Christine skrifaði:
What is the yardage/metre requirement for each size? I must be missing it somewhere?
04.11.2019 - 20:54DROPS Design svaraði:
Hi Christine, We state the yarn amounts in grams, but the length is shown if you read about the specific yarn under 'all yarns'. Drops Merino Extra Fine gives approx. 105 metres per 50 grammes. Happy knitting!
05.11.2019 - 07:17
DANA skrifaði:
Bonjour, j'aurais aimé tricoter cette robe mais beaucoup plus longue, jusqu'aux genoux pour une taille de 6 ans ; comment m'y prendre s'il vous plaît? Faut-il augmenter plus de 3 cm?
15.10.2019 - 09:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Dana, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande; merci de bien vouloir contacter votre magasin DROPS pour toute assistance complémentaire. Bon tricot!
15.10.2019 - 10:21
Susanne Reichel skrifaði:
Nach der Passe soll der erste Markierer in der ersten Masche der Runde befestigt werden und die Seite markieren. Die erste Masche der Runde liegt bis hier hin allerdings in der hinteren Mitte. Können Sie mir bitte sagen, in welcher Masche von der hinteren Mitte aus gezählt der seitliche markierer liegt? Vielen Dank!
04.10.2019 - 19:35DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Reichel, setzen Sie die 1. Markierung in die 4. Masche der 6 neuen Maschen unter dem Ärmel, dann die andere wie beschrieben einsetzen. Viel Spaß beim stricken!
07.10.2019 - 16:18
Yvonne Söder skrifaði:
Efter att oket stickats så står det att 1a markören sätts i sidan? Räknar man inte varvet från mitt bak längre?
20.09.2019 - 10:11DROPS Design svaraði:
Hej Yvonne, 1. markör i sidan är nu 1. maska på varvet. Lycka till :)
26.09.2019 - 10:31
Helle Christensen skrifaði:
Hvor er det dejligt at se noget tøj til de store børn, kunne godt ønske mig lidt flere modeller til piger som ikke helt er teenagere
13.09.2019 - 14:50
Woodland Fairy#woodlandfairydress |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn úr DROPS Sky eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-25 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Þegar stykkið skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón og ermar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 72-78-84-90-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með Sky. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Prjónið stroff með 1 lykkju slétt og 2 lykkjur brugðið í 3-3-4-4-4 cm (= kantur í hálsmáli). Héðan er nú mælt. Skiptið yfir í stuttan hringprjón 4. Prjónið 2 umferðir slétt og jafnið lykkjufjöldann jafnframt út í 1. umferð til 66-72-78-84-91 lykkjur. Prjónið síðan A.1 (= 11-12-13-12-13 mynstureiningar á breidd) – sjá mynstureiningu fyrir þína stærð! ATHUGIÐ PRJÓNFESETUNA! Skiptið yfir á lengri hringprjón þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur. Þegar A.1 er lokið eru 198-216-234-240-260 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er aukið út um 14-12-10-24-20 lykkjur jafnt yfir jafnframt því sem prjónað er sléttprjón = 212-228-244-264-280 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 12-13-14-15-16 cm (án stroffs). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 31-33-35-37-39 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 44-48-52-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 62-66-70-74-78 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 31-33-35-37-39 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-152-160-168 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 6 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki er sett í 1. lykkju í umferð (= í hlið), 2. prjónamerki er sett í 23.-25.-26.-27.-28. lykkju, 3. prjónamerki er sett í 47.-49.-52.-55.-58. lykkju, 4. prjónamerki er sett í 69.-73.-77.-81.-86. lykkju (= í hlið), 5. prjónamerki er sett í 91.-97.-102.-107.-114. lykkju, 6. prjónamerki er sett í 115.-121.-128.-135.-144. lykkju (nú eru 21-23-24-25-24 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki) sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING! Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki (12 lykkjur fleiri í hverri útaukningu), endurtakið þessa útaukningu með 1½-2-2-2-1½ cm millibili alls 4 sinnum. Síðan er aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki (= hliðar), aukið út um 1 lykkju á eftir 2. og 5. prjónamerki og 1 lykkju á undan 3. og 6. prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningu). Aukið út í mismunandi stærðum þannig: 3/4 ára: Aukið út með ca 3 cm millibili alls 11 sinnum. 5/6 ára: Aukið út með ca 3 cm millibili alls 11 sinnum. 7/8 ára: Aukið út með ca 3 cm millibili alls 12 sinnum. 9/10 ára: Aukið út með ca 3½ cm millibili alls 12 sinnum. 11/12 ára: Aukið út með ca 4 cm millibili alls 12 sinnum. Nú eru 272-280-296-304-312 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 38-42-43-49-53 cm. Í næstu umferð er aukið út jafnt yfir 34-35-37-38-39 lykkjur í umferð – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (aukið er út á eftir ca 8. hverri lykkju) = 306-315-333-342-351 lykkjur. Skiptið yfir í hringprjón 3,5 og prjónið stroff með 1 lykkju slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum í næstu umferð. ERMI: Setjið lykkjur frá öðrum þræðinum á sokkaprjón 4, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið á fram- og bakstykki (setjið 1 prjónamerki mitt í þessar lykkjur) = 50-54-58-64-68 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 24-29-33-36-40 cm frá prjónamerki, jafnið út lykkjufjöldann til 42-42-48-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið stroff með 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodlandfairydress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.