Loredana skrifaði:
Ciao, il filato è usato doppio?
26.01.2025 - 13:49DROPS Design svaraði:
Ciao, no, il maglione è lavorato con filato singolo.
26.01.2025 - 15:04
Daria skrifaði:
Hello. Is the pattern on the sweater on the front only or back as well? Also, how do you get 54 stitches from 19 stitches on the back when doing the increases in even multiples? I’m doing the small and not sure how I go from 19 stitches and only two increases in that section 17 times and get 54 stitches after the yoke is done.
30.10.2024 - 14:03DROPS Design svaraði:
Dear Daria, the lace pattern is worked only on front piece, back piece is worked in stocking stitch (as sleeves). The 2 sts for raglan belong to body when dividing so that you will have: 1 raglan stitch + 17 sts increased + 17 sts back piece + 17 sts increased + 2 sts raglan = 54 sts for back piece (and 17 sts increased + 7 sts sleeve + 17 sts increased = 41 sts for sleeve). Happy knitting!
30.10.2024 - 16:17
Ana Orleans skrifaði:
Hola, acabo de empezar pero tengo una duda, el dibujo del raglan A1 solo se hace en el delantero y la espalda es punto Jersey derecho con lazadas? Muchas gracias
22.03.2024 - 21:34
María skrifaði:
Hola! Me encanta este jersey y la lana Melody! Lo estoy tejiendo en la talla L. Tengo una duda con el canesú: en el canesú comienzan los aumentos ranglan desde la primera vuelta, es decir: lazada, punto derecho, deslizar marcador, p derecho, lazada y después los puntos de espalda, mangas, etc. Cuando comienza el delantero, pone “trabajar 9 p jersey (=manga), hacer una lazada y trabajar A.1 (=17 puntos), .. “ pero entonces no se hace aquí el aumento ranglan? Gracias!
23.05.2023 - 16:45DROPS Design svaraði:
Hola María, se trataba de un fallo en el patrón, ya está corregido. Muchas gracias.
28.05.2023 - 18:24
Lotekky skrifaði:
How am I supposed to make two yarn overs right next to each other? Is this supposed to make two holes side by side? If not, won’t my stitch count be off?
05.09.2022 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hi Lotekky, The 2 yarn overs are separated by 1 knitted stitch. Happy knitting!
06.09.2022 - 06:56
Debra Jean Bright skrifaði:
Hello. I read Elaine's question, and your answer, but I am still confused regarding making the last increases in stockinette stitch on either side of A2. I am making size Medium. When I finish A1, I will still need to make more increases. Where do I put them in the pattern? Do the last increases refer to the last rows of A2 after I have made all of my increases? Thank you
31.10.2021 - 06:40DROPS Design svaraði:
Dear Debra, the increases for the front and back are included in A.1. For the sleeves, the increases are worked in stocking stitch and are worked independently of A.1. These increases are on each side of the stitches of the raglan (= 2 stitches). Happy knitting!
01.11.2021 - 13:30
Joan skrifaði:
Bonjour, Que signifie "commencez le tour à un fil marqueur et faites suivre les fils marqueurs" ? Merci
30.10.2021 - 12:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Joan, lorsque vous avez divisé les mailles de l'empiècement et monté les mailles sous la manche, vous tricotez jusqu'au milieu des premières mailles montées sous la 1ère manche, autrement dit à l'un des fils marqueurs; les tours commencent désormais ici. Faites suivre vos fils marqueurs au fur et à mesure que vous tricotez pour bien conserver leur emplacement (cf vidéo). Bon tricot!
02.11.2021 - 13:47
Claire skrifaði:
Merci pour votre réponse. Petite précision : A1 n'est à tricoter que sur le devant ou sur le dos également ? Merci... Bonne après midi C
21.10.2021 - 14:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire, on ne tricote A.1 que sur le devant - (le paragraphe RAGLAN a été corrigé, consultez la correction en rouge en bas de page si besoin); le dos se tricote en jersey. Bon tricot!
