Hvernig á að prjóna Pepita mynstur

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum Pepita mynstur með 2 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Mynstrið í þessu myndbandi nær yfir 5 lykkjur, við prjónum 20 lykkjur + 2 lykkjur garðaprjón (= slétt í hverri umferð) í hvorri hlið (= 24 lykkjur). Einnig er hægt að prjóna þetta mynstur yfir færri/fleiri lykkjur og eftir mynsturteikningu, sem í þessu dæmi er í peysu í DROPS 206-21. Í myndbandinu sýnum við 4 umferðir með ljós grár og eftir það 2 umferðir með grár.
1. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, takið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (frá þér, séð frá réttu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
2. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, takið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (að þér, séð frá röngu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
3. UMFERÐ: Endurtakið 1. Umferð.
4. UMFERÐ: Endurtaki 2. Umferð. Skiptið um lit og endurtakið 1.-4. Umferð, en nú færist mynstrið til þannig að prjónuð er 1 lykkja fleiri í hvert skipti sem 1 lykkju er steypt yfir.
Við notum garnið DROPS Eskimo og prufan í svörtu/hvítu er prjónuð úr DROPS Big Merino.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Tags: hattar, jakkapeysur, peysur, áferð,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.