design
30.03.2020 - 13:33
Esther Mettler skrifaði:
Wunderschöne Jacke! Ich freue mich auf die Anleitung und kann es kaum erwarten los zu stricken!!
30.01.2020 - 13:44
Nature Awakes Jacket#natureawakesjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Alpaca og DROPS Delight. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni, röndum og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-6 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTLYKKJA GARÐAPRJÓN: Þar sem prjónaðar eru 2 umferðir frá réttu fylgt eftir 2 umferðum frá röngu, verður að prjóna garðaprjóns lykkjurnar þannig: * 1 slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu, slétt lykkja frá röngu *, prjónið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. A.2 er gatamynstur. A.1 og A.3 til A.8 er prjónað fram og til baka í klukkuprjóns mynstri með litnum natur og litnum bláberjapie. A.9 er prjónað í hring í klukkuprjóns mynstri með litnum natur og litnum bláberjapie. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 138 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 14 lykkjur) og deilið þeim 124 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 42) = 2,9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju, ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN: Randarmynstur er prjónað fram og til baka í klukkuprjóni eins og útskýrt er í A.1 og A.3 til A.8. Til ná fram tveggja lita áhrifunum, prjónið rendur til skiptis 1 umferð með lit 1 og 1 umferð með lit 2. * Prjónið 1 umferð frá réttu með lit 1, færið síðan til baka lykkjurnar á hringprjóninum, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. Prjónið síðan 1 umferð frá réttu með lit 2. Prjónið 1 umferð frá röngu með lit 1, færið síðan lykkjurnar til baka á hringprjóninum, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu og prjónið 1 umferð frá röngu með lit 2 *, prjónið frá *-* til loka. Opin rúða/stjarna og fyllt rúða/stjarna (utan við mynsturteikningu) sýnir ef umferðin sé prjónuð frá réttu eða frá röngu. Rúðan sýnir einnig í hvaða lit á að prjóna umferðina með. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju slétt og síðustu lykkjuna í garðaprjóni Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 7½-7½-8-7-7-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Kantur að framan og berustykki er prjónað hvort fyrir sig og er saumað saman í lokin. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki (meðtalinn kantur að framan) er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 132-138-144-147-156-159 lykkjur (meðtaldar 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með 1 lykkju garðaprjón. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 2 cm, prjónið frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið (= kantur að framan), prjónið sléttar lykkjur og aukið út 40-42-44-46-46-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 – þar til 7 lykkjur eru eftir, yfir kant að framan eru prjónaðar 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 lykkja garðaprjón = 172-180-188-193-202-211 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Haldið áfram með mynstur yfir kant að framan eins og áður og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 1-2-2-2-3-3 cm frá prjónamerki, prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið yfir kantlykkjur að framan eins og áður, setjið þær síðan á þráð (= 7 lykkjur), prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 7 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær og fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar. Prjónið 1 umferð frá réttu og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar = 160-168-176-181-190-199 lykkjur. Kantur að framan er prjónaður áfram þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, til að sauma síðan niður innan við 1 kantlykkju í lokin. Klippið frá litinn natur. Skiptið yfir í litinn kamel. Prjónið 3 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Prjónið 1 umferð frá réttu og aukið út 41-43-45-46-47-52 lykkjur jafnt yfir = 201-211-221-227-237-251 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju garðaprjón. Skiptið yfir í litinn natur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Klippið frá litinn natur. KLUKKUPRJÓNS MYNSTUR: Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið nú mynstur með litnum bláberjapie og litnum natur þannig (frá réttu, þ.e.a.s. færið lykkjurnar til baka á prjóninum þannig að prjónaðar séu 2 umferðir frá réttu á eftir hver annarri – TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN): Prjónið 1 KANTLYKKJA GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt), endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið A.1a á hæðina þar til stykkið mælist 7-8-9-9-10-10 cm frá prjónamerki (þ.e.a.s. ca 4-4-5-5-5-5 cm klukkuprjóns mynstur), stillið af að endað sé með 1 umferð frá röngu með litnum natur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og haldið áfram með litnum natur þannig: GATAMYNSTUR: Prjónið 2 umferðir slétt með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið (klukkuprjóns uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjum frá fyrstu umferð). Skiptið yfir í litinn kamel. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og aukið út 22-24-28-34-38-44 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 223-235-249-261-275-295 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.2 (= 2 lykkjur) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Skiptið yfir í litinn natur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út 52-56-58-62-64-76 lykkjur jafnt yfir = 275-291-307-323-339-371 lykkjur. Klippið frá litinn natur. KLUKKUPRJÓNS MYNSTUR: Skiptið yfir í litinn bláberjapie. