Rita skrifaði:
Very poorly written pattern!
17.08.2025 - 17:23
Rita skrifaði:
Very poor written pattern.
17.08.2025 - 17:22
Rita skrifaði:
Hi, there is something wrong with your pattern. From the part were you finish the front v-neck, there is no instructions on the back!
13.08.2025 - 19:30DROPS Design svaraði:
Dear Rita, when you divide piece in the middle of front piece for V-neck, you continue back and forth from mid front, you will decrease for V-neck and at the same time continue decreasing for raglan as before, so the 74-80 sts remaining at the end of yoke (just before working neck edge), are including stitches on back piece. Happy knitting!
14.08.2025 - 08:53
Aude skrifaði:
Ce patron est magnifique mais m a donné beaucoup de fils à.retordre! Heureusement.vous étiez là pour.m aider Merci
04.08.2025 - 22:00
Aude skrifaði:
Bonsoir Maintenant j ai 90 mailles! Et pour avoir 76 mailles où dois je diminuer? Les 3 mailles fu devant Ou au niveau des manches Ou du dos? Merci pour votre reponse
26.07.2025 - 21:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Aude, désolée pour la réponse précédente, en taille S et M vous devez bien avoir 76 m à la fin des diminutions raglan et encolure V soit 292-324 m et 192-224 dim. pour le raglan (24-28 x 8 m) et 24 m pour l'encolure V (12 x 6 m de chaque côté) soit 76 m au total. Bon tricot!
28.07.2025 - 07:52
Aude skrifaði:
Bonjour! Je suis à la fin de l ouvrage mais il me reste 3 mailles de l encolure 23 mailles de la manche 19 mailles pour le demi dos Donc 47.mailles x2 = 92 Mailles au lieu des 76M mentionnées Que fous je faire? Merci pour votre aide
25.07.2025 - 23:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Aude, vous devriez avoir 90 mailles: 3+23+19=45, 45x2=90. Vous diminuez les mailles pour l'encolure et le raglan en meme temps. A mon avis vous n'avez pas fait toutes les repetitions avec les diminutions. Bon tricot!
26.07.2025 - 09:40
Micolier skrifaði:
Bonjour! Je crois avoir fait une erreur pour le raglan c est 1 tour sur 2 Ou tous les rangs? Combien va t il rester de mailles? Et je n arrive pas à comprendre l encolure? Ni le col? Merci pour votre aide
23.06.2025 - 19:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Micolier, vous diminuez pour le raglan d'abord tous les 4 tours, puis tous les 2 tours ou tous les 2 rangs (quand vous avez commencé l'encolure); en même temps, vous allez former l'encolure V comme indiqué: A.1 au milieu du devant, puis quand A.1 est terminé, vous tricotez en allers et retours à partir du milieu de A.1 avec A.2 sur les 4 dernières mailles de A.1 et A.3 sur les 4 dernières mailles de A.1 (et les autres mailles en jersey, avec les diminutions du raglan). Pour le col, vous rabattez les mailles de l'encolure dos (à partir de celles du devant jusqu'au milieu dos) avec la technique du I-cord - cf vidéos. Bon tricot!
24.06.2025 - 17:57
Antje skrifaði:
Guten Morgen! Insgesamt ist die Anleitung sehr gut nachzustricken gewesen. Wenn nur nicht die Halsblende wäre! Hier ist es hilfreich, wenn im Text auf die I-Cord Rand Technik hingewiesen wird. Viele Grüße !
19.06.2025 - 08:15
Aude Micolier skrifaði:
Bonjour Je réalise votre modèle 206-12 Et je n arrivé pas à comprendre comment rajouter mes manches au corps du tricot? Merci pour votre aide! Bonne journee
14.06.2025 - 08:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Micolier, découvrez dans cette vidéo comment placer les mailles des manches sur la même aiguille circulaire que le devant et le dos et dans cette autre vidéo comment on tricote un raglan de bas en haut (pensez à bien suivre les indications de ce pull, la vidéo n'est qu'une illustration). Bon tricot!
16.06.2025 - 07:29
Birgit Gazzia skrifaði:
Ihre Antwort betrifft nicht meine Frage, sorry. Damit kann ich leider nichts anfangen. Ich habe sie gefragt, welche Maschen des Ärmels ich auf die Rumpfnadel geben muss!
28.04.2025 - 08:31DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Gazzia, die ersten 1-1-1-2-4-6 Maschen vom jeden Ärmel gehören bei der Passe zum Vorder- / Rückenteil sowie die letzen 1-1-1-2-4-6 Maschen vom jeden Ärmel, so sind es nur noch 64-72-78-84-88-92 Maschen für jeden Ärmel. Sollte das Ihnen immer noch nicht helfen, könnten Sie uns vielleicht Ihnen erklären, was ich misverstehe. Danke im voraus für Ihr Verständnis.
