Fijona skrifaði:
Piękne kolory, fantastyczny sweter.
14.09.2019 - 11:43
Nina skrifaði:
Den var fin!! Flotte fargekombinasjoner... gleder meg til oppskrift kommer.
16.08.2019 - 13:39
Liv skrifaði:
Når kommer mønsteret?
14.08.2019 - 09:57
Hege skrifaði:
Liker denne, venter spent på at mønster legges ut.
29.07.2019 - 12:19
Hillevi skrifaði:
åååhhh sååå fiin! spennende sjatteringer og levende varm! denne håper jeg å finne mønster på om noen mnd.
04.07.2019 - 15:30
Birgitte Graven skrifaði:
Sådan en har jeg drømt om at lave længe. Hvordan ville den være i Kidsilk og Lace?
10.06.2019 - 00:14
Ellis skrifaði:
Nice
09.06.2019 - 21:54
Marion skrifaði:
Spennende fargenyanser og fin fasong.
08.06.2019 - 16:30
Winter Willow#winterwillowsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa í klukkuprjóni úr DROPS Delight og DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-30 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KLUKKUPRJÓN FRAM- OG BAKSTYKKI (í hring á hringprjón): UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 3. * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, endurtakið frá *-*. Endurtakið umferð 2 og 3. KLUKKUPRJÓNS LYKKJA: Þegar lykkjur eru taldar er uppslátturinn ekki talinn sem eigin lykkja. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN ERMI (fram og til baka á prjóni): UMFERÐ 1 (= rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2: 1 kantlykkja, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Endurtakið síðan umferð 2. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri. ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í klukkuprjóns mynstrið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón upp að handvegi. Ermar eru prjónaðar fram- og til baka á hringprjón. Síðan eru ermar og fram- og bakstykki settar á sama hringprjón og berustykkið er síðan prjónað í hring upp að hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 120-135-150-165-180-195 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði Kid-Silk og 1 þræði Delight. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið stroff hringinn þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í næstu umferð er prjónað og lykkjum fækkað þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 96-108-120-132-144-156 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið síðan hringinn í klukkuprjóni – sjá KLUKKUPRJÓN FRAM OG BAKSTYKKI í útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 36-37-38-39-40-41 cm – ATH: Endið með 3. umferð í klukkuprjóns mynstri. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á stykki þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, 1 prjónamerki eftir 48-54-60-66-72-78 lykkjur (umferð byrjar í hlið). ATH: Uppslátturinn er ekki talinn sem 1 lykkja – sjá KLUKKUPRJÓNS LYKKJA í útskýringu að ofan. Í næstu umferð (= 2. umferð í klukkuprjóns mynstri) fellið af 3-3-3-4-4-4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki fyrir handveg = 42-48-54-58-64-70 lykkjur á framstykki og bakstykki. Klippið frá, geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið laust upp 28-30-30-32-32-34 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði Kid-Silk og 1 þræði Delight. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið fram og til baka þannig: Fyrsta umferð (= ranga) er prjónuð þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið síðan í klukkuprjóni – sjá KLUKKUPRJÓN ERMI í útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – SJÁ ÚTAUKNING að ofan. Endurtakið útaukningu með 2 cm millibili þar til aukið hefur verið alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 32-34-36-38-40-42 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 42-41-41-40-39-39 cm, fellið nú af lykkjur í hvorri hlið þannig: Fellið af 3-3-2-3-4-4 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum = 26-28-32-32-32-34 lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-42-41-40-40 cm. Klippið frá, geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 6 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 136-152-172-180-192-208 lykkjur. Prjónið síðan hringinn í klukkuprjóni. Prjónið þar til berustykki mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá þar sem fram- og bakstykki og ermar var sett saman. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið 1 umferð stroff með 1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðið (uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjunni sem hann tilheyrir). Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli þannig: * 2 lykkjur snúnar slétt saman (prjónið í aftari lykkjubogann), 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið frá *-* út umferðina = 68-76-86-90-96-104 lykkjur. Prjónið stroff með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið/kantur í hálsmáli mælist 10 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið uppá kant í hási saman tvöfalt og saumið niður að innan verðu, saumið lykkju fyrir lykkju og passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. FRÁGANGUR: Saumið sauma meðfram neðri hlið á ermi innan við kantlykkju. Saumið lykkjur sem felldar voru af neðan á ermi við lykkjur sem felldar voru af í hlið á fram- og bakstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterwillowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.