Catarina Lindgren skrifaði:
Hej! Jag har hittat ett mönster 210-8 och undrar om jag kan byta rätt frå Air till Alaska utan att justera mönster? Skickar ytterligare en fråga till er i separat meddelande ang annan modell . Tack för skyndsamt svar! Catarina
04.05.2020 - 14:01DROPS Design svaraði:
Hei Catarina. Ja, du kan bytte Air med Alaska. Begge kvalitetene tilhører garngruppe C, bare husk å sjekke at du får samme strikkefasthet som er oppgitt i oppskriften når du strikker med Alaska. God Fornøyelse!
04.05.2020 - 15:11
Margit skrifaði:
Er det garn der skal bruges mulesing frit?
03.05.2020 - 07:05DROPS Design svaraði:
Hei Margit. Ja, alle våre garn er mulesingfritt. mvh DROPS design
04.05.2020 - 11:58
SUSANNAH BINDING skrifaði:
DROPS Design: Pattern no ai-246 - CAN YOU TELL ME HOW MUCH WOOL `I WOULD NEED TO MAKE THIS IN A SIZE UK MEDIUM. (12) PLEASE ?
30.04.2020 - 21:16DROPS Design svaraði:
Dear Susannah, you will need 4 balls of DROPS Air yarn to knit this piece. Happy Knitting!
01.05.2020 - 00:06
Anne skrifaði:
I overcame my little obstacle with the pattern and have now finished a size small for my teenage daughter. It is a snug fit, just a little cropped exactly what it looks like in the picture. I would say that size S is size S - with my type of knitting at least. My daughter is thrilled and I have ordered more wool for my youngest daughter so she can have a tank top too. I would gladly recommend this pattern and tank top.
16.04.2020 - 18:20
Gunn Rønning skrifaði:
Det må være feil mål i oppskriften, eller? Bolen strikkes i et 28 cm, mens på målediagrammet står det 48 cm opp til ermhullet. Hva er riktig?
11.04.2020 - 14:53DROPS Design svaraði:
Hej 48 cm på målediagrammet är längden på hela västen, du ser att vid ermhullet står det 20 cm så upp till ermhullet är det 48-20= 28 cm. Mvh DROPS Design
16.04.2020 - 08:33
Marianne skrifaði:
Nu er jeg startet forfra for anden gang men hver gang er det som om strikketøjet snor sig. Hvordan sker det Retter det sig ? Jeg er nervøs for at ribben kommer til at sno sig hvis i forstår? Jeg er ikke klar over hvad jeg gør galt?
05.04.2020 - 22:50DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Usikker på hva du gjør slik at det vrir seg, men om du strikker vrangborden frem og tilbake i 3 cm og damper det lett når vesten er ferdig , så skal det bli bra. God Fornøyelse!
15.04.2020 - 13:14
Anne skrifaði:
Jeg er nået til det punkt i opskriften, hvor der står at forstykke og bagstykke strikkes hver for sig.\r\nHvad betyder det rent praktisk? Skal jeg have maskerne til fx bagstykke over på andre pinde? Eller kan man man strikke forstykke og bagstykke samtidigt på rundpindene? Måske et halvskørt spørgsmål, men har ikke strikket i mange år og kan ikke helt gennemskue opskriften. Håber nogle kan hjælpe. Tak:)
05.04.2020 - 19:06
Eva skrifaði:
Blot til info: meget bred model. Faktisk 2 str. for stor, trods passende strikkefasthed og måling efter målene på tegning.
02.04.2020 - 16:19
Ingegerd Skoog skrifaði:
Hej! jag undrar om jag har garn som är 19 x 27 varv stickor stl,4,5..men mitt projekt (210-28) är 17x22 varv vilken stl, bör jag då ta? Jag är en normal medium, bör jag gå upp till stl.40? hälsningar Ingegerd Skoog tack på förhand
28.03.2020 - 18:30DROPS Design svaraði:
Hej Ingegerd, du vill få svårt att få måtten enligt måttskissen om du inte följer stickfastheten i mönstret.... Du kan ju testa med en str L... men vi kan inte räkna om mönstret åt dig. Lycka till :)
16.04.2020 - 15:22
Hanne Elena Rørbech skrifaði:
Jeg har strikket denne vest i størrelse small. den bliver ikke som på billedet, men mere bred og stumpet,(28 cm underærmet ) så nu må jeg til at hylde op og strikke den længere....
14.03.2020 - 16:19
College Days#collegedaysvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover með hringlaga hálsmáli úr DROPS Air. Stærð S – XXXL.
DROPS 210-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 19,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 18. og 19. hverja lykkju og 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli og í handvegi í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 156-172-184-200-220-240 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist ca 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið sléttprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 148-164-176-192-212-232 lykkjur – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir næstu 74-82-88-96-106-116 lykkjum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum fyrir handveg. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 28-29-30-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir handveg, byrjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan fyrsta prjónamerki. Fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum), prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan næsta prjónamerki, fellið af næstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum) og prjónið út umferðina. Héðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig fram og til baka. FRAMSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 38-40-40-44-44-46 cm (nú eru eftir ca 10-10-12-12-14-14 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 25-27-28-29-30-32 lykkjur, fellið af næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur og prjónið síðustu 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – hægri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. HÆGRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af og klippið þráðinn frá. VINSTRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir vinstri öxl. Fellið af og klippið þráðinn frá. BAKSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 44-46-48-52-54-56 cm (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 18-20-21-22-23-25 lykkjur, fellið af næstu 26-26-28-28-30-30 lykkjur og prjónið síðustu 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – vinstri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. VINSTRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. HÆGRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá röngu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 76 til 92 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allt opið fyrir háls (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið frá réttu þar sem stykkið skiptist við handveg. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 84 til 124 lykkjur í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #collegedaysvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.