28.04.2025 - 09:25
December Moon#decembermoonsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og v-hálsmáli úr DROPS Lace og DROPS Kid-Silk eða DROPS Sky. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-12 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki situr hér, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Endurtakið við hvert og eitt af prjónamerkjum sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli á framstykki. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir A.2 þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan A.3 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að v-hálsmáli, síðan er stykkið prjónað fram og til baka þar til berustykkið hefur verið prjónað til loka. Að lokum kantur í hálsmáli prjónaður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna /stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-200-220-236-260-288 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði Lace + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Sky. Prjónið rúllukant þannig: Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 3 umferðir slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Nú er prjónað sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 31-31-31-31-30-30 cm, fellið af fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 42-46-50-54-59-64 lykkjur í umferð (= hálft bakstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 84-92-100-108-118-128 lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið 42-46-50-54-59-64 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 50-52-54-56-56-60 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með 1 þræði Lace + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Sky. Prjónið rúllukant þannig: Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið 3 sléttar umferðir. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 10-10-10-8-9-9 cm, aukið út 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 10-13-16-17-18-18 sinnum = 70-78-86-90-92-96 lykkjur. Þegar ermin mælist 46-45-44-43-40-39 cm, fellið af miðju 8-8-10-10-12-16 lykkjur undir ermi (= 4-4-5-5-6-8 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 62-70-76-80-80-80 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 292-324-352-376-396-416 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið á milli framstykkis, bakstykkis og erma, en prjónamerkin færast til þannig að 1-1-1-2-4-6 lykkjur í hvorri hlið á framstykki og bakstykki koma í hvorri hlið á ermum. Þ.e.a.s. það verða 82-90-98-104-110-116 lykkjur fyrir framstykki og bakstykki og 64-72-78-84-88-92 lykkjur fyrir hvora ermi. Byrjið umferð mitt að aftan og haldið áfram hringinn með sléttprjóni, JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar úrtaka fyrir laskalínu og þegar stykkið mælist 6-7-8-9-11-12 cm frá þar sem ermar voru settar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, prjónið v-hálsmál á framstykki. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 2-1-1-1-3-4 sinnum og í annarri hverri umferð 22-27-30-33-33-34 sinnum (= alls 24-28-31-34-36-38 sinnum). V-HÁLSMÁL: Þegar berustykkið mælist 6-7-8-9-11-12 cm, prjónið A.1 yfir miðju 8 lykkjur á framstykki – passið uppá að fyrsta umferð í A.1 sé prjónuð í umferð með úrtöku (laskalína). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið til baka að byrjun á umferð mitt að aftan. Klippið frá. Nú skiptist framstykki mitt í A.1 og prjónað er áfram fram og til baka með byrjun frá réttu, við v-háls á framstykki þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 4 lykkjurnar frá skiptingu mitt á framstykki, fækkið um 1 lykkju fyrir V-HÁLSMÁL – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón (haldið áfram með úrtöku fyrir laskalínu eins og áður) þar til 6 lykkjur eru eftir að skiptingu mitt á framstykki í gagnstæðri hlið, fækkið um 1 lykkju – munið eftir V-HÁLSMÁL, prjónið A.3 yfir síðustu 4 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka svona og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í annarri hverri umferð 7-6-7-5-6-6 sinnum og í 4. hverri umferð 5-6-6-8-8-9 sinnum (= alls 12-12-13-13-14-15 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli í hvorri hlið). Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli og laskalínu hefur verið gerð eru 76-76-78-78-80-82 lykkjur í umferð. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur brugðnar saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið næstu 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 3 lykkjur slétt = 74-74-76-76-78-80 lykkjur. Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum fyrir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur til baka frá röngu. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Setji eitt prjónamerki mitt aftan. Setjið síðustu 4 lykkjur í umferð á þráð og prjónið fram og til baka yfir fyrstu 4 lykkjur fyrir kant í hálsmáli, jafnframt sem kantur í hálsmáli er prjónaður saman við þær lykkjur sem eftir eru á ermi og hálsmáli á bakstykki þannig: Prjónið frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2: Snúið og prjónið brugðið yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið slétt yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). UMFERÐ 4: Snúið og prjónið brugðið yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 5 - 8: Prjónið alveg eins og umferð 3 og 4. Endurtakið umferð 1-8 þar til prjónað hefur verið fram að prjónamerki mitt aftan í hnakka. Fellið af 4 lykkjur frá kanti í hálsmáli. Setjið til baka 4 lykkjur af þræði á prjón 4 og prjónið frá röngu þannig: UMFERÐ 1: Prjónið brugðið yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2: Snúið og prjónið slétt yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið brugðið yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 3 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). UMFERÐ 4: Snúið og prjónið slétt yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 5 - 8: Prjónið alveg eins og umferð 3 og 4. Endurtakið umferð 1-8 þar til prjónað hefur verið fram að prjónamerki mitt aftan í hnakka. Fellið af 4 lykkjur í kanti í hálsmáli. Saumið saman affellingarkantinn á 2 köntum í hálsi mitt aftan í hnakka. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #decembermoonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.