Heike skrifaði:
Zacke 1 endet auf der gegenüberliegenden Seite des Rundenbeginns bei mir. Ich habe genau nach Anleitung hin und her gestrickt, bis die letzten 10 Ma übrig waren. Wo habe ich da was falsch gemacht?
28.08.2020 - 14:07DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, die letzte der verkürzten Reihen wird über die letzten Maschen gestrickt, dann schneiden Sie den Faden ab, und stricken weiter mit hellgrau vom Markierer 2 Runden (mit Lochmuster). Viel Spaß beim stricken!
28.08.2020 - 15:51
Renate Hildebrand skrifaði:
Bitte die Frage ob ich an einer Seite oder an beiden Seiten verkurztet stricken muss in detsch beantworten
20.08.2020 - 10:45DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hildebrand, es wird jeweils an beiden Seiten jedes Abschnitts eine verkürzte Reihe gestrickt, d.h. in den beschriebenen Abschnitten sind die Hin-Reihen verkürzt und die Rück-Reihen auch. Zwischen den verkürzten Reihen werden Runden gestrickt - wenn Sie den ersten Abschnitt gestrickt haben, werden Sie das Prinzip gut erkennen. In der Maßskizze ist nur der halbe Pullover gezeigt, darum sieht es dort so aus, als würde nur an einer Seite verkürzt gestrickt. Gutes Gelingen!
21.08.2020 - 10:27
Renate Hildebrand skrifaði:
Wird an beiden Seiten verkürzte Reihe gestrickt oder nur an einer Seite danke
20.08.2020 - 10:01DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hildebrand, es tut mir Leid, ich verstehe Ihre Frage nicht ganz genau. Die verkürzten Reihen bei der Passe werden in 10 Abschnitte gestrickt/verteilt. Die verkürzten Reihen werden dann "auf beiden Seiten" (wie im Foto gezeigt) gestrickt. Gerne können Sie uns mehr beschreiben, was Sie hier meinen. Viel Spaß beim stricken!
20.08.2020 - 10:16
Sabine Lanze skrifaði:
In Abschnitt 10 sollen die verkürzten Reihen aus Abschnitt 9 wiederholt werden. Wie weit? Bis zum Faden abschneiden? Und dann einfach um die Maschen für den Beginn der Ärmel versetzen? Danke für eine Info
20.04.2020 - 11:19DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lanze, beim 10. Abschnitt stricken Sie die verkürzten Reihen genauso wie beim 9. Abschnitt, bis alle verkürzten Reihen gestrickt sind, dh genauso wie beim 9. Abschnitt (es sind aber hier keine Zunahme). Dann teilen Sie die Arbeit wie erklärt unter WEITER; Viel Spaß beim stricken!
20.04.2020 - 11:33
Osmont skrifaði:
J'ai fini de tricoter la section 1 et on demande de commencer au marqueur pour faire les jetés, mais on est au milieu du tricot, alors faut-il passer les mailles sans les tricoter jusqu'au marqueur ? Merci
22.01.2020 - 14:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Osmont, tout à fait, glissez les mailles jusqu'au marqueur du début du tour et tricotez les 2 tours en gris perle en commençant à ce marqueur. Bon tricot!
22.01.2020 - 15:41
Co Ri skrifaði:
Bonjour à la fin de la section 10 il est demandé de décaler et de mettre un nouveau marqueur pour la manche et de continuer en aller retour....ce n'est pas plutôt en rond jusqu'à la division des éléments du tricot ?
20.01.2020 - 11:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Co Ri, la styliste a choisi de tricoter ici en rangs, pour ne tricoter qu'en mailles endroit, et de coudre à la fin. Bon tricot!
20.01.2020 - 13:05
Carol Kauffman skrifaði:
Totally lost after section 10. What does “displace 33 stitches” mean? The whole section is very confusing. Can it be explained another way? I feel like something is lost in translation. Don’t understand at all.
30.11.2019 - 22:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Kauffman, to start section-10 you have to displace the marker for the beg of the rounds 240-300 sts to the opposite side. After you have cut the yarn at the end of section-9, start to count the stitches from the previous marker for beg of round, count 240-300 sts and next round will start here, It's almost the same you did at the beg of section-9, you are just moving a different number of stitches. Happy knitting!
02.12.2019 - 10:01
Griet skrifaði:
Ik heb een vraag bij het maken van de omslagen. Bij de naalden in licht parelgrijs moet je deze steken in de tweede naald niet gedraaid breien zodat er een gaatje ontstaat. In het begin van deel 2 brei je de omslag gedraaid zodat er geen gaatje is. Bij deel 3 staat er letterlijk dat je de omslag gedraaid moet breien zodat er een gaatje ontstaat? In de volgende delen moet je de steken gedraaid breien, soms ontstaat er een gaatje, soms niet. Moet je nu uiteindelijk een gaatje bekomen of niet?
30.10.2019 - 11:03DROPS Design svaraði:
Dag Griet,
Het is de bedoeling dat je alleen de omslagen van de licht parelgrijze strepen (die onderaan iedere sectie staan) niet gedraaid breit, zodat er gaatjes ontstaan. De andere omslagen brei je wel gedraaid om een gaatje te voorkomen.
05.11.2019 - 13:56
Blondel skrifaði:
Audacieux ce modèle dont j attends les explications pour le réaliser.
24.09.2019 - 13:40
Mimi Routh skrifaði:
It seems a spoof on all the short-row shawls that are so popular. Great for dinner date, movie or church. Just push the sleeves up -- then the snow jacket! No sipping sherry while we knit!
05.09.2019 - 23:35
Winter Swagger#winterswaggersweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð poncho peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með stuttum umferðum og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-10 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 7,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring á hringprjón. Síðan er prjónað garðaprjón með stuttum umferðum fram og til baka í stykkjum, aukið er út eftir hvert stykki. Prjónaðar eru 2 umferðir garðaprjón hringinn með ljós perlugrár á milli hverra stykkja. Prjónuð eru alls 10 stykki. Berustykkið skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki sem prjónað er til loka hvort fyrir sig. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón og saumaðar saman í lokin. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 106-110-115-122-127-134 lykkjur á hringprjón 3 með litnum gráblár. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 2 umferðir garðaprjón hringinn með litnum ljós perlugrár og aukið út 14-15-15-8-13-16 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð (= slétt umferð) – sjá ÚTAUKNING = 120-125-130-130-140-150 lykkjur. BERUSTYKKI: Berustykkið er nú prjónað í stykkjum fram og til baka með stuttum umferðum og í hring í garðaprjóni þannig: STYKKI 1: Prjónið nú með litnum yfir hafið þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir í garðaprjóni hringinn. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið nú 1. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 115-120-125-125-135-145 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 110-115-120-120-130-140 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 10 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 105-110-115-115-125-135 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 10 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 100-105-110-110-120-130 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 15 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 95-100-105-105-115-125 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 15 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 90-95-100-100-110-120 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið áfram svona, þ.e.a.s. prjónið yfir 5 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 10-15-10-10-10-10 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir garðaprjón). Klipp þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerki (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 5 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 144-150-156-156-168-180 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið frá. STYKKI 2: Færið prjónamerki 72-75-78-78-84-90 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 72-75-78-78-84-90 lykkjur að gagnstæðri hlið, 2. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum gráblár þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-52-52-56-60 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 6.-6.-3.-3.-3.-3. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 168-175-208-208-224-240 lykkjur. Prjónið nú 2. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8-8-8 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 161-168-200-200-216-232 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8-8-8 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 154-161-192-192-208-224 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 14-14-16-16-16-16 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 147-154-184-184-200-216 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 14-14-16-16-16-16 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 140-147-176-176-192-208 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 21-21-24-24-24-24 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 133-140-168-168-184-200 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 21-21-24-24-24-24 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 126-133-160-160-176-192 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 7-7-8-8-8-8 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 14-21-16-16-16-16 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 7-7-8-8-8-8 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 192-200-234-234-252-270 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 3: Færið prjónamerki 96-100-117-117-126-135 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 96-100-117-117-126-135 lykkjur að gagnstæðri hlið, 3. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum yfir hafið þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 8.-8.-9.-9.-9.-9. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 216-225-260-260-280-300 lykkjur. Prjónið nú 3. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 9-9-10-10-10-10 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 207-216-250-250-270-290 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 9-9-10-10-10-10 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 198-207-240-240-260-280 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 18-18-20-20-20-20 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 189-198-230-230-250-270 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 18-18-20-20-20-20 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 180-189-220-220-240-260 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 27-27-30-30-30-30 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 171-180-210-210-230-250 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 27-27-30-30-30-30 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 162-171-200-200-220-240 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 9-9-10-10-10-10 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 18-27-20-20-20-20 lykkjurnar frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir garðaprjón). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan hringinn með ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerki (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 9-9-10-10-10-10 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. slegið er 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinn) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 240-250-286-286-308-330 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 4: Færið prjónamerkið 120-125-143-143-154-165 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 120-125-143-143-154-165 lykkjur að gagnstæðri hlið, 4. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum gráblár þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 10.-10.-11.-11.-11.-11. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 264-275-312-312-336-360 lykkjur. Prjónið nú 4. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 11-11-12-12-12-12 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 253-264-300-300-324-348 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 11-11-12-12-12-12 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 242-253-288-288-312-336 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 22-22-24-24-24-24 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 231-242-276-276-300-324 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 22-22-24-24-24-24 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 220-231-264-264-288-312 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 33-33-36-36-36-36 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 209-220-252-252-276-300 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 33-33-36-36-36-36 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 198-209-240-240-264-288 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 11-11-12-12-12-12 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 22-33-24-24-24-24 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 11-11-12-12-12-12 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. það er slegið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 288-300-338-338-364-390 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 5: Færið prjónamerkið 144-150-169-169-182-195 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 144-150-169-169-182-195 lykkjur að gagnstæðri hlið, 5. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum yfir hafið þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 0-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 0-12.-13.-13.-13.-13. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 288-325-364-364-392-420 lykkjur. Prjónið nú 5. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 12-13-14-14-14-14 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 276-312-350-350-378-406 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 12-13-14-14-14-14 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 264-299-336-336-364-392 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 24-26-28-28-28-28 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 252-286-322-322-350-378 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 24-26-28-28-28-28 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 240-273-308-308-336-364 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 36-39-42-42-42-42 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 228-260-294-294-322-350 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 36-39-42-42-42-42 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 216-247-280-280-308-336 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 12-13-14-14-14-14 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 24-39-28-28-28-28 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 12-13-14-14-14-14 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. það er slegið 1 sinni uppá prjóninn yfir þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri = 312-350-390-390-420-450 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 6: Færið prjónamerkið 156-175-195-195-210-225 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 156-175-195-195-210-225 lykkjur að gagnstæðri hlið, 6. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum gráblár þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferð garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 13.-14.-15.-15.-15.-15. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 336-375-416-416-448-480 lykkjur. Prjónið nú 6. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 14-15-16-16-16-16 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 322-360-400-400-432-464 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 14-15-16-16-16-16 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 308-345-384-384-416-448 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 28-30-32-32-32-32 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 294-330-368-368-400-432 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 28-30-32-32-32-32 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 280-315-352-352-384-416 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 42-45-48-48-48-48 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 266-300-336-336-368-400 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 42-45-48-48-48-48 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 252-285-320-320-352-384 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 14-15-16-16-16-16 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 28-45-32-32-32-32 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 14-15-16-16-16-16 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 360-400-442-442-476-510 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 7: Færið prjónamerkið 180-200-221-221-238-255 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 180-200-221-221-238-255 lykkjur að gagnstæðri hlið, 7. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum yfir hafið þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 15.-16.-17.-17.-17.-17. hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 384-425-468-468-504-540 lykkjur. Prjónið nú 7. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 16-17-18-18-18-18 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 368-408-450-450-486-522 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 16-17-18-18-18-18 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 352-391-432-432-468-504 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 32-34-36-36-36-36 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 336-374-414-414-450-486 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 32-34-36-36-36-36 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 320-357-396-396-432-468 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 48-51-54-54-54-54 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 304-340-378-378-414-450 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 48-51-54-54-54-54 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 288-323-360-360-396-432 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 16-17-18-18-18-18 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 32-51-36-36-36-36 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 16-17-18-18-18-18 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 408-450-494-494-532-570 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 8: Færið prjónamerkið 204-225-247-247-266-285 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 204-225-247-247-266-285 lykkjur að gagnstæðri hlið, 8. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum gráblár þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-25-26-26-28-30 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 17.-18.-0-19.-19.-0 hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 432-475-494-520-560-570 lykkjur. Prjónið nú 8. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 18-19-19-20-20-19 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 414-456-475-500-540-551 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 18-19-19-20-20-19 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 396-437-456-480-520-532 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 36-38-38-40-40-38 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 378-418-437-460-500-513 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 36-38-38-40-40-38 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 360-399-418-440-480-494 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 54-57-57-60-60-57 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 342-380-399-420-460-475 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 54-57-57-60-60-57 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 324-361-380-400-440-456 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 18-19-19-20-20-19 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 36-57-38-40-40-38 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 18-19-19-20-20-19 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= 24-25-26-26-28-30 lykkjur fleiri) = 456-500-520-546-588-600 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 9: Færið prjónamerkið 228-250-260-273-294-300 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 228-250-260-273-294-300 lykkjur að gagnstæðri hlið, 9. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Prjónið nú með litnum yfir hafið þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð (= slétt umferð) er aukið út um 24-0-0-0-0-0 lykkjur jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út með 1 uppslætti á eftir 19-0-0-0-0-0 hverja lykkju). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 480-500-520-546-588-600 lykkjur. Útaukningum er nú lokið í öllum stærðum. Prjónið nú 9. stykki með stuttum umferðum fram og til baka í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 20-20-20-21-21-20 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 460-480-500-525-567-580 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 20-20-20-21-21-20 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 440-460-480-504-546-560 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 40-40-40-42-42-40 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 420-440-460-483-525-540 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 40-40-40-42-42-40 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 400-420-440-462-504-520 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 60-60-60-63-63-60 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 380-400-420-441-483-500 lykkjur), snúið, herðið á þræði. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 60-60-60-63-63-60 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (= 360-380-400-420-462-480 lykkjur), snúið, herðið á þræði. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 20-20-20-21-21-20 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónuð hefur verið 1 umferð yfir síðustu 40-60-40-42-42-40 lykkjur frá röngu (= 22-22-24-24-26-28 umferðir í garðaprjóni). Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan í hring með litnum ljós perlugrár þannig: Byrjið við prjónamerkið (= byrjun á umferð). UMFERÐ 1: Prjónið * 20-20-20-21-21-20 sléttar lykkjur, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þ.e.a.s. sláið 1 sinni uppá prjóninn þar sem snúið var við í stuttu umferðinni) * prjónið frá *-* hringinn alla umferðina (= lykkjufjöldinn verðu sá sami) = 480-500-520-546-588-600 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt). Klippið þráðinn frá. STYKKI 10: Færið prjónamerkið 240-250-260-273-294-300 lykkjur (þ.e.a.s. byrjun á umferð færist nú til með 240-250-260-273-294-300 lykkjur að gagnstæðri hlið, 10. stykki er nú prjónað með byrjun frá prjónamerki). Allt stykkið er prjónað með litnum gráblár þannig: Prjónið 4-4-6-8-8-8 umferðir garðaprjón hringinn = 480-500-520-546-588-600 lykkjur. Prjónið síðan alveg eins og STYKKI-9 frá og með stuttu umferðum (þ.e.a.s. frá eftir að allar útaukningar voru kláraðar). HLIÐ: Færið umferðina til 33-33-34-35-37-36 lykkjur fram (þ.e.a.s. færið 33-33-34-35-37-36 lykkjurnar (= á að vera hálf ermi) varlega yfir á hægri prjón), setjið 1 prjónamerki hér = byrjun á næstu umferð. Prjónið nú stykkið áfram fram og til baka í garðaprjóni með litnum gráblár. Þegar stykkið mælist 39-41-43-45-47-49 cm frá eftir kanti í hálsmáli mælt frá miðju að framan, skiptist stykkið hér – stillið af að prjónað sé slétt í þessari umferð. Prjónið fyrstu 174-184-192-204-220-228 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 66-66-68-69-74-72 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 174-184-192-204-220-228 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 66-66-68-69-74-72 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Klippið frá. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram- og til baka með litnum gráblár. = 360-384-400-424-456-476 lykkjur. Fyrsta umferðin er prjónuð þannig – með byrjun frá röngu: Byrjið í 4.-5.-5.-5.-5.-6. lykkju á 6-8-8-8-8-10 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist ca 10 cm frá skiptingu. Fellið laust af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka með litnum gráblár. Setjið 66-66-68-69-74-72 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón 3,5. Fyrsta umferð er prjónuð þannig – með byrjun frá röngu: Prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 3-4-4-4-4-5 lykkjum sem fitjaðar voru upp mitt undir ermi, prjónið 66-66-68-69-74-72 lykkjur og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af síðustu 3-4-4-4-4-5 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-74-76-77-82-82 lykkjur. Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist ca 24-23-21-20-18-16 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd). Fellið laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman fram- og bakstykki í hlið kant í kant – saumið garðaprjón við garðaprjón. Saumið sauma undir ermum kant í kant – saumið garðaprjón við garðaprjón. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterswaggersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.