Jayne Rutledge skrifaði:
Where do I find the mesurments for the sizes.? I can't fid the size chart.
26.04.2021 - 18:36DROPS Design svaraði:
Dear Jayne, there is no one general size chart, but you can see the measurements of the finished piece at each pattern on the schematic drawing. Happy Knitting!
26.04.2021 - 19:40
Laurel Bennett skrifaði:
Sorry, I should have been a little bit more clear with my question. I understand slipping the stitches onto holders, it’s the part after that for working the collar, which in the diagram shows a slant. The person who commented directly below my first comment had the same question but I’m unclear with your answer.
09.11.2020 - 19:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bennett, sorry for misunderstanding, the slant edge of the collar on the chart will be worked with the short rows over the 26 remaining sts for collar - starting from RS (right front piece), you will work 23 sts only (leave the remaining sts unworked), turn and work these 23 sts. Turn and work now 2 rows over all the 26 sts = you have now worked 4 rows over the first 23 sts and 2 rows only over the 3 sts towards shoulder. Repeat these 4 rows will shape this slant edge for shawl collar. Hope it's now more clear for you. Happy knitting!
10.11.2020 - 09:06
Laurel Bennett skrifaði:
I’m confused on the Part after placing all the stitches on holders. I follow what the pattern says but I don’t get how to get the slant that is shown in the assembly diagram. I also followed your instructions you gave to someone who asked the same question in October but I still don’t get how to get the slant? Am I doing something wrong?
08.11.2020 - 07:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bennet, you will get the slant shoulders by slipping the stitches on a stitch holder while working the remaining stitch, eg on back piece, 1st size work: row 1: work the first 10 sts, slip them on a thread, work row to the end, turn and work the first 10 sts, slip them on a thread, work row to the end. Repeat these 2 rows one more time, then same but slipping this time the first 11 sts on each side on a thread. You have worked more rows over the stitches on the middle (neck) and less over the stitches on each side (on the thread). This gives you a slanted edge - work then SHOULDERS = all sts. Hope this helps. Happy knitting!
09.11.2020 - 10:46
Kerry skrifaði:
I don't understand the part of the pattern on the right front that says 'row 1 (right side) work as before over the the first 23- etc stitches... ' but there are still 26- etc stitches left on the needle. Do the remaining three stitches go on the stitch holder?
25.10.2020 - 15:52DROPS Design svaraði:
Dear Kerry, you are here working short rows, this means you work the first row from the wrong side over the first 23 sts only (leaving the last 3 sts unworked), turn and work row 2 from the right side as before, turn and work all stitches from the wrong side as before, turn and work all stitches from the right side as before = you worked 4 rows over the first 23 stitches and 2 rows over the lasts 3 sts. Continue repeating these 4 rows until collar measures 9 cm. Happy knitting!
26.10.2020 - 08:38
Sylvie skrifaði:
Merci mais je bloque encore pour autre chose, je pense que je vais simplifier le modèle qui est trop compliqué pour mon petit cerveau ! pouvez vous m'aider justement si je souhaite uniquement faire sur les devants droit et gauche la torsade comme sur le dessin, une torsade milieu manche et une milieu dos ? et le reste en point ordinaire ??? qu'en pensez vous ??? mais pour cela dois je effectuer beaucoup de changement niveau nombre de points.... encore merci et navrée de vous importuner !!!
14.10.2020 - 11:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, je suis désolée, nous ne sommes pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande, n'hésitez pas à vous adresser à votre magasin si vous souhaitez modifier le modèle/les torsades, ils pourront probablement vous aider, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
14.10.2020 - 12:57
Sylvie skrifaði:
Bonsoir et merci pour votre réponse qui m’a bien éclairé. Mais me voilà encore bloqué au rang suivant sur l’envers je commence 3 m envers mais du coup mes mailles ne correspondent plus aux mailles de l’endroit est ce normal ?
12.10.2020 - 19:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, sur l'endroit du devant droit, le rang se termine par 3 m env, 1 m end, 1 m point mousse, sur l'envers, vous commencez alors par 1 m point mousse et tricotez ensuite les mailles comme elles se présentent: 1 m env, 3 m end etc;.. et terminez par les 3 m du Icord; Bon tricot!
13.10.2020 - 11:23
Sylvie skrifaði:
Bonsoir A peine entrepris l’ouvrage que je doute déjà sur ma capacité de compréhension. Quand vous dites monter 79 m y compris.... veut dire 79 + 26 ou les 26 m font parties des 79 m ??? Merci pour votre aide
10.10.2020 - 22:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, les 26 mailles de bordure devant sont comprises dans les 79 mailles à monter, vous n'avez pas besoin de les monter en plus, vous tricotez ensuite: i-cod sur 3 mailles, A.2 = 28 m, A.3 = 31 m, 15 mailles en côtes 2 m end/3 m env, 1 m end, 1 m lis = 3+28+31+15+1+1=79 m. Bon tricot!
