Tanja skrifaði:
Kommer den som opskrift, den ser jo fantastisk ud og alle mine 4 piger på 19-31 år vil have sådanne en slipover.
27.01.2020 - 23:25
Sabrina skrifaði:
Semplicità' ed eleganza, un evergreen!
20.01.2020 - 15:46
Sissel skrifaði:
Aldeles nydelig, den ønsker jeg å strikke
19.01.2020 - 14:50
Sylvie skrifaði:
Beau, simple. J'en ferais dans plusieurs coloris.
18.01.2020 - 05:50
LILLIAN KARIN RHEA DE LA LAMA skrifaði:
Me encanta, simple y fresco
13.01.2020 - 23:00
Sigi skrifaði:
Freue mich schon auf die Anleitung!
08.01.2020 - 09:51
Irena skrifaði:
Dejligt og enkelt trøje!!!! Ønsker en opskrift.
07.01.2020 - 21:07
Anne skrifaði:
Endlich wieder Pullunder. Einfach und genau deshalb top.
25.12.2019 - 22:25
Anne-Britt skrifaði:
Lekker slipover håper mønster kommer ut🧶🧶🧶
23.12.2019 - 22:28
Lisa skrifaði:
Jättefin, snälla släpp mönster till denna!
20.12.2019 - 16:16
College Days#collegedaysvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover með hringlaga hálsmáli úr DROPS Air. Stærð S – XXXL.
DROPS 210-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 19,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 18. og 19. hverja lykkju og 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli og í handvegi í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 156-172-184-200-220-240 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist ca 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið sléttprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 148-164-176-192-212-232 lykkjur – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir næstu 74-82-88-96-106-116 lykkjum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum fyrir handveg. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 28-29-30-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir handveg, byrjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan fyrsta prjónamerki. Fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum), prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan næsta prjónamerki, fellið af næstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum) og prjónið út umferðina. Héðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig fram og til baka. FRAMSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 38-40-40-44-44-46 cm (nú eru eftir ca 10-10-12-12-14-14 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 25-27-28-29-30-32 lykkjur, fellið af næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur og prjónið síðustu 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – hægri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. HÆGRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af og klippið þráðinn frá. VINSTRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir vinstri öxl. Fellið af og klippið þráðinn frá. BAKSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 44-46-48-52-54-56 cm (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 18-20-21-22-23-25 lykkjur, fellið af næstu 26-26-28-28-30-30 lykkjur og prjónið síðustu 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – vinstri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. VINSTRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. HÆGRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá röngu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 76 til 92 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allt opið fyrir háls (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið frá réttu þar sem stykkið skiptist við handveg. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 84 til 124 lykkjur í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #collegedaysvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.