Pennock skrifaði:
Patroon 201/30, wat wordt bedoeld met 3 strepen? Uit hoeveel naalden bestaan die strepen? Met vriendelijke dank
31.05.2019 - 10:20DROPS Design svaraði:
Dag Pennock,
Bovenaan in het patroon bij 'STREPEN' staat uitgelegd hoe je de strepen breit en hoe breed deze strepen moeten worden. Je breit de strepen een aantal cm's. Hoeveel naalden dit is hangt af van je stkenverhouding.
31.05.2019 - 15:39
Elvanna skrifaði:
Das Modell ist unnötig kompliziert beschrieben. Anstatt das Patentmuster auf die Reihen mit den linken Patentmaschen zu stricken und dann alles komplett in linken Maschen zu arbeiten, ist es wesentlich sinnvoller den kompletten Pullover 'von innen' zu arbeiten (Zu- und Abnahmen auf rechte Patentmaschen und rechte Maschen im Muster) und ihn nach Abschluss umzuwenden.
14.04.2019 - 12:56DROPS Design svaraði:
Liebe Elvanna, ja grundsätzlich ginge das, allerdings müssen dann auch die Farben des Patentmusters umgedreht werden, damit sie auf der Vorderseite richtig erscheinen. Gutes Gelingen!
24.04.2019 - 11:32
Eva skrifaði:
Falta el diagrama. Gracias por estos patrones tan preciosos.
16.03.2019 - 23:55
Parker Posey skrifaði:
Ooh this looks like a brioche yoke! lovely!
12.01.2019 - 02:37
Riwaboot skrifaði:
Ein sehr schönes Briochemodell, da gibt es leider viel zu wenige zu sehen, daher bitte unbedingt veröffentlichen!!!