Anne skrifaði:
Hoe moet ik het onderstaande interpreteren? Ik dacht dat het om 3 omslagen achter elkaar gaat maar dat lijkt niet te kloppen. Alvast bedankt! symbols = meerder 1 steek door 1 omslag te maken; brei op de volgende naald de omslag recht of averecht zoals te zien is in het telpatroon (zodat er een gaatje ontstaat) symbols = meerder 1 steek door 1 omslag te maken; brei op de volgende naald de omslag averecht gedraaid (om een gaatje te voorkomen)
24.10.2021 - 17:04DROPS Design svaraði:
Dag Anne,
Het zijn inderdaad geen 3 omslagen achter elkaar, maar slechts 1 omslag. Als je dat symbool tegen komt, dan maak je 1 omslag. Dit symbool zit tussen 2 vierkantjes, dus je maakt de omslag tussen twee steken. Op de volgende naald brei je de omslag gedraaid in het geval van een zwarte ovaal en niet gedraaid in het geval van een open ovaal. Bij de symboolverklaring zijn de twee aangrenzende blokjes ook getekend, maar het gaat alleen het ovaal. Eigenlijk horen die blokjes dus niet in de symboolverklaring te staan, omdat het daardoor lijkt dat het om 3 steken/omslagen gaat.
26.10.2021 - 10:48
Ludovica Zisca skrifaði:
Buongiorno, non riesco a capire dal sito se è possibile comprare direttamente l'articolo. Ad esempio potrei acquistare i calzini già fatti? Grazie
22.10.2020 - 11:31DROPS Design svaraði:
Buongiorno Ludovica. Purtroppo non vendiamo capi già confezionati. Può contattare il suo rivenditore Drops di fiducia che potrà metterla in contatto con una magliaia a cui commissionare il lavoro. Buon lavoro!
22.10.2020 - 11:58
Tuuli skrifaði:
On se kumma, kun olen kuukausi sitten kysynyt eka kerran kysymyksen enkä saa vastausta...mikä kestää?
27.04.2020 - 19:09
Tuuli Vuorma skrifaði:
Hei, kun teen mallineuletta ja olen vasenkätinen, niin luenko mallineuletta vasemmalta oikealle vai oikealta vasemmalle?
19.04.2020 - 11:07
Tuuli skrifaði:
Hei, kun teen mallineuletta ja olen vasenkätinen, niin luenko mallineuletta vasemmalta oikealle vai oikealta vasemmalle?
07.04.2020 - 17:25
Tupsu skrifaði:
Miten kudotaan kiertäen nurin yhteen?
31.03.2020 - 18:02DROPS Design svaraði:
05.04.2020 - 17:13
Tuuli skrifaði:
Hei, kun teen mallineuletta ja olen vasenkätinen, niin luenko mallineuletta vasemmalta oikealle vai oikealta vasemmalle?
30.03.2020 - 14:20
BB skrifaði:
Kan man få en bättre beskrivning på att minska mitt bak,en otroligt krångling " minskninstips 1"
27.02.2020 - 22:39DROPS Design svaraði:
Hej BB, du kan även minska de 4 maskor enligt diagrammet: Se nedersta diagramsymbol: fell 4 maskor.... Lycka till :)
28.02.2020 - 11:15
Mermaid Tales#mermaidtalessocks |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með blaðamynstri í hálfu klukkuprjóni. Stærð 35 - 43.
