Camilla skrifaði:
Kan man bruge Drops Puna?
13.03.2020 - 10:27DROPS Design svaraði:
Hei Camilla. Nei, DROPS Puna tilhører garngruppe B, mens denne vesten er strikket DROPS Air som tilhører garngruppe C (Air er tykkere enn Puna). mvh DROPS design
16.03.2020 - 12:57
Lis skrifaði:
Mål fremgår af tegning nederst i opskrift på side 5
11.03.2020 - 12:16
Gertie Fruergaard skrifaði:
Hvor finder man brystmål til de angivne størrelser? Jeg synes ikke at de fremgår af opskriften
11.03.2020 - 07:34DROPS Design svaraði:
Hei Gertie. Ta en titt på målskissen nederst på oppskriften, der finner du alle mål til oppskriften. God Fornøyelse!
16.03.2020 - 08:24
Kirsten Vinther Schmidt Poulsen skrifaði:
At mange mennesker kalder det en vest - gør det ikke rigtigt. I kunne jo gå foran og skrive det rigtige. En vest er åben foran (som regel med knapper) en slipover er til, at trække over hovedet.
06.03.2020 - 21:11
Lotte Ebbesen skrifaði:
Hvis jeg strikker denne vest i brushed alpaka silk, skal jeg så bruge det samme antal nøgler garn, som er nævnt i opskriften , hvor der er anvendt drops air? Vh Lotte
06.03.2020 - 11:30DROPS Design svaraði:
Hej Lotte, Prøv vores garn omregner, skrive antal gram ind for Air som der står i opskriften ved din størrelse og se hvad der kommer frem i DROPS Brushed Alpaca Silk. God fornøjelse!
06.03.2020 - 15:29
Kirsten Vinther Schmidt Poulsen skrifaði:
Hvorfor kalder I det en "vest"? Når den korrekte betegnelse er "slipover"
06.03.2020 - 09:36DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten Vinther Schmidt Poulsen, rigtig mange mennesker kalder det også for en vest. Men vi lover at du finder den uanset om du søger på vest eller slipover. Rigtig god weekend :)
06.03.2020 - 15:39
Grethe skrifaði:
Hej Har lige set jeres opskrift på vesten med rund hals Kan i ikke finde noget garn uden uld i Det er den mail i lige har sendt ud i dag
05.03.2020 - 11:29DROPS Design svaraði:
Hej Grethe, Jo du kan bruge DROPS Paris, den tilhører også garngruppe C og kan strikkes på samme strikkefasthed. God fornøjelse!
05.03.2020 - 15:43
Tonna Bendtsen skrifaði:
Det er meget irriterende, at når man gemmer opskrift i PDF, så ligger billedet hen over teksten øverst.
24.02.2020 - 09:51
Anfelinos skrifaði:
Bitte schnell freigeben!!!!!
13.02.2020 - 10:27
Regina skrifaði:
Väntar på mönstret, vill sticka den nu.
12.02.2020 - 15:44
College Days#collegedaysvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover með hringlaga hálsmáli úr DROPS Air. Stærð S – XXXL.
DROPS 210-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 19,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 18. og 19. hverja lykkju og 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli og í handvegi í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 156-172-184-200-220-240 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist ca 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið sléttprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 148-164-176-192-212-232 lykkjur – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir næstu 74-82-88-96-106-116 lykkjum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum fyrir handveg. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 28-29-30-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir handveg, byrjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan fyrsta prjónamerki. Fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum), prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan næsta prjónamerki, fellið af næstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum) og prjónið út umferðina. Héðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig fram og til baka. FRAMSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 38-40-40-44-44-46 cm (nú eru eftir ca 10-10-12-12-14-14 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 25-27-28-29-30-32 lykkjur, fellið af næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur og prjónið síðustu 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – hægri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. HÆGRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af og klippið þráðinn frá. VINSTRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir vinstri öxl. Fellið af og klippið þráðinn frá. BAKSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 44-46-48-52-54-56 cm (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 18-20-21-22-23-25 lykkjur, fellið af næstu 26-26-28-28-30-30 lykkjur og prjónið síðustu 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – vinstri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. VINSTRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. HÆGRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá röngu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 76 til 92 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allt opið fyrir háls (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið frá réttu þar sem stykkið skiptist við handveg. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 84 til 124 lykkjur í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #collegedaysvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.