Karen Dainter skrifaði:
The filled in square is meant to be worked from the wrong side but I’m in the right side. What do I do?
23.02.2025 - 15:07DROPS Design svaraði:
Dear Karen, the filled in square is only worked on wrong side rows: you can check that this symbol is only worked on even rows: row 2, row 4, row 6, e.t.c. in the charts. Since you start working the charts on a right side row (as indicated at the end of the neck) the even rows of the charts will be worked always on the wrong side. Happy knitting!
23.02.2025 - 23:26
Karen Dainter skrifaði:
You have just stated the second row of neck. I’ve already done this. I’m on the first row of the yoke now and the issue is as stated below. Please help Thanks
23.02.2025 - 14:27DROPS Design svaraði:
Dear Karen, if you had 87 stitches at the neck you would have 87 stitches now as well. In the first row of the yoke you work A.1b over A.1a (both are only 1 stitch), A.2b over A.2a (so a 3 stitch pattern over a 3 stitch pattern) and A.3b over A.3a (so a 5-stitch pattern over a 5-stitch pattern). The number of stitches doesn't change between the end of the neck and the yoke; the increases start from this round onwards. Happy knitting!
23.02.2025 - 23:25
Karen skrifaði:
Hi 87 stitches. Just started yoke. There is one more stitch than the instructions. I have 87 as stated but the instructions actually require one less 86. Please help
12.02.2025 - 15:15
Karen Dainter skrifaði:
Hi 87 stitches. Just started yoke. There is one more stitch than the instructions. I have 87 as stated but the instructions actually require one less 86. Please help
12.02.2025 - 15:14DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dainter, work the 87 sts as follows: 5 sts garter stitch, A.1a (= 1 st), then work *A.2a (= 3 sts), A.3a (= 5 sts) a total of 9 times (= 8 sts x 9 )=72 sts, then work A.2a (3 sts), A.1a (1 st) and 5 sts in garter stitch = 5+1+72+3+1+5=87 sts. Happy knitting!
12.02.2025 - 16:18
Karen skrifaði:
Both really. I’m from the UK and our instructions are very different. I’m starting the cardigan September story and am not getting very far even though I’ve knitted all my life. When you say continue this pattern after the first two rows am I to think I just repeat the second row? If I included the first row it wouldn’t look like a rib. I can see that this will take me some time. Help
06.02.2025 - 20:40DROPS Design svaraði:
Dear Karen, after you have worked Row 2 with first row diagrams A.1a to A.3a continue like this means read the digrams from the left towards the right from WS: 5 front band sts in gartrer st, A.1a, A.2a, repeat (A.3a, A.2a) and finish with A.1a and 5 sts garter stitch - reading diagrams from the left towards the right from WS. Happy knitting!
07.02.2025 - 15:39
Fiona skrifaði:
Grid A2b & A3b 1 box with 0 on the line of next stitch but there is no instruction for this. The last instruction on diagram says between 2 stitches make 1 yarn over but no matching symbol on grid A2b or A3b. What do these symbols mean, please. Thank you
19.11.2024 - 18:42DROPS Design svaraði:
Dear Fiona, the 0 is matching the last symbol => yarn over to increase the number of stitches in each repeat, so that you can see on next row there is one extra stitch on the same side of middle stitch as you made this yarn over. Happy knitting!
20.11.2024 - 07:47
Fiona skrifaði:
Grid A2b & A3b 1 box with 0 on the line of next stitch but there is no instruction for this. The last instruction on diagram says between 2 stitches make 1 yarn over but no matching symbol on A2b or A3b. Thank you
18.11.2024 - 12:01DROPS Design svaraði:
Dear Fiona, the 0 = between 2 stitches make 1 yarn over; yarn over is worked twisted on next row to avoid a hole. It's the same oval; when the 0 is not worked twisted then it's drawn as a black-filled 0 (which is not used in these charts). So you make 1 yarn over between the symbol of the square to the right and the symbol of the square to the left of the 0 (or inversed when you work from the wrong side: first the left square and then the right square). Happy knitting!
24.11.2024 - 18:18
Fiona skrifaði:
I am following Medium pattern Thank you
17.11.2024 - 21:15
Fiona skrifaði:
For row 3 "continue this pattern? what exactly do you mean ? what pattern? If you mean the grids what grid. Thank you
17.11.2024 - 21:11DROPS Design svaraði:
Dear Fiona, it means that you work as established in row 2, with the garter stitches on each side and the charts. Work garter stitch over garter stitch, row 2 of A.1a over row 1 of A.1a, row 2 of A.2a over row 1 of A.2a and row 2 of A.3a over row 2 of A.3a. Happy knitting!
18.11.2024 - 00:15
Fiona skrifaði:
Could you explain these instructions please ,Work A.1b over A.1a, A.2b over A.2a and A.3b over A.3a. Thank you
09.11.2024 - 19:16DROPS Design svaraði:
Dear Fiona, it means that, over the stitches that were worked according to chart A.1a you will now work A.1b; the stitches worked according to chart A.2a will now be worked according to chart A.2b and the stitches worked according to chart A.3a will now be worked according to chart A.3b. Happy knitting!
10.11.2024 - 19:59
September Story#septemberstorycardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með kúlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-26 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu hnappagötum með ca 8½-8½-8-8-7-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-87-87-95-95-103 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4,5 með Air. UMFERÐ 1 (= frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 69-77-77-85-85-93 lykkjur brugðið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1a (= 1 lykkja), * A.2a (= 3 lykkjur), A.3a (= 5 lykkjur) *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir (= 8-9-9-10-10-11 sinnum á breidd), A.2a yfir 3 lykkjur, A.1a yfir 1 lykkju og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur. Fellið af fyrir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 3-3-3-3-4-4 cm, stillið af þannig að næsta umferð sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Prjónið A.1b yfir A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni til loka. Þegar A.1b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er endurtekið A.1c. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2b og A.3b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 235-261-281-309-329-359 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur frá röngu og brugðnar lykkjur frá réttu með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20-22-23-25-26-28 cm frá prjónamerki. Berustykkið er nú skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 37-42-44-48-51-57 sléttar lykkjur, setjið næstu 48-52-58-64-68-70 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 65-73-77-85-91-105 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 48-52-58-64-68-70 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 37-42-44-48-51-57 lykkjur sem eftir eru slétt. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 151-169-177-193-205-231 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 40-45-47-51-54-60 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðar á fram- og bakstykki). Nú eru 71-79-83-91-97-111 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4 cm millibili alls 6-4-5-5-5-5 sinnum = 175-185-197-213-225-251 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-29-30-30-30-30 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 48-52-58-64-68-70 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 lykkja undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttar lykkjur hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-3-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 5-7-9-11-12-12 sinnum = 44-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 32-30-30-28-27-25 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 7 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 7 cm. Ermin mælist ca 39-37-37-35-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #septemberstorycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.