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 1 kantlykju garðaprjón, A.3 þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. A.3 byrjar og endar með 1 lykkju slétt) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.4 (= 1 lykkja), A.5 (= 3 lykkjur), A.6 (= 9 lykkjur), * A.5 yfir 3 lykkjur, A.7 (= 1 lykkja), A.5 yfir 3 lykkjur, A.6 yfir 9 lykkjur *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir (= 16-17-18-19-20-22 sinnum á breidd), A.5 yfir 3 lykkjur, A.8 (= 1 lykkja) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið A.4 til A.8 þar til stykkið mælist ca 20-21-22-25-26-28 cm á hæðina, stillið af að endað sé með heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu með litnum bláberjapie og aukið út 47-67-70-80-88-92 lykkjur jafnt yfir (klukkuprjóns uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjum) = 322-358-377-403-427-463 lykkjur. Skiptið yfir í litinn natur. Prjónið 1 umferð frá réttu og aukið út 0-0-15-29-45-45 lykkjur jafnt yfir = 322-358-392-432-472-508 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-22-23-26-27-29 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar: Prjónið 47-53-56-62-69-76 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 68-74-84-92-98-102 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 lykkjur undir ermi, prjónið 92-104-112-124-138-152 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 68-74-84-92-98-102 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 lykkjur undir ermi og endið með 47-53-56-62-69-76 lykkjur (= framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-226-240-264-292-320 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu fækkið um 17-21-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir = 185-205-219-241-267-293 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. KLUKKUPRJÓNS MYNSTUR: Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið (þ.e.a.s. A.1 byrjar og endar með 1 lykkju slétt). Endurtakið A.1a á hæðina þar til klukkuprjóns mynstrið mælist ca 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3. AFGANGUR AF FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú stykkið til loka með litnum natur og sléttprjóni. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 17-21-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir (klukkuprjóns mynstrið er prjónað saman með lykkjum) = 202-226-240-264-292-320 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 51-57-60-66-73-80 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðum á fram- og bakstykki). Nú eru 100-112-120-132-146-160 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykki, þau eru notuð síðar þegar auka á út í hliðum. Í byrjun á 2 næstu umferðum er felld af 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki = 200-224-238-262-290-318 lykkjur. Prjónið nú kant að framan (þ.e.a.s. 7 lykkjurnar í hvorri hlið sem settar voru á 1 þráð) áfram þannig: HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður í litnum natur. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fitjið upp 1 kantlykkju í lok fyrstu umferðar frá röngu = 8 lykkjur. Kantlykkjan er prjónuð áfram í garðaprjóni. Prjónið mynstur eins og áður þar til kanturinn að framan mælist það sama og berustykki + fram- og bakstykki, stillið af eftir berustykki þannig að kanturinn að framan verði ekki of stífur eða of laus miðað við framstykki mitt að framan. Fellið af kantlykkju og setjið til baka lykkjur á prjóninn saman með fram- og bakstykki (= 7 lykkjur). VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið eins og hægri kantur að framan, en nú er fitjuð upp 1 kantlykkja í lok fyrstu umferðar frá réttu. AFGANGUR AF FRAM- OG BAKSTYKKI (meðtalinn kantur að framan): = 214-238-252-276-304-332 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir kant að framan og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 2 cm frá klukkuprjóns mynstri, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 8-6-7-7-7-8 sinnum = 246-262-280-304-332-364 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-29-30-29-30-30 cm frá skiptingu, aukið út 57-59-59-59-58-59 lykkjur jafnt yfir = 303-321-339-363-390-423 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 lykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! ERMI: Setjið 68-74-84-92-98-102 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8 lykkja undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið 2 næstu umferðir með natur. Í næstu umferð er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir = 68-74-84-92-98-102 lykkjur. Prjónið síðan mynstur þannig: KLUKKUPRJÓNS MYNSTUR: Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið nú áfram í mynstri með litnum bláberjapie og litnum natur þannig: Prjónið A.9 (= 2 lykkjur) hringinn yfir allar lykkjur. Í fyrstu 12 umferðum er slétta lykkjan prjónuð með litnum bláberjapie, í síðustu 4 umferðum skiptist þetta, þannig að slétta lykkjan er prjónuð í litnum natur – sjá prjónamerki í mynsturteikningu A.9. AFGANGUR AF ERMI: Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Ermin er núna prjónuð til loka með litnum natur. Prjónið sléttprjón hringinn (klukkuprjóns uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjum frá fyrstu umferð). Í fyrstu umferð er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-14-17-20-22-23 sinnum = 52-54-58-60-62-64 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-37-36-34-33-32 cm frá skiptingu, aukið út 11-12-11-12-10-11 lykkjur jafnt yfir = 63-66-69-72-72-75 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 4 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið kanta að framan við berustykkið og fyrstu cm á fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju með natur. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #natureawakesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.