Veronica Righi skrifaði:
Ora continuare a maglia rasata in tondo per 1-3-5-7-9-11 cm e allo stesso tempo aumentare 2-14-19-23-24-26 maglie in modo uniforme sul 1° giro – ricordarsi del SUGGERIMENTO PER GLI AUMENTI-1. sprone dopo grafico A4: per la taglia S devo aumentare solo 2 maglie ? Cordiali saluti Veronica
07.04.2025 - 19:28DROPS Design svaraði:
Buongiorno Veronica, è corretto, può procedere come indicato. Buon lavoro!
10.04.2025 - 16:28
Barbars skrifaði:
Buongiorno ho bisogno di chiarimenti Manica diminuzioni Taglia L: diminuire ogni cm, 5 volte…… Significa diminuire ad ogni ferro per 5 volte? Grazie
04.10.2024 - 12:55DROPS Design svaraði:
Buonasera Barbara, deve diminuire ad ogni cm, non su ogni ferro. Buon lavoro!
06.10.2024 - 18:29
Johny skrifaði:
Hello Drops team! I am now knitting the sleeves for this pattern and have noticed that once I reach diagram A.5 for the second set of fans, they do not lie in the center of the first set of fans on the sleeve. Is there a way to alter the pattern here in order for these fans to sit in the center of the previous ones? Thank you in advance!
11.07.2024 - 08:47DROPS Design svaraði:
Dear Johnny, the fans get aligned when you change the start of the round; After completing pattern A.1 - "Knit 4 stitches, remove the marker thread from the beginning of the round and insert it here (i.e. the beginning of the round has now been moved 4 stitches to the left)." You move it 4 stitches but, if you need to move it differently to align it you can modify these instructions and knit and move it more or less stitches to the left. Happy knitting!
16.07.2024 - 19:46
Stefania Hagen Codraro skrifaði:
Come già segnalato più volte nei commenti (E NON ANCORA CORRETTO!) ci sono degli errori nella spiegazione delle maniche, sul numero di maglie da spostare per poter posizionare i ventagli successivi al centro delle linee di ventagli precedenti. Sarebbe cosa buona procedere con una correzione... Grazie
20.06.2024 - 12:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Stefania, ci può segnalare i commenti a cui fa riferimento? Al momento non sono segnalate correzioni per questo modello. Il segnapuntiva spostato dopo aver lavorato le 4 maglie diritto. Buon lavoro!
23.06.2024 - 11:44
Anja skrifaði:
Hier ist ein Fehler in der deutschen Anleitung: ABNAHMETIPP (gilt für die Ärmel): Je 1 Masche beidseitig des Markierungsfadens wie folgt abnehmen: Stricken bis noch 2 Maschen vor dem Markierungsfaden übrig sind, ... Es muss heißen: Stricken bis noch 3 Maschen vor dem Markierungsfaden übrig sind
25.04.2024 - 20:55
Anette Schwarz skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, Ich stricke gerade die ersten Fächer, so, wie ich die Strickschrift A1 lese, sind die Fächer 5 Maschen auseinander. Das Bild oben links zeigt aber deutlich mehr Maschen dazwischen. Können Sie mir bitte dazu was sagen! Lg
19.07.2021 - 10:01DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schwarz, ja genau, wenn Sie die Fächer stricken (= bei der 5. Reihe in A.1, sind es 5 Maschen zwischen den Fächern, aber Sie die Fächer stricken, stechen Sie die Nadel in die markierte Masche unten (= 1. Reihe in A.1 = "Grund" von dem Fächer), sind es dann 9 Maschen zwischen jedem Fächern. Viel Spaß beim stricken!
19.07.2021 - 10:13
Martine skrifaði:
Bonjour, Depuis un certain temps je ne peux plus voir vos vidéos explicatives. Lorsque je lance la lecture, un cercle se met à tourner indéfiniment. Pouvez-vous me dire ce qui pourrait bien occasionner ce problème ? Par avance, merci.
16.07.2020 - 17:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, les vidéos devraient être lisibles, pensez à vérifier votre connexion internet tout autant que les paramètres de votre navigateur (mises à jour etc...) - Et rappelez-vous que vous pouvez aussi retrouver toutes nos vidéos sur YouTube. Bon tricot!
16.07.2020 - 17:35
Camilla Lenita skrifaði:
Jag stickar ena ärmen nu men jag hittar inget minskningstips i beskrivningen?
19.05.2020 - 20:25DROPS Design svaraði:
Hej Camilla. Tack för info, detta har nu lagts till längst upp på mönstret under förklaring till beskrivningen. Mvh DROPS Design
20.05.2020 - 10:30
Zanne skrifaði:
Jeg er pt i gang med denne skønne model, men har desværre erfaret der er fejl i opskriften, også kommenteret allerede tilbage i sommeren 2019,men er stadig ikke rettet, hvilket jeg finder rigtig træls. Fejlen ligger i, at der i opskriften på ærmedelen skrives, at omgangstråden skal flyttes 4 masker til venstre, - det er ikke korrekt! Den skal flyttes 8 masker, for at viften kommer i midten af den foregående rækkes vifter. Det ville være rigtig rart, at I fik rettet dette.