12.10.2020 - 08:06
Sonia Graff skrifaði:
Dans l'explication du dos du gilet vous avez ecrit au début deux fois le meme texte : tricoter le dernier rang de A3 A2 et A1ainsi sur envers , une maille lis,21m en jersey,en diminuant 3 m à intervalle régulier au dessus des 21 mailles,voir dim.tricoter le dernier rang de A3 A2 et A1 en jersey en diminuant à interv. régulier au dessus des 21 m et terminer par 1m.lis.mousse. est -ce correct ?
10.09.2020 - 12:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Graff, lorsque vous tricotez le dernier rang des diagrammes sur l'envers, vous avez 21 mailles en côtes entre la maille lisière au point mousse et 1.3/A.1, ces 21 mailles vont être maintenant tricotées en jersey (= à l'envers sur l'envers) en diminuant 3 mailles à intervalles réguliers (= 21-3= on aura ainsi 18 mailles jersey de part et d'autre des diagrammes), et, au milieu dos. vous tricotez le dernier rang des diagrammes . Bon tricot!
10.09.2020 - 13:46
Celeste skrifaði:
Me encantan, las prendas y las instrucciones. Me gustaría que los vídeos se relacionen con la prenda. Muchas gracias.
17.08.2020 - 02:53
Hannele skrifaði:
Hei Miten teen huivikauluksen Winter gardinal villatakkiin ??
14.05.2020 - 11:04DROPS Design svaraði:
Huivikauluksen ohje löytyy etukappaleen ohjeen lopusta.
17.11.2020 - 16:46
Winter Cardinal Cardigan#wintercardinalcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð síð peysa úr DROPS Nepal og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með köðlum, háum kraga og belti. Stærð XS - XXXL.
DROPS 205-24 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. I-CORD-KANTUR HÆGRA FRAMSTYKKI (á við um kant yst meðfram miðju að framan): Byrjið frá réttu, * lyftið yfir 3 fyrstu lykkjum í umferð á hægri prjón án þess að prjóna lykkjurnar (lyftið þeim 1 og 1 með þráðinn á bakhlið á stykki), herðið aðeins á þræðinum og prjónið mynstur og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru eins og útskýrt er í mynstri, snúið stykkinu, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni við miðju að framan, prjónið þessar lykkjur brugðið, snúið stykkinu *, prjónið frá *-* að óskuðu máli. ATH: Þú verður að prjóna nokkra cm og draga aðeins í kantinn áður en þú sérð bestu útkomuna. I-CORD-KANTUR VINSTRA FRAMSTYKKI (á við um kant yst meðfram miðju að framan): Byrjið frá réttu, * prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð við miðju að framan, lyftið yfir 3 síðustu lykkjurnar í umferð á hægri prjón án þess að prjóna lykkjurnar (lyftið þeim 1 og 1 með þráðinn á bakhlið á stykki), herðið aðeins á þræðinum og prjónið 3 fyrstu lykkjurnar brugðið, síðan er prjónað mynstur og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru eins og útskýrt er í mynstri, snúið stykkinu, prjónið frá *-* að óskuðu máli. ATH: Þú verður að prjóna nokkra cm og draga aðeins í kantinn áður en þú sérð bestu útkomuna. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Öll úrtaka er gerð frá röngu áður en kaðlarnir byrja. Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 16 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 5,3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju brugðið saman. ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 34 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 4,25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. SNÚRA: Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, * færið allar lykkjur til yfir á hægri prjón án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Það eru kaðlar bæði á framstykki og bakstykki. Á framstykkjum er ystu 26-26-26-28-28-28 lykkjurnar við miðju að framan taldar sem kantur að framan sem skarast yfir hvern annan. Stykkið er saumað saman á öxlum. Prjónaðar eru upp lykkjur meðfram handveg og ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður þar til ermakúpan hefur verið gerð til loka, síðan eru ermarnar prjónaðar í hring til loka. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður einungis til að geta stillt lengdina af að óskuðu máli. Að lokum eru erma- og hliðarsaumar saumaðir og kraginn er saumaður við hálsmál aftan í hnakka. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 79-79-84-90-90-95 lykkjur (meðtaldar 26-26-26-28-28-28 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkja í hlið) á hringprjón 5 með 1 þræði Nepal + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (= þ.e.a.s. frá miðju að framan): Prjónið I-CORD-KANTUR HÆGRA FRAMSTYKKI yfir fyrstu 3 lykkjur – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.2 (= 28-28-28-30-30-30 lykkjur), prjónið A.3 (= 31-31-31-35-35-35 lykkjur), prjónið * 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið *-* yfir næstu 15-15-20-20-20-25 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff, en síðasta umferð í A.3 og A.2 er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 16-16-21-21-21-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-4-1-2 