ZRODLOWSKI skrifaði:
Merci pour toutes vos explications, ici je ne comprends pas pourquoi on parle d'augmentation de 6 fois de chaque côté tous les 3 cm. Merci de m'éclairer.
03.07.2025 - 09:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zrodlowski, le top a une légère forme de trapèze, ainsi, pour que le bas soit plus large, on va augmenter 2 m sur les côtés (1 m de chaque côté de chaque fil marqueur = 4 m au total), la 1ère augmentation se fait 3 cm après la division, puis la 2ème 3 cm plus loin = après 6 cm, la 3ème après 9 cm, la 4ème après 12 cm, la 5ème après 15 cm et la dernière après 18 cm. Tricotez jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 21 cm depuis la séparation et tricotez les côtes. Bon tricot!
03.07.2025 - 16:55
ZRODLOWSKI skrifaði:
Merci, vous êtes formidable !!!!!
01.07.2025 - 17:23
ZRODLOWSKI skrifaði:
Bonjour, je suis bloquée. Je me suis arrêtée au milieu du dos; je dois couper le fil et reprendre sous le bras au niveau du fil, donc à la -6e maille; Ce sera le nouveau départ du tricot ? merci pour votre réponse
01.07.2025 - 10:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zrodlowski, tout à fait, glissez la moitié des mailles du dos + la moitié des nouvelles mailles montées sous la manche sur l'aiguille droite, sans les tricoter et commencez maintenant les tours ici, au milieu sous la 1ère manche. Bon tricot!
01.07.2025 - 13:28
ZRODLOWSKI skrifaði:
Merci infiniment
30.06.2025 - 13:28
ZRODLOWSKI skrifaði:
Je suis arrivée à 304 mailles on me demande de placer 1 fil marqueur de chaque côté. on me demande également de le placer au milieu des 12 mailles montées. je ne comprends pas auriez vous une vidéo qui me montre comment procéder. Pour terminer le dos je dois placer le fil avant ? merci beaucoup
29.06.2025 - 22:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zrodlowski, pour avoir vos 304 mailles, vous avez monté 12 mailles pour remplacer les manches, mettez votre marqueur au milieu de ces 12 mailles, vous avez maintenant 1 fil marqueur de chaque côté de l'ouvrage pour repérer les côtes du pull. Bon tricot!
30.06.2025 - 09:11
ZRODLOWSKI skrifaði:
Je tricote le corps du travail mais je tricote à l'envers est ce normal ? merci
20.06.2025 - 17:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zrodlowski, vous devez commencer à tricoter en jersey après A.3, autrement dit, avant la division, donc lorsque vous tricotez le bas du top, vous tricotez en jersey, soit toutes les mailles à l'endroit sur l'endroit, en rond. Bon tricot!
23.06.2025 - 06:47
Marie-thérèse ZRODLOWSKI skrifaði:
Bonjour, déjà merci beaucoup pour toutes ces explications, j'ai encore une question : le rang de montage, il s'agit bien de la première ligne de tricot .. donc le col 3 cm et 3cm de A1 = 6cm. J'avais mesuré après les 3 cm , ce qui faisait 9cm pour moi. j'ai recommencé .....
13.05.2025 - 08:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zrodlowski, effectivement, depuis le rang de montage correspond à partir du début de l'ouvrage, autrement dit, dans les 3 dernières tailles vous tricotez 3 cm de côtes, puis 1 rang d'augmentations + le tour suivant puis A.1 jusqu'à 6 cm de hauteur totale, y compris les côtes du col. Bon tricot!
13.05.2025 - 20:35
Wei-Lei Hubbard skrifaði:
For 1st stitch of the A1 diagram, I am not sure what is “knit 1 stitch below next stitch“? does it mean to grab the first and below the same stitch together to make a Knit 1 stitch? thanks.
01.05.2025 - 17:17DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hubbard, in this video, we show how to work the diagram A.1 and the increases; this might help you to understand how to work these stitches. Happy knitting!
02.05.2025 - 08:23
Marie-thérèse ZRODLOWSKI skrifaði:
MERCI beaucoup.... je ne connaissais pas.... MERCI
30.04.2025 - 10:20
Marie-thérèse ZRODLOWSKI skrifaði:
Bonjour , Dois je recommencer le diagramme depuis le début jusqu'à atteindre les 6cm, merci
30.04.2025 - 07:57
Soda Fountain#sodafountaintop |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, klukkuprjóns lykkjum á berustykki og stuttum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-40 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu í A.1): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju í klukkuprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið út alveg eins við hitt prjónamerkið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 228 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 66) = 3,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist til fram- og bakstykki og kanta á ermum. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 111-123-129-129-138-150 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Flora. Byrjun á umferð = mitt að aftan. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2-2-2-3-3-3 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ S, M og L: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 148-164-172 lykkjur. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 215-230-250 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.1 hringinn (= 37-41-43-43-46-50 mynstureiningar með 4-4-4-5-5-5 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-6 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu – sjá ÚTAUKNING-1 = 185-205-215-258-276-300 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 4-4-4-5-5-5 lykkjur brugðið á milli hverra lykkja í klukkuprjóni. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-9 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið A.2 hringinn (= 37-41-43-43-46-50 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjur). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 333-369-387-430-460-500 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 37-41-43-43-46-50 mynstureiningar með 9-9-9-10-10-10 lykkjur). Haldið áfram með A.3 þar til stykkið mælist ca 16-17-19-21-23-25 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú 4 umferðir sléttprjón, EN í annarri hverri umferð halda klukkuprjóns lykkjur áfram eins og áður (þ.e.a.s. prjónið klukkuprjón eins og áður; en með sléttum lykkjum á milli hverra lykkja í klukkuprjóni – ATH: Klukkuprjóns lykkjurnar verða aðeins meira sýnilegri í þessum 4 umferðum, en gefa aðeins mýkri skiptingu á milli áferðar og sléttprjóns). Prjónið síðan sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur JAFNFRAMT sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 332-368-388-428-460-500 lykkjur í fyrstu umferð (þ.e.a.s. fækkið eða aukið lykkjum í réttan lykkjufjölda – á við um 4 minnstu stærðirnar). Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50-54-57-63-70-77 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 66-76-80-88-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 100-108-114-126-140-154 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 66-76-80-88-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 50-54-57-63-70-77 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og kantar á ermum er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 212-232-248-272-304-332 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 6-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – þau eru notuð síðar þegar auka á út í hliðum. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5-5-3½-3-3-3 cm millibili alls 4-4-5-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 228-248-268-296-328-356 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 66-70-74-82-92-100 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-3 = 294-318-342-378-420-456 lykkjur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að storffið sem á að prjóna, dragist saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum. Toppurinn mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður. KANTUR Á ERMI: Setjið 66-76-80-88-90-96 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-84-90-98-102-108 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-0-0-1-0-0 lykkjur = 72-84-90-99-102-108 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sodafountaintop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-40
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.