Anita Wangen skrifaði:
Hei her er det tre størrelser, men oppgitt garn til 4. Hva er riktig garnmengde til de størrelsene som er oppgitt?
03.12.2019 - 12:19DROPS Design svaraði:
Hej Anita, Tak for info. Vi skal få lagt rigtig garnforbrug ud.
03.12.2019 - 15:30
Margrethe Sæther skrifaði:
Herlige vintersokker. Hvor er opskriften på de kabelstrikkede strømper. Eller er det strømpebukser?
04.07.2019 - 00:52
Heidemarie skrifaði:
Fit für den Winter
06.06.2019 - 10:22
Beyond Boots#beyondboots |
|
|
|
|
Prjónaðar tátiljur úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni og klukkuprjóni. Stærð 35-42.
DROPS 203-27 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN ÁN UPPSLÁTTAR (fram og til baka): 1. UMFERÐ (= ranga): Prjónið allar lykkjur slétt. 2. UMFERÐ (= rétta): * Prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju *, prjónið frá *-* og endið með 1 lykkju brugðið. 3. UMFERÐ (= ranga): * Prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* og endið með 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju. Endutakið 2. og 3. umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, prjónað er ofan frá og niður. Tátiljan er saumuð saman í lokin. HÆGRI TÁTILJA: STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 39-41-43 lykkjur á prjón 6 með Snow. Prjónið 3 umferðir slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið KLUKKUPRJÓN ÁN UPPSLÁTTAR – sjá útskýringu að ofan, þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram að prjóna klukkuprjón með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið (= kantar) þar til stykkið mælist ca 12 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 3 lykkjur í garðaprjóni með sléttum lykkjum, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 5-4-5 lykkjur, prjónið klukkuprjón yfir næstu 9-11-11 lykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón yfir síðustu 22-23-24 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 4 cm frá þar sem 3 lykkjur voru felldar af – stillið af að síðasta umferðin sé frá röngu. Klippið frá. EFRI HLUTI: Byrjið frá réttu (= í þeirri hlið þar sem felldar voru af 3 lykkjur), setjið fyrstu 5-4-5 lykkjur á þráð, haldið eftir næstu 9-11-11 lykkjur á prjóni, setjið síðustu 22-23-24 lykkjur á þráð. Nú er prjónað klukkuprjón yfir 9-11-11 lykkjur þannig: Byrjið frá réttu og fitjið upp 1 nýja lykkju, prjónið klukkuprjón yfir 9-11-11 lykkjur eins og áður, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (gerið lykkju sem er sett snúin á prjóninn) = 11-13-13 lykkjur. Prjónið síðan með 1 kantlykkju í garðaprjóni hvoru megin við 9-11-11 lykkjur í klukkuprjóni þar til efra stykkið mælist ca 7-8½-10 cm. Í næstu umferð frá röngu er kantlykkjum fækkað með því að prjóna þær saman við lykkjuna við hliðina = 9-11-11 lykkjur. Setjið lykkjur á þráð. Klippið frá. FÓTUR: Byrjið frá réttu (= í þeirri hlið þar sem felldar voru af 3 lykkjur), setjið til baka fyrstu 5-4-5 lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið slétt yfir þessar lykkjur, prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram efri hluta. Setjið til baka 9-11-11 lykkjur frá efri hluta á prjóninn og prjónið þær slétt. Prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hinni hliðinni á efri hluta. Setjið til baka 22-23-24 lykkjur af seinni þræði á prjóninn og prjónið þær síðan slétt. Nú eru 60-66-72 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 1 prjónamerki í 22.-24.-27. lykkju (mitt að framan) og 1 prjónamerki í 52.-57.-63. lykkju (mitt að aftan). Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist ca 2 cm frá þar sem stykkið var sett saman, á að fækka lykkjum mitt að framan og að aftan frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við lykkjur með prjónamerki (= 4 lykkjur færri). Haldið áfram í garðaprjóni og fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu þar til stykkið mælist ca 5-5-6 cm frá þar sem það var sett saman. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Brjótið uppá tátiljuna þannig að 3 lykkjurnar sem felldar voru af (kantur) liggi yfir kant í hinni hliðinni á tátilju. Afffellingarkanturinn liggur á móti hvorum öðrum þannig að langhliðar mætast. Saumið í ysta lykkjubogann á garðaprjóni frá affellingarkanti og upp meðfram hlið á tátiljunni fram að kanti. Klippið þráðinn frá og festið. Saumið síðan saman affellingarkantinn, saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. Klippið frá og festið enda. Staðsetjið 3 tölur jafnt yfir á ysta kantinn og saumið niður í gegnum bæði lögin. VINSTRI TÁTILJA: STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 39-41-43 lykkjur á prjón 6 með Snow. Prjónið 3 umferðir slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið KLUKKUPRJÓN ÁN UPPSLÁTTAR – sjá útskýringu að ofan, þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram að prjóna klukkuprjón með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið (= kantar) þar til stykkið mælist ca 12 cm. Í næstu umferð frá röngu eru felldar af fyrstu 3 lykkjur í garðaprjóni með sléttum lykkjum, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 5-4-5 lykkjur, prjónið klukkuprjón yfir næstu 9-11-11 lykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón yfir síðustu 22-23-24 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 4 cm frá þar sem 3 lykkjur voru felldar af – stillið af að síðasta umferðin sé frá röngu. Klippið frá. EFRI HLUTI: Byrjið frá réttu (= í gagnstæðri hlið þar sem felldar voru af 3 lykkjur), setjið fyrstu 22-23-24 lykkjur á þráð, haldið eftir næstu 9-11-11 lykkjum á prjóni, setjið síðustu 5-4-5 lykkjur á þráð. Nú er prjónað klukkuprjón yfir 9-11-11 lykkjur þannig: Byrjið frá réttu og fitjið upp 1 nýja lykkju, prjónið klukkuprjón yfir 9-11-11 lykkjur eins og áður, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (gerið lykkju sem er sett snúin á prjóninn) = 11-13-13 lykkjur. Prjónið síðan með 1 kantlykkju í garðaprjóni hvoru megin við 9-11-11 lykkjur í klukkuprjóni þar til efra stykkið mælist ca 7-8½-10 cm. Í næstu umferð frá röngu er kantlykkjum fækkað með því að prjóna þær saman við lykkjuna við hliðina = 9-11-11 lykkjur. Setjið lykkjur á þráð. Klippið frá. FÓTUR: Byrjið frá réttu (= í gagnstærði hlið þar sem felldar voru af 3 lykkjur), setjið til baka fyrstu 22-23-24 lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið slétt yfir þessar lykkjur, prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram efri hluta. Setjið til baka 9-11-11 lykkjur frá efri hluta á prjóninn og prjónið þær slétt. Prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hinni hliðinni á efri hluta. Setjið til baka 5-4-5 lykkjur af seinni þræði á prjóninn og prjónið þær slétt. Nú eru 60-66-72 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 1 prjónamerki í 9.-10.-10. lykkju (mitt að aftan) og 1 prjónamerki í 39.-43.-46. lykkju (mitt að framan). Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist ca 2 cm frá þar sem stykkið var sett saman, á að fækka lykkjum mitt að framan og að aftan frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við lykkjur með prjónamerki (= 4 lykkjur færri). Haldið áfram með garðaprjón og fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu þar til stykkið mælist ca 5-5-6 cm frá þar sem það var sett saman. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Frágangur er alveg eins og á hægri tátilju. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beyondboots eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 203-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.