lykkjur jafnt yfir þessar 16-16-21-21-21-26 lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, prjónið síðustu umferð í A.3 og A.2 og endið með i-cord-kanti yfir 3 síðustu lykkjur við miðju að framan. Stykkið mælist ca 6 cm frá uppfitjunarkanti og það eru 66-68-71-76-79-83 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 6. Nú byrja kaðlarnir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Haldið áfram með i-cord-kant yfir 3 fyrstu lykkjurnar mitt að framan, prjónið A.5 (= 23-23-23-25-25-25 lykkjur), prjónið A.6 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur), prjónið 13-15-18-17-20-24 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af 5-5-7-8-8-9 lykkjur fyrir handveg í byrjun á umferð frá hlið = 61-63-64-68-71-74 lykkjur eftir. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg þar til stykkið mælist 68-71-74-77-80-83 cm. Í næstu umferð frá réttu, prjónið lykkjurnar í ysta kaðli að hlið slétt saman 2 og 2 (= 4 lykkjur færri) = 57-59-60-64-67-70 lykkjur eftir í umferð. Setjið síðan lykkjur á þráð fyrir öxl eins og útskýrt er að neðan. Byrjið í hlið í handveg og setjið lykkjur á þráð í hverri umferð frá handveg þannig (til að sleppa við að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn): Setjið 10-11-11-12-13-14 lykkjur á þráð 2 sinnum og 11-11-12-12-13-14 lykkjur á þráð 1 sinni = 26-26-26-28-28-28 lykkjur eftir á prjóni fyrir kraga, prjónið út umferðina eins og áður. Prjónið síðan fram og til baka yfir þessar 26-26-26-28-28-28 lykkjur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið eins og áður yfir fyrstu 23-23-23-24-24-24 lykkjurnar, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið eins og áður út umferðina, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið eins og áður út umferðina, snúið stykkinu og herðið á þræði. Endurtakið umferð 1-4 þar til kraginn mælist ca 9-9-9-10-10-10 cm innst þar sem stykkið er styst. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 79-79-84-90-90-95 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 26-26-26-28-28-28 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjón 5 með 1 þræði Nepal + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá hlið): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið *-* yfir næstu 15-15-20-20-20-25 lykkjur, prjónið A.1 (= 31-31-31-35-35-35 lykkjur, prjónið A.2 (= 28-28-28-30-30-30 lykkjur) og endið með I-CORD-KANTUR VINSTRA FRAMSTYKKI yfir síðustu 3 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff, en síðasta umferð í A.2 og A.1 er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið I-cord-kantur yfir 3 fyrstu lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 og A.1, prjónið 16-16-21-21-21-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-4-1-2 lykkjur jafnt yfir þessar 16-16-21-21-21-26 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Stykkið mælist ca 6 cm frá uppfitjunarkanti og það eru 66-68-71-76-79-83 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 6. Nú byrja kaðlarnir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 13-15-18-17-20-24 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur, prjónið A.5 (= 23-23-23-25-25-25 lykkjur) og endið með i-cord-kantur yfir síðustu 3 lykkjur mitt að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af 5-5-7-8-8-9 lykkjur fyrir handveg í byrjun á umferð frá hlið = 61-63-64-68-71-74 lykkjur. Haldið áfram mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg þar til stykkið mælist 68-71-74-77-80-83 cm. Í næstu umferð frá réttu, prjónið lykkjurnar í ysta kaðli að hlið slétt saman 2 og 2 (= 4 lykkjur færri) = 57-59-60-64-67-70 lykkjur eftir í umferð. Setjið síðan lykkjur á þráð fyrir öxl eins og útskýrt er að neðan. Byrjið í hlið við handveg og setjið lykkjur á þráð í hverri umferð frá handveg þannig (til að sleppa við að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjur áður en þær eru settar á þráðinn): Setjið 10-11-11-12-13-14 lykkjur á þráð 2 sinnum og 11-11-12-12-13-14 lykkjur á þráð 1 sinni = 26-26-26-28-28-28 lykkjur eftir á prjóni fyrir kraga, prjónið út umferðina eins og áður. Prjónið síðan fram og til baka yfir þessar 26-26-26-28-28-28 lykkjur þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið eins og áður yfir fyrstu 23-23-23-24-24-24 lykkjurnar, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið eins og áður út umferðina, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið eins og áður út umferðina, snúið stykkinu og herðið á þræði. Endurtakið umferð 1-4 þar til kraginn mælist ca 9-9-9-10-10-10 cm innst þar sem stykkið er styst, en endið eftir umferð frá röngu. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. BAKSTYKKI: Fitjið upp 124-124-134-144-144-154 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5 með 1 þræði Nepal + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN - sjá útskýringu að ofan, 1 lykkja slétt, * 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið *-* yfir næstu 15-15-20-20-20-25 lykkjur, prjónið A.1 (= 31-31-31-35-35-35 lykkjur), prjónið A.2 (= 28-28-28-30-30-30 lykkjur), prjónið A.3 (= 31-31-31-35-35-35 lykkjur), * 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið *-* yfir næstu 15-15-20-20-20-25 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff, en síðasta umferð í A.3, A.2 og A.1 er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 16-16-21-21-21-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt 3-1-3-4-1-2 lykkjur jafnt yfir þessar 16-16-21-21-21-26 lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, prjónið síðustu umferð í A.3, A.2 og A.1, prjónið 16-16-21-21-21-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt 3-1-3-4-1-2 lykkjur jafnt yfir þessar 16-16-21-21-21-26 lykkjur og endið með1 kantlykkju í garðaprjóni. Stykkið mælist nú ca 6 cm frá uppfitjunarkanti og það eru 103-107-113-121-127-135 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 6. Nú byrja kaðlarnir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 13-15-18-17-20-24 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur), prjónið A.5 (= 23-23-23-25-25-25 lykkjur), prjónið A.6 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur), prjónið 13-15-18-17-20-24 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af 5-5-5-7-8-8-9 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 93-97-99-105-111-117 lykkjur eftir. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 68-71-74-77-80-83 cm. Í næstu umferð frá réttu, prjónið lykkjur í ysta kaðli í hvorri hlið slétt saman 2 og 2 (= 8 lykkjur færri í umferð) = 85-89-91-97-103-109 lykkjur eftir í umferð. Setjið nú lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og öxl í hvorri hlið og samtímis er fellt af fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. Byrjið við handveg og setjið lykkjur á þráð í hverri umferð frá handveg í hvorri hlið þannig (til að þurfa ekki að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjur áður en þær eru settar á þráðinn): Setjið 10-11-11-12-13-14 lykkjur á þráð 2 sinnum í hvorri hlið og 11-11-12-12-13-14 lykkjur á þráð 1 sinni í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 69-72-75-78-81-84 cm, fækkið um 8 lykkjur yfir 2 kaðlana mitt að aftan (prjónið lykkjurnar í hvorum kaðli slétt saman 2 og 2). Í næstu umferð, fellið af miðju 13-13-13-15-15-15 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram að setja lykkjur á þráð og fella jafnframt af 1 lykkju fyrir hálsmáli í næstu umferð frá hálsi. Þegar allar lykkjurnar hafa verið settar á þráð fyrir öxl og fellt hefur verið af fyrir hálsmáli, mælist bakstykkið ca 72-75-78-81-84-87 cm frá hæsta punkti á öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ÖXL: Setjið 31-33-34-36-39-42 lykkjur af þræði á annarri öxlinni á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu yfir þessar lykkjur, en til að koma í veg fyrir göt í skiptingunni á milli þar sem lykkjur voru settar á þráð, takið þráðinni í bilinu á milli 2 lykkja upp og setjið snúinn á vinstri prjón áður en hann er prjónaður saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið á sama hátt meðfram hinum þremur axlastykkjunum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið kraga saman mitt að aftan – passið uppá að saumurinn snúi inn þegar kraginn er brotinn niður. Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. ERMI: Prjónið upp 44-48-50-54-56-58 lykkjur meðfram handveg innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á hringprjón 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) – ATH: Ekki prjóna upp lykkjur meðfram botni á handveg. Prjónið sléttprjón fram og til baka í 3-3-4-5-5-6 cm (= ermakúpa og eins langt og botninn á handveg). Prjónið síðan ermi í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá þar sem prjónamerkið var sett, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 3-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 5-6-7-8-8-9 sinnum = 34-36-36-38-40-40 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 42-42-41-39-38-36 cm frá prjónamerki (nú á að vera búið að prjóna ermalengdina til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-6-4-8-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 42-42-42-42-48-48 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt, fellið síðan af með brugðnum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. Brjótið upp stroffið neðst niðri á báðum ermum og saumið e.t.v. niður með nokkrum smáum sporum. MEIRI FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið botninn á handveg. BELTI: Fitjið upp 5 lykkjur á sokkaprjón 6 með 1 þræði Nepal + 1 þræði Kid-Silk og prjónið SNÚRA – sjá útskýringu að ofan, þar til beltið mælist ca 250-300 cm (eða að óskaðri lengd) Fellið af. Beltið er lagt saman tvöfalt við notkun. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercardinalcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.