DROPS 203-32 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um miðju aftan á sokk): Fækkið um 4 lykkjur þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki mitt aftan á sokk, lyftið fyrstu sléttu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi hana slétt, lyftið brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, setjið næstu lykkju á lykkjuhaldara framan við stykkið, prjónið næstu lykkju á vinstri prjóni brugðið, dragið óprjónuðu brugðnu lykkjuna á hægri prjóni yfir brugðnu lykkjuna sem var verið að prjóna, setjið síðan til baka þessa lykkju yfir á vinstri prjón, lyftir næstu sléttu lykkju á vinstra prjóni yfir lykkjuna sem sett var til baka á vinstri prjón, lyftið síðan yfir þessa lykkju á hægri prjón, lyftið fyrstu sléttu lykkjuna sem sett var á hægri prjón yfir þessa lykkju, setjið til baka lykkju frá lykkjuhaldara á vinstri prjón, lyftið til baka lykkju á hægri prjón yfir á vinstri prjón, lyftið að lokum lykkjunni sem sett var á lykkjuhaldarann yfir síðustu lykkju sem sett var á vinstri prjón og lyftið síðan yfir þá lykkju sem eftir eru á hægri prjón (= 4 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 31 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 10,3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 9. og 10. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR (á við um hæl): Til að styrkja hælinn er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtöku með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 15-15-17 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. SOKKUR: Fitjið upp 68-68-72 lykkjur á hringprjón 2,5 með Fabel. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4 cm. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkjuna í umferð (= slétt lykkja). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það aðeins síðar þegar fækka á lykkjum mitt aftan á sokknum. Prjónið nú mynstur þannig: Haldið áfram með stroff yfir fyrstu 20-20-20 lykkjur, prjónið A.1 (= 29-29-33 lykkjur), haldið áfram með stroff yfir þær 1919-19 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, haldið áfram með mynstur eins og útskýrt er í A.X. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið um 4 lykkjur mitt að aftan – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 64-64-68 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 10 cm = 60-60-64 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 13-14-15 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú hæl eins og útskýrt er að neðan: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 16 lykkjur, haldið áfram með A.1 eins og áður yfir næstu 29-29-33 lykkjur (= A.1), setjið síðan þessar 29-29-33 lykkjur á þráð (= ofan á fæti), prjónið stroff eins og áður yfir 15 lykkjur sem eftir eru. Nú eru 31 lykkjur í umferð fyrir hæl í öllum stærðum, prjónið sléttar lykkjur út umferðina þannig að þráðurinn verði í annarri hlið á hæl. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 4-2-0 lykkjur jafnt yfir = 27-29-31 lykkjur fyrir hæl. Lesið LEIÐBEININGAR-2 og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt á næsta prjón, prjónamerkið er notað aðeins síðar til að mæla lengd á fæti frá. Prjónið HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 15-15-17 hællykkjur, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hlið á hæl, haldið áfram með A.X yfir 29-29-33 lykkjur af þræði, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hæl = 70-72-82 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við miðju 27-27-31 lykkjum á fæti. Haldið áfram með A.X yfir lykkjur á fæti og prjónið stroff yfir lykkjur undir fæti (stillið af að stroffið undir fæti byrjar og endar með 1 lykkju slétt). Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir hringinn yfir allar lykkjur, fækkið lykkjum hvoru megin við miðju 27-27-31 lykkjum á fæti þannig: Prjónið 2 lykkjur á undan fyrsta prjónamerkinu á fæti slétt saman og prjónið 2 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á fæti snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7-8-9 sinnum = 56-56-64 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur eins langt og hægt er þar til stykkið mælist ca 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl, en endið mynstur eftir heilt eða hálft blað á hæðina – nú eru eftir ca 4-5-6 cm að loka máli (mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið síðan stroff hringinn yfir allar lykkjur með 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið til loka. Setjið 1 prjónamerki í sléttu lykkjuna í hvorri hlið á sokk þannig að það verða 27-27-31 lykkjur bæði ofan á og undir fæti á milli lykkja með prjónamerki í. Haldið áfram með stroff hringinn og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju) og 1 lykkja brugðið, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku við seinna prjónamerkið (= 4 lykkjur færri í umferð). Fækkið lykkjum svona hvoru megin við bæði prjónamerkin í annarri hverri umferð alls 4-6-7 sinnum og síðan í hverri umferð alls 7-5-5 sinnum = 12-12-16 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-6-8 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-27 cm frá prjónamerki á hæl. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mermaidtalessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 203-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.