Benthe Larsen skrifaði:
Hvis jeg vil strikke denne opskrift i patent strik, skal jeg så bruge flere nøgler garn?
09.04.2020 - 16:11DROPS Design svaraði:
Hei Benthe. Det vil gå litt mer garn ved patentstrikk, men ettersom vi ikke har strikket den i patent har vi ikke en utregning på hvor mye. mvh DROPS design
15.04.2020 - 15:00
Chili skrifaði:
Hallo, Ich stricke mit diesem Pulkunder zum ersten Mal ein Kleidungsstück für Erwachsene, das heißt ich bin kein Spezialist in Sachen Strickanleitung. Jetzt entstand beim Stricken für mich folgende Frage: beim Rückenteil soll man ab 25-26... cm Länge an den Armausschnitten abketten. Beim Vorderteil soll man aber bereits ab 22-23... cm Länge abketten. Aber wie sollen denn die beiden Teile dann zusammen passen wenn sie unterschiedlich lang sind?
25.03.2020 - 22:10DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Chili,die Armlöcher werden beim Rücken- und Vorderteil gleich sein, beim Vorderteil werden Sie die Halsausschnitt zuerst stricken, dann die Armausschnitten wie beim Rückenteil stricken. Viel Spaß beim stricken!
26.03.2020 - 09:53
Helle Pedersen skrifaði:
Er det muligt, at strikke Vestens for- og bagstykke sammen og rundt på rundpinde og dermed undgå at strikke frem og tilbage og at strikke hvert stykke for sig?
15.03.2020 - 22:27DROPS Design svaraði:
Hei Helle. Vi har ingen mulighet til å skrive om oppskriften, men så lenge du passer på å følge all informasjon når du omgjør til å strikke rundt, skal det kunne gå greit. God Fornøyelse!
16.03.2020 - 15:15
Silke skrifaði:
Very nice basic garment - ready for either lively or unobtrusive combinations. Can't wait to do it!
04.02.2020 - 22:35
Lisa skrifaði:
Jättemordern! vill ha mönster!!
20.12.2019 - 16:17
Cécile skrifaði:
Si simple, classique et toujours élégant , je n'attends que les explications.... bravo !
14.12.2019 - 20:20
Minimalist#minimalistvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover með v-hálsmáli úr DROPS Flora. Stærð S - XXXL.
DROPS 210-35 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki og framstykki er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig neðan frá og upp. Síðan eru stykkin sett saman á öxlum og í hlið. Kantur í hálsmáli er prjónaður fram og til baka á hringprjón og kantur í handveg er prjónaður í hring á stuttan hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 104-116-128-140-158-176 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 2,5 með Flora. Prjónið stroff með 3 lykkjum slétt, 3 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á prjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu jafnframt er fækkað um 12-16-18-18-22-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-110-122-136-150 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið með 7-5-5-6-6-6 cm millibili alls 3-4-4-4-4-4 sinnum = 98-108-118-130-144-158 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm. Prjónið áfram og fellið af lykkjur fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-4-6-8 sinnum og 1 lykkja 2-3-3-2-2-3 sinnum = 84-88-94-98-104-108 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið yfir fyrstu 25-27-29-31-33-34 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 34-34-36-36-38-40 lykkjur og prjónið yfir síðustu 25-27-29-31-33-34 lykkjur. Prjónið síðan axlir hvora fyrir sig, byrjið með vinstri öxl frá röngu. VINSTRI ÖXL: = 25-27-29-31-33-34 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið af 1 lykkju við hálsmál í næstu umferð frá réttu = 24-26-28-30-32-33 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu og klippið frá. Nú á að prjóna hægri öxl með byrjun frá réttu. HÆGRI ÖXL: = 25-27-29-31-33-34 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið af 1 lykkju við hálsmál í næstu umferð frá röngu = 24-26-28-30-32-33 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu og klippið frá. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 104-116-128-140-158-176 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 2,5 með Flora. Prjónið stroff með 3 lykkjum slétt, 3 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á prjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu jafnframt er fækkað um 12-16-18-18-22-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-110-122-136-150 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið með 7-5-5-6-6-6 cm millibili alls 3-4-4-4-4-4 sinnum = 98-108-118-130-144-158 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fellið nú af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli, í nokkrum stærðum byrjar úrtaka fyrir v- hálsmáli áður en affellingin fyrir handveg er lokið. Setjið eitt prjónamerki mitt í stykkið, þannig að það séu jafnmargar lykkjur í hvorri hlið (= 48-54-59-65-72-79 lykkjur í hvorri hlið). Látið þetta prjónamerki fylgja með í stykkinu. Úrtaka fyrir v-hálsmáli byrjar þegar stykkið mælist 28-30-31-33-34-35 cm og er gerð þannig: Byrjið frá réttu (= vinstri öxl), prjónið sléttprjón fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Setið þær lykkjur sem eftir eru á þráð án þess að prjóna þær (= hægri öxl). Hægri öxl er nú prjónuð héðan. VINSTRI ÖXL: Prjónið sléttprjón, haldið áfram að fella af fyrir handveg eins og á bakstykki og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við hálsmál í hverri umferð frá réttu. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni við hálsmál og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í hverri umferð frá réttu þar til eftir eru alls 24-26-28-30-32-33 lykkjur. Þegar úrtöku er lokið er prjónað áfram eins og áður þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. HÆGRI ÖXL: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn. Byrjið frá réttu við prjónamerki: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna (= 1 lykkja færri) og prjónið sléttprjón út umferðina. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni við hálsmál, haldið áfram að fella af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í hverri umferð frá réttu þar til eftir eru alls 24-26-28-30-32-33 lykkjur. Þegar úrtöku er lokið er prjónað áfram eins og áður þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp lykkjur innan við 1 lykkju meðfram kanti í hálsmáli. Notið hringprjón 2,5. Byrjið frá réttu mitt framan í skiptingunni fyrir v-hálsmáli og prjónið upp 128-132-136-140-148-152 lykkjur (verður að vera deilanlegt með 4). Kantur í hálsmáli er prjónaður fram og til baka, byrjið að prjóna 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju garðaprjón. Prjónið þar til stroffið mælist ca 2½ cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri hluta af kanti í hálsmáli mitt framan yfir vinstri hluta, þannig að stykkin skarist. Saumið fallega niður í ystu kantlykkjuna við hálsmál. Endurtakið alveg eins að innanverðu, þannig að vinstra stykkið er saumað við hægra innan á stykkinu. ATH: Ekki á að sauma í affellingarkantinn. KANTUR Í HANDVEGI: Prjónið upp lykkjur innan við 1 lykkju meðfram handveg, notið stuttan hringprjón 2,5. Byrjið frá réttu við hliðarsaum og prjónið upp 108 til 148 lykkjur (verður að vera deilanlegt með 4). Kantur í handvegi er prjónaður í hring. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff með 2 lykkjum slétt, 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist ca 2½ cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kant í handvegi á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #minimalistvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.