Breige skrifaði:
Your answer on City chic jacket cannot be right. I started with 4 stitches in raspberry, finishing on row 20 with 4 stitches in raspberry. If I start again at row 1 , I would have 4 stitches in raspberry instead of 4 stitches in black. According to the pattern it looks like those 4 stitches across the row alter ate from one color to the other throughout the entire pattern.
07.02.2024 - 00:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Breige, it looks like you are right, repeat the whole diagram - I forwarded this to our design team so that they can check and edit asap. Happy knitting!
07.02.2024 - 08:22
Breige skrifaði:
Thank you for your timely response. If I do start again at row 1, when do I knit rows 21 to 40?
06.02.2024 - 17:55
Breige skrifaði:
Hello, I have just completed row 20 on the back piece. I do not understand the directions saying A.X. is repeated in height as shown in diagrams. Not sure what that means. Do I continue onto row 21 or do I repeat A.X. again starting at row 1? If I continue why is the AX shown in brackets. Thank you.
06.02.2024 - 07:19DROPS Design svaraði:
Dear Breige, start again from 1st row and repeat the 20 rows shown with A.x. Happy knitting!
06.02.2024 - 09:03
Irina skrifaði:
Is it really possible that only 175g of yarn ( 100+75 for size M) is needed? That must be a misprint.
24.05.2020 - 20:10DROPS Design svaraði:
Hi Irina. 175 g of yarn is correct for size M. Remember that this is a very lightweight yarn (25 g = 210 m). Happy knitting!
25.05.2020 - 09:08
Martine Dionisio skrifaði:
Correction pour ma dernière question, il s’agit de A3 sur la 3ème maille avant la fin mais non A1. Excusez-moi
25.12.2019 - 20:04
Martine Dionisio skrifaði:
Bonjour, Très joli modèle mais je ne comprends pas le diagramme : à la fin du premier rang pied-de-poule, il est écrit de tricoter A1 ( maille glissée) pour la 3ème maille avant la fin mais la 4ème maille avant la fin est déjà une maille glissée. Ce qui voudrait dire qu’il y aurait 2 mailles glissées de suite. Est-ce normal ? Merci d’avance pour votre réponse.
25.12.2019 - 20:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dionisio, vous tricotez (vu sur l'endroit): A.1, puis vous répétez A.2 (= en commençant par 1 m glissée, 4 m end) jusqu'à ce qu'il reste 3 mailles et terminez par A.3 (= 1 m glissée = comme la 1ère m de A.2) et 2 m end de A.1. Sur l'envers, tricotez: A.1, A.3, répétez A.2 (en lisant de gauche à droite) et terminez par A.1. Cette vidéo pourra peut-être vous aider. Bon tricot!
02.01.2020 - 10:55
Sahar Taha skrifaði:
Thanks for your explanation l got it
26.08.2019 - 13:25
Sahar Taha skrifaði:
I can't understand the daigram specially how can a slip the stitches and the strand Ian using in the wrong side... Can you make keep video about this stitch
25.08.2019 - 17:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Taha, your request has been forwarded to our team. When you slip the stitch from RS, the working yarn should be behind work = from WS (as before, ie just slip the stitch and work the next stitch) - when you have to slip the stitch from WS the working yarn is behind work (facing RS), before slipping the stitch, place the working yarn facing you (= towards the WS of piece), slip the stitch, then place the working yarn again as it should be (= facing RS) to continue knitting the next stitches. Happy knitting!
26.08.2019 - 09:16
Sahar Taha skrifaði:
This pattern is beautiful but l can not understand the diagram especially how can l slip stitch and the strand I am using in the wrong side. can you make video about this stitch thanks a lot
25.08.2019 - 17:32DROPS Design svaraði:
Dear Sahar, unfortunately we don't have a video tutorial, but you simply have to pass one stitch from the left to the right needle kkeping the yarn in front or on the back of the work to get the decorative pattern. Happy knitting!
25.08.2019 - 18:21
Pia Olsen skrifaði:
Hvor bliver den fulde opskrift til denne pæne trøje/jakke af? Jeg kan se at den er der på blusen. Venlig hilsen Pia
21.08.2019 - 14:07DROPS Design svaraði:
Hej. Nu finns den även på danska. Lycka till!
22.08.2019 - 08:40
City Chic Jacket#citychicjacket |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með pepita mynstri úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í garðaprjóni og rúðumynstri með löngum lykkjum. Stærð S – XXXL.