15.01.2020 - 22:45
Sonja Vandeven skrifaði:
Bedank voor het mooie model .\r\nIk vind de trui prachtig.\r\nHeb hem met 2 draden gebreid waarvan 1 effe kleur (groen) en 1 in een draad(bordo , groen ,blauw ,okergeel) die gevlamd is ,zeer mooi!
14.11.2019 - 19:09
Spring Song#springsongsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með sólfjaðramynstri og trompetermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-23 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 123 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 17,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 17. og 18. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 123-126-129-135-144-150 lykkjur á hringprjón 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir stroff. Prjónið síðan 1 umferð slétt. Prjónið 1 umferð til viðbótar með sléttum lykkjum þar sem aukið er út um 7-14-11-15-16-20 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 130-140-140-150-160-170 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Prjónið nú mynstur A.1 (= 10 lykkjur) alls 13-14-14-15-16-17 sinnum hringinn í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 169-182-182-195-208-221 lykkjur í umferð (og það er eitt prjónamerki í hverri einingu með A.1). Prjónið 5 lykkjur slétt, takið prjónamerkið úr í byrjun á umferð og setjið það hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 5 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. Nú er mynstur A.2 prjónað (= 13 lykkjur) alls 13-14-14-15-16-17 sinnum í umferð. ATH: Sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 208-224-224-240-256-272 lykkjur í umferð (og það er eitt prjónamerki í hverri einingu með A.2). Prjónið 7 lykkjur slétt, takið prjónamerki úr í byrjun á umferð og setjið það hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 7 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú mynstur A.3 (= 16 lykkjur) alls 13-14-14-15-16-17 sinnum í umferð. ATH: sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 221-238-238-255-272-289 lykkjur í umferð (og það er prjónamerki í hverri einingu A.3). Prjónið 8 lykkjur slétt, takið úr prjónamerki í byrjun á umferð og setjið hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 8 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. Prjónið nú mynstur A.4 (= 17 lykkjur) alls 13-14-14-15-16-17 sinnum í umferð. ATH: sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 286-308-308-330-352-374 lykkjur í umferð (og það er prjónamerki í hverri einingu A.4). Stykkið mælist ca 16 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Haldið nú áfram í sléttprjóni hringinn í 1-3-5-7-9-11 cm, jafnframt er aukið út um 2-14-19-23-24-26 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 1-2-2-3-4-5 cm millibili alls 1-1-2-2-2-2 sinnum = 288-322-346-376-400-426 lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-19-21-23-25-27 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið fyrstu 42-46-49-55-60-65 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 84-93-99-110-120-131 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 42-47-50-55-60-66 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-202-218-240-264-290 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið (= 4-4-5-5-6-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 7 cm millibili alls 4 sinnum = 200-218-234-256-280-306 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30 cm frá skiptingu, aukið út um 31-31-36-38-41-45 lykkjur jafnt yfir = 231-249-270-294-321-351 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar fellt er af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi. Prjónamerkið er byrjun á umferð og fylgir með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum í mismunandi stærðum þannig: Stærð S: Fækkið lykkjum með 4 cm millibili alls 5 sinnum. Stærð M: Fækkið lykkjum með 2 cm millibili alls 8 sinnum. Stærð L: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili alls 5 sinnum og með 2 cm millibili 4 sinnum. Stærð XL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 5 sinnum og með 2 cm millibili 4 sinnum. Stærð XXL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 6 sinnum og með 2 cm millibili 3 sinnum. Stærð XXXL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili alls 9 sinnum. Þegar allar úrtökur hafa verið gerðar til loka eru 58-60-66-70-74-78 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með sléttprjón þar til ermin mælist 22-21-19-18-16-14 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 60-60-68-68-76-76 lykkjur. Prjónið mynstur þannig: * prjónið 5-5-7-7-9-9 lykkjur slétt, A.1 *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum í umferð. Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 72-72-80-80-88-88 lykkjur í umferð (og það er eitt prjónamerki í hveri einingu A.1). Prjónið 4 lykkjur slétt, takið prjónamerkið úr í byrjun á umferð og setjið það hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 4 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 8-8-10-10-12-12 lykkjur slétt, A.5 (= 10 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum í umferð. ATH: sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 84-84-92-92-100-100 lykkjur í umferð (og það er eitt prjónamerki í hverri einingu A.5). Prjónið 5 lykkjur slétt, takið úr prjónamerki í byrjun á umferð og setjið það hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 5 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 11-11-13-13-15-15 lykkjur slétt, A.1 *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum í umferð. ATH: sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 96-96-104-104-112-112 lykkjur í umferð (og það er prjónamerki í hverri einingu A.1). Prjónið 4 lykkjur slétt, takið úr prjónamerki í byrjun á umferð og setjið það hér (þ.e.a.s. byrjun á umferð hefur nú verið færð til um 4 lykkjur til vinstri). Takið úr þau prjónamerki sem eftir eru í stykkinu. Prjónið nú mynstur þannig: * prjónið 14-14-16-16-18-18 lykkjur slétt, A.5 *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum í umferð. ATH: sólfjaðrirnar eiga að vera mitt á milli sólfjaðra frá fyrri umferð. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 108-108-116-116-124-124 lykkjur í umferð (og það er prjónamerki í hverri einingu A.5). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-7-7-8-8 lykkjur jafnt yfir = 114-114-123-123-132-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið (= 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 38-37-35-34-32-30 cm. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.