Carolina Remmling skrifaði:
Hi all, I’m struggling a little, when am I supposed to start the A.1C diagram? Should I stitch the A.1b until I finish the A.2B and the A.3B and then go for A.1C?
12.10.2024 - 20:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Remmling, when a.1b is done (just 1 row) repeat the 4 rows framed for A.1c - at the same time continue the other diagrams as shown. Happy knitting!
14.10.2024 - 09:59
Monika skrifaði:
Hoe brei ik de bobbel in dit patroon? Ik maak in de opgehaalde steek in totaal 7 steken. Ik brei in tricosteek 5 nld is dit goed? Mijn bobbel wordt echt rond en op het patroon lijken ze langwerpig.
23.09.2024 - 09:36DROPS Design svaraði:
Dag Monika,
Het is de bedoeling dat je de naald in de steek steekt die 6 naalden verder naar beneden zit. Dan sla je de draad om de naald aan de achterkant van het werk en haal je de draad aan de voorkant op en deze zetje op de linker naald. Dit herhaal je steeds met omslagen ertussen. Dus wat tussen de sterretjes staat bij de symboolverklaring herhaal je steeds.
25.09.2024 - 08:28
Firideh skrifaði:
Har et spørsmål angående bærestykke, Strikkes diagram A1b, A1a, A1c, A3a og A2a kun én gang i høyde? Eller skal man fortsette til mønsteret er ferdig/ når A2b og A3b er ferdig? Jeg fortsett med de det blir ikke samme som er på bilde.
06.10.2023 - 17:27DROPS Design svaraði:
Hei Firideh, På bærestykket skal du strikke A.1b over A.1a (så A.1a er ferdig), og likedan med A.2b og A.3b over A.2a og A.3a. Dvs, på bærestykket strikker du A.1b. A.2b og A.3b. Når A.1b er ferdig i høyden (etter 1 gang), er disse maskene strikket i A.1c videre oppover. Du fortsetter med A.2b og A.3b til de er ferdige. God fornøyelse!
09.10.2023 - 06:51
Julie skrifaði:
The last sentence for Neck, Row 2 states, "Continue this pattern." Does this mean to repeat Rows 1 & 2? Thank you.
09.03.2023 - 19:18DROPS Design svaraði:
Hi Julie, No, this means to continue the diagrams onwards. Happy knitting!
10.03.2023 - 07:01
Mona skrifaði:
Hvor i allverden foregår økningen på bærestykket? Det blir jo ikke flere masker ved å strikke mønstret. Vanskelig å få hjelp i butikk i disse corona tider. Vennlig hilsen Mona.
07.01.2021 - 08:43DROPS Design svaraði:
Hej Mona, jo du øker på bærestykket ifølge diagrammet. God fornøjelse!
07.01.2021 - 16:05
Birgitte Meiling Andrup skrifaði:
I don’t find any explanation in the pattern for when to switch from reverse stockinette (on the yoke +?) to stockinette. Is that done from the point where increases on body and decreases on sleeves begin?? I don’t find it in the sweater version either.... Looking forward to an answer, thanks!
25.05.2020 - 00:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Meiling Andrup, you are working reversed stocking stitch on yoke after diagram have been worked (= knit from the wrong side and purl from the right side and then work in stocking stitch on body (and sleeve) after division. Happy knitting!
25.05.2020 - 10:30
Pétronille skrifaði:
Bonjour, n y-a-t-il pas une erreur de mesure pour les manches ? D après les explications les manches en S sont plus longues que les L ou XL! Et les intervalles de diminutions pour la taille L me paraît bizarre. Merci !
23.05.2020 - 10:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Pétronille, c'est tout à fait exact, l'empiècement est plus long dans les grandes tailles, les manches seront donc plus courtes et donc l'empiècement étant plus court dans les petites tailles, les manches sont plus longues - vous pouvez ajustez si besoin à vos mesures en vérifiant les mesures du schéma et les comparant à un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme. Bon tricot!
25.05.2020 - 08:28
Maribel skrifaði:
Por favor dígame si en el diagrama las hileras son solo de ida, o de ida y vuelta. gracias por su pronta respuesta.
01.04.2020 - 23:04DROPS Design svaraði:
Hola Mirabel, los diagramas muestran todas las hileras del patrón vistas por el lado derecho. Buen trabajo!
04.11.2020 - 17:48
Amel Meziani skrifaði:
Chic and lovely bobbles
06.02.2020 - 22:00
Antonella skrifaði:
C\'e\' un video che mostra come fare le noccioline per il September Story?
04.02.2020 - 08:58DROPS Design svaraði:
Buongiorno Antonella. Purtroppo al momento non è disponibile. Può contattare il suo rivenditore Drops di fiducia per un'assistenza personalizzata. Buon lavoro!
17.02.2020 - 14:49
September Story#septemberstorycardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með kúlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-26 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu hnappagötum með ca 8½-8½-8-8-7-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-87-87-95-95-103 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4,5 með Air. UMFERÐ 1 (= frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 69-77-77-85-85-93 lykkjur brugðið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1a (= 1 lykkja), * A.2a (= 3 lykkjur), A.3a (= 5 lykkjur) *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir (= 8-9-9-10-10-11 sinnum á breidd), A.2a yfir 3 lykkjur, A.1a yfir 1 lykkju og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur. Fellið af fyrir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 3-3-3-3-4-4 cm, stillið af þannig að næsta umferð sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Prjónið A.1b yfir A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni til loka. Þegar A.1b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er endurtekið A.1c. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2b og A.3b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 235-261-281-309-329-359 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur frá röngu og brugðnar lykkjur frá réttu með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20-22-23-25-26-28 cm frá prjónamerki. Berustykkið er nú skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 37-42-44-48-51-57 sléttar lykkjur, setjið næstu 48-52-58-64-68-70 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 65-73-77-85-91-105 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 48-52-58-64-68-70 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 37-42-44-48-51-57 lykkjur sem eftir eru slétt. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 151-169-177-193-205-231 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 40-45-47-51-54-60 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðar á fram- og bakstykki). Nú eru 71-79-83-91-97-111 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4 cm millibili alls 6-4-5-5-5-5 sinnum = 175-185-197-213-225-251 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-29-30-30-30-30 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 48-52-58-64-68-70 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 lykkja undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttar lykkjur hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-3-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 5-7-9-11-12-12 sinnum = 44-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 32-30-30-28-27-25 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 7 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 7 cm. Ermin mælist ca 39-37-37-35-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #septemberstorycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.