21.10.2021 - 16:05
Claire skrifaði:
Bonjour, Pouvez vous me confirmer qu\'il devrait y avoir un jeté et une maille de chaque côté de A.1 tout le long ? Je suis au tour 8 de A.1 et j\'ai, depuis le marqueur : 1maille, 1 jeté que je tricote avec le brin arrière, puis A.1, sauf que sur l\'ouverture la fin de A.1 se termine au marqueur suivant (c\'est à que la maille torse et la maille d\'avant le marqueur sont intégrés dans A.1) Y a t'il une erreur ? J'espère avoir été assez claire, merci pour votre aide
21.10.2021 - 11:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire, vous devez effectivement avoir 1 jeté de chaque côté de A.1 car vous augmentez pour le raglan - cf RAGLAN, ces jetés se tricotent à l'endroit au tour suivant, pas torse, pour qu'ils forment un trou. Autrement dit, vous augmentez de chaque côté des 2 mailles jersey à chaque transition dos/devant et manches, donc avant A.1 et après A.1 sur le devant/le dos. Bon tricot!
21.10.2021 - 13:17
Diane skrifaði:
Bonjour, Quand vous mentionnez des aiguilles no8, voulez-vous dire 8 mm ou 4mm? Merci beaucoup, Diane
29.01.2021 - 14:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane, la taille des aiguilles dans les modèles français est toujours indiquée en mm, autrement dit, il faut ici des aiguilles 8 mm et 7 mm. Bon tricot!
29.01.2021 - 14:59
Miss Lemon#misslemonsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 200-28 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 50 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 8,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð ca 7. og 8. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = það eiga að myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í mynstur (í sléttprjóni á ermi, í sléttprjóni á bakstykki og í mynstri/sléttprjóni á framstykki). ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur slétt saman = 1 lykkja (færið prjónamerkið til fyrir þessa lykkju á eftir hverri úrtöku). ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI Fitjið upp 50-50-52-56-58-60 lykkjur á hringprjón 7. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið í 3 cm, síðan er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-8-4-6-0 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-ÚRTAKA = 56-56-60-60-64-60 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki hér – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið ÁN þess að prjóna þær – setjið prjónamerkin þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis), setjið 1 prjónamerki eftir 19 nýjar lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki eftir 9-9-11-11-13-11 nýjar lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki eftir 19 nýjar lykkjur (= framstykki), nú eru eftir 9-9-11-11-13-11 lykkjur að fyrsta prjónamerki (= ermi). Næsta umferð er prjónuð þannig: Umferðin byrjar við fyrsta prjónamerki á bakstykki. Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 17 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-9-9-11-9 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 17 lykkjur framstykki – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-9-9-11-9 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. Þetta var fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með A.1 og sléttprjón jafnframt því sem aukið er út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 15-17-18-19-20-22 sinnum (meðtalin fyrsta útaukning eins og útskýrt er að ofan). Eftir A.1 er prjónað A.2 yfir sömu lykkjur eins og fyrir A.1 og síðustu útaukningarnar eru prjónaðar jafnóðum í sléttprjóni hvoru megin við A.2. Mynsturteikning A.2 er endurtekin á hæðina til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka á stykkið að mælast ca 21-24-26-27-29-31 frá prjónamerki frá byrjun á berustykki. Prjónið e.t.v. áfram með mynstri án útaukninga að réttu máli. Eftir berustykki er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið 50-54-57-60-63-68 lykkjur sléttprjón (= á bakstykki), setjið næstu 37-41-43-43-45-45 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið 4-6-8-10-8-11 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.2 (= 43-43-43-43-51-51 lykkjur) og prjónið 4-6-8-10-8-11 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 37-41-43-43-45-45 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 1-1-2-3-4-5 lykkjurnar (= á bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 110-118-126-138-150-166 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið. Byrjið umferð við prjónamerki og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri A.2. Þegar stykkið mælist 25-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu (ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl) prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-18-20-22-24 lykkjur jafnt yfir = 126-136-144-158-172-190 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er fellt af með prjónum nr 8. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 37-41-43-43-45-45 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjón 8, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-6-8-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 41-45-47-49-53-55 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-6-8-10 lykkjur og byrjuð umferð hér. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3½-2½-2½.-2-2 cm millibili alls 7-8-9-9-11-11 sinnum = 27-29-29-31-31-33 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-33-32-31-30-28 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5 lykkjur jafnt yfir = 32-34-34-36-36-38 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Ermin mælist ca 41-38-37-36-35-33 cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með prjón nr 8. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misslemonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.