Hvernig á að prjóna Pepita mynstur

Keywords: húfa, jakkapeysa, peysa, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum Pepita mynstur með 2 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Mynstrið í þessu myndbandi nær yfir 5 lykkjur, við prjónum 20 lykkjur + 2 lykkjur garðaprjón (= slétt í hverri umferð) í hvorri hlið (= 24 lykkjur). Einnig er hægt að prjóna þetta mynstur yfir færri/fleiri lykkjur og eftir mynsturteikningu, sem í þessu dæmi er í peysu í DROPS 206-21. Í myndbandinu sýnum við 4 umferðir með litnum ljós grár og eftir það 2 umferðir með litnum grár.
1. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (frá þér, séð frá réttu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
2. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (að þér, séð frá röngu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
3. UMFERÐ: Endurtakið 1. Umferð.
4. UMFERÐ: Endurtaki 2. Umferð. Skiptið um lit og endurtakið 1.-4. umferð, en nú færist mynstrið til þannig að prjónuð er 1 lykkja fleiri í hvert skipti sem 1 lykkju er steypt yfir.
Við notum garnið DROPS Snow og prufan í svörtu/hvítu er prjónuð úr DROPS Big Merino.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Patricia Olivia Fuchs wrote:

Hallo, schönes Muster! Wenn ich das Muster in Runden und glatt rechts stricken möchte, dann einfach die Randmaschen weglassen und alle Runden rechts stricken, und den Faden beim Abheben immer hinten lassen? Jede Reihe des Diagramms dann von rechts nach links lesen, so wie es bei Rundstricken üblich ist?

19.10.2020 - 06:42

DROPS Design answered:

Liebe Frau Fuchs, wenn Sie dieses Muster in Runden stricken, dann stricken Sie die Rückreihen links (= kraus rechts in Runden wird abwechslungsweise mit 1 Rd re/1 Rd li gestrickt) - die Maschen werden immer wie links abgehoben und der Faden immer auf der Innenseite (=Rückseite der Arbeit) - am besten immer zuerst eine kleine Maschenprobe stricken. Viel Spaß beim stricken!

19.10.2020 - 10:48

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.