DROPS 206-21 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um hliðar á bakstykki, framstykki og hliðar á ermum). Aukið út innan við ystu lykkju í hvorri hlið á bakstykki og ermum og í hlið á báðum framstykkjum. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í garðaprjóni og prjónið jafnóðum inn í mynstur ÚTAUKNING-2 (á við um kant í hálsi): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og dragið frá þann lykkjufjölda sem auka á út í hálsi (t.d. 122 lykkjur) = 18 útaukningar. Síðan deilir þú 104 lykkjum með 18 útaukningum = 5,8. Í þessu dæmi er slegið 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með tvöföldum þræði. Eða hægt er að fella ef með grófari prjónum. HNAPPAGAT (á við um hægri kant að framan þegar flíkin er mátuð): Fellið af fyrir 6-6-6-7-7-7 hnappagötum í hægri kanti að framan (fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – ATH: Fallegast er ef fellt er af fyrir hnappagötum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman í einingu með 2 lykkjur brugðið (séð frá réttu). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Neðsta hnappagatið á að vera ca 2 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið á undan hnappagati í hálsmáli á að vera ca 6 til 7 cm frá kanti í hálsmáli. Hin 4-4-4-5-5-5 hnappagötin eru staðsett með ca 7 til 8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki, framstykki og ermar er prjónað fram- og til baka á hringprjón hvert fyrir sig. Öll stykkin eru prjónuð neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman áður en kantur að framan er prjónaður, kantur í hálsmáli og skraut vasar . BAKSTYKKI: Notið 2 þræði í litnum svartur og fitjið upp 95-105-115-125-140-155 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, í ca 2 með 2 þræði í litnum svartur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Takið frá annan þráðinn og prjónið nú einungis með 1 þræði. Nú byrjar pepita mynstrið, þ.e.a.s. prjónið mynstur frá réttu þannig: Prjónið A.1 yfir 2 lykkjur, endurtakið A.2 þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.3 yfir 1 lykkju og endið með A.1 yfir 2 síðustu lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 5-5-5-6-6-6 cm millibili alls 5 sinnum í hvorri hlið = 105-115-125-135-150-165 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm, fellið lykkjur af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-2-3-3 sinnum, 2 lykkjur 2-2-3-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 3-3-6-8-8-11 sinnum í hvorri hlið = 85-95-95-95-100-105 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, fellið af miðju 33-35-35-35-34-39 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (það eru 26-30-30-30-33-33 lykkjur í hvorri öxl). Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 24-28-28-28-31-31 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til eftir er ca ½ cm þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, en endið eftir annað hvort heila rönd í litnum svartur eða heila rönd í litnum hindber. Skiptið yfir á hringprjón 3. Byrjið frá réttu og prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með litnum svartur. Felllið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Prjónið hina öxlina á sama hátt. Bakstykki mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Notið 2 þræði í litnum svartur og fitjið upp 45-50-55-60-70-75 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3. Prjónið garðaprjón fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, í ca 2 með 2 þræði í litnum svartur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Takið frá annan þráðinn og prjónið nú einungis með 1 þræði frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá miðju að framan): Prjónið A.1 yfir 2 lykkjur, endurtakið A.2 þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.3 yfir 1 lykkju og endið með A.1 yfir 2 síðustu lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 5-5-5-6-6-6 cm millibili alls 5 sinnum í hlið = 50-55-60-65-75-80 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm, fellið lykkjur af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið þannig (þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá röngu): Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-2-3-3 sinnum, 2 lykkjur 2-2-3-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 3-3-6-8-8-11 sinnum í hvorri hlið = 40-45-45-45-50-50 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm, fellið af ystu 10-11-11-11-13-13 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að þurfta ekki að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á band. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 24-28-28-28-31-31 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til eftir er ca ½ cm þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, en endið á sama stað og á bakstykki. Skiptið yfir á hringprjón 3. Byrjið frá réttu og prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með svartur. Felllið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Notið 2 þræði í litnum svartur og fitjið upp 45-50-55-60-70-75 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3. Prjónið garðaprjón fram og til baka í ca 2 cm með þræði í litnum svartur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Takið frá annan þráðinn og prjónið nú einungis með 1 þræði frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá hlið): Prjónið A.1 yfir 2 lykkjur, prjónið A.3 yfir 1 lykkju, endurtakið A.4 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með A.1 yfir 2 síðustu lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 5-5-5-6-6-6 cm millibili alls 5 sinnum í hlið = 50-55-60-65-75-80 lykkjur. Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið. Aukið svona út með 5-5-5-6-6-6 cm millibili alls 5 sinnum í hlið = 50-55-60-65-75-80 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm, fellið lykkjur af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið þannig (þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá réttu): Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-2-3-3 sinnum, 2 lykkjur 2-2-3-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 3-3-6-8-8-11 sinnum í hvorri hlið = 40-45-45-45-50-50 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm, fellið af ystu 10-11-11-11-13-13 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 24-28-28-28-31-31 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til eftir er ca ½ cm þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, en endið á sama stað og á hægra framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 3. Byrjið frá réttu og prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með litnum svartur. Felllið af með sléttum lykkjum frá réttu. HÆGRI ERMI (þegar flíkin er mátuð): Notið 2 þræði í litnum svartur og fitjið upp 58-58-62-62-66-66 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3. Allt stroffið er prjónað með 2 þráðum í litnum svartur. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 8-8-7-7-6-6 lykkjur jafnt yfir = 50-50-55-55-60-60 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Takið frá annan þráðinn og prjónið síðan einungis með 1 þræði. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið mynstur frá réttu þannig: Prjónið A.1 yfir 2 lykkjur, endurtakið A.2 þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.3 yfir 1 lykkju og endið með A.1 yfir 2 síðustu lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 7-8-7-8-6-9 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3-2½-2½-2-2-1½ cm millibili alls 15-17-18-21-22-24 sinnum = 80-84-91-97-104-108 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 51-51-51-50-49-47 cm (nú eru eftir ca 8-8-9-11-12-14 cm þar til ermakúpan hefur náð réttu máli, en athugið að það á að brjóta uppá 3 neðstu cm). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu. Prjónið nú ermakúpu, þ.e.a.s. fellið lykkjur af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-1-1-1 sinni í hvorir hlið, 2 lykkjur 2-2-2-3-3-3 sinnum í hvorri hlið og 1 lykkja 12-12-14-17-20-24 sinnum í hvorri hlið. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til ermin mælist ca 58-58-59-60-60-60 cm. Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið og fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 59-59-60-61-61-61 cm ofan frá og niður. VINSTRI ERMI: Prjónið vinstri ermi á sama hátt og hægri ermin, en þegar pepita mynstrið byrjar er fyrsta umferðin prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 yfir 2 lykkjur, prjónið A.3 yfir 1 lykkju, endurtakið A.4 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með A.1 yfir 2 síðustu lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Brjótið uppá neðstu 3 cm á ermum. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (þegar flíkin er mátuð): Notið 2 þræði í litnum svartur og hringprjón 3 og prjónið upp frá réttu ca 109-113-117-121-125-129 lykkjur meðfram kanti mitt að framan á hægra framstykki (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4 + 1). Allur kanturinn að framan er prjónaður með 2 þráðum í litnum svartur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (þ.e.a.s. frá hálsmáli): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff, en eftir ca 1-1½ cm er fellt af fyrir 6-6-6-7-7-7 HNAPPAGAT jafnt yfir – sjá útskýringu að ofan. Prjónið áfram þar til kantur að framan mælist ca 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (þegar flíkin er mátuð): Notið 2 þræði í litnum svartur og hringprjón 3 og prjónið upp frá réttu ca 109-113-117-121-125-129 lykkjur meðfram kanti mitt að framan á vinstra framstykki. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og 1 umferð slétt frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (þ.e.a.s. neðri kanti): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í ca 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið 2 þræði í litnum svartur og hringprjón 3 og prjónið upp frá réttu ca 104 til 124 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þráðum að framan). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út jafnt yfir til 122-126-130-130-134-142 lykkjur (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4 + 2) – sjá ÚTAUKNING-2. Næsta umferð er prjónuð frá röngu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff en þegar kantur í hálsmáli mælist ca 1-1½ cm fellið af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin í hægri kant að framan. Fellið af fyrir hnappagötum með því að prjóna þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman, sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður brugðið í næstu umferð svo það myndist gat). Prjónið áfram þar til kantur í hálsmáli mælist ca 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. SKRAUT VASI: Vasarnir eru einungis til skrauts og hafa enga notkunarmöguleika. Notið 2 þræði í litnum svartur og fitjið upp 20-20-22-22-24-24 lykkjur á hringprjón 3. Prjónið garðaprjón fram og til baka með 2 þráðum í litnum svartur í ca 2 til 2½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið annan vasa á sama hátt. Staðsetjið vasana á framstykkin ca 8 til 12 cm frá neðri kanti og ca 7 til 11 cm frá kanti yst á kanti að framan (mátið e.t.v. peysuna og staðsetjið eftir eigin ósk). Saumið vasana niður með smáu spori. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #citychicjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.