Agneta Gard skrifaði:
Hei, mønsterbeskrivelse er flott og enkel! Jeg er ikke noen habil strikker men prøver meg frem med varierende resultat. Her lurer jeg på om det ikke mangler noe på hver pinne ved hælfelling? Skulle det også stått:strikk resterende masker rett ut pinnen og snu arbeidet etter at masker er felt av? Jeg fikk en ‘stabel med 4 masker’ i begge sider før rekte opp og strikket helt ut i sidene... venter på svar
07.03.2021 - 13:10DROPS Design svaraði:
Hei Agneta. Det fins mange forskjellige hælfellinger. Ta en titt på denne videoen og deretter kan du prøve etter oppskriften. Hvordan felle til hæl på en sokk (standard metode): mvh DROPS design
10.03.2021 - 14:19
Judith Dursley skrifaði:
Thank you for your answer about the stitch holder. I had printed out the pattern, and missed out a huge part. I should read more slowly.
20.09.2020 - 10:39
Judith Dursley skrifaði:
The heel decrease doesn’t seem to work. You mention picking up stitches from stitch holder, but there isn’t one in the instructions ?
18.09.2020 - 17:00DROPS Design svaraði:
Dear Judith, there is a stitch-holder mentioned, at where you start knitting the heel: " Now work heel as explained below. Keep the first 13-14-15 stitches on needle for heel, slip the next 28-30-32 stitches on 1 stitch holder without working the stitches (= mid on top of foot) and keep the last 13-14-15 stitches on needle for heel = 26-28-30 heel stitches on needle. Happy Knitting!
20.09.2020 - 02:31
Micheline Benoit skrifaði:
Bonjour, la diminution #2 dans le patron du jacquard ne devrait-elle pas être faite sur le tour 27 ? Le motif du jacquard était déformé en faisant ces diminutions sur le le tour 26 du patron. J’adore toutes les explications fournies pour la réalisation de vos modèles ! Cela rend le tricot accessible à tous ! Bravo !
12.05.2020 - 01:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Benoit, quand vous avez diminué à la flèche-2, il vous reste 60 ou 68 mailles, autrement dit vous répétez maintenant 15 ou 17 fois les 4 mailles de A.1, le motif ne sera pas exactement aligné comme dans le diagramme mais il doit tomber juste en largeur. Bon tricot!
12.05.2020 - 09:33
Solveig skrifaði:
Flotte sokker, når kommer mønsteret?
11.09.2019 - 19:33
Lena skrifaði:
Så söta sockor.
07.06.2019 - 00:25
Faraway Fair Isle#farawayfairislesocks |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 35 - 43.
DROPS 203-28 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 72 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 9. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna 8. og 9. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR-2 (á við um hæl): Til að styrkja hælinn er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-14-16 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. SOKKUR: Fitjið upp 72-72-80 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með litnum blár. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir í litinn gráblár og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-4-4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 64-68-76 lykkjur. Sjá LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 16-17-19 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð merktri með ör-1 í A.1, er lykkjufjöldinn jafnaður til 66-66-72 lykkjur (aukið út 2 lykkjur í 35/37, fækkið um 2 lykkjur í 38/40 og fækkið um 4 lykkjur í 41/43). Haldið áfram með A.1 (nú er pláss fyrir 11-11-12 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-2, fækkið um 6-6-4 lykkjur jafnt yfir = 60-60-68 lykkjur. Haldið áfram með A.1 (nú er pláss fyrir 15-15-17 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-3, fækkið um 6-2-6 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62 lykkjur eftir. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum yfir hafið þar til sokkurinn mælist ca 17-18-19 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú hæl eins og útskýrt er að neðan. Haldið eftir fyrstu 13-14-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 28-30-32 lykkjur á þráð án þess að prjóna lykkjurnar (= mitt á fæti) og haldið eftir síðustu 13-14-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl = 26-28-30 lykkjur á prjóni fyrir hæl. Sjá LEIÐBEININGAR-2 og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum yfir hafið í 5-5½-6 cm. Setjið eitt prjónamerki mitt í síðustu umferð, prjónamerkið er notað aðeins síðar til að mæla lengd á fóti frá. Prjónið HÆLÚRTAKA með litnum yfir hafið – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig (með litnum yfir hafið): Prjónið sléttar lykkjur yfir de 14-14-16 hællykkjur, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttar lykkjur yfir 28-30-32 lykkjur af þræði á fæti og prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl = 68-72-80 lykkjur í umferð. Prjónið áfram að mitt undir hæl, umferðin byrjar nú hér. Setjið eitt prjónamerki hvoru megin við 28-30-32 lykkjur mitt ofan á fæti. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum yfir hafið og fækkið lykkjum hvoru megin við 28-30-32 lykkjur á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki á fæti slétt saman og prjónið 2 lykkjur á eftir seinna prjónamerki á fæti snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-8-10 sinnum = 52-56-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 4-5-6 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á sokk þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum yfir hafið og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku við hitt prjónamerkið (= 4 lykkjur færri í umferð). Fækkið lykkjum svona hvoru megin við bæði prjónamerkin í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-8-8 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-27 cm frá prjónamerki á hæl. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #farawayfairislesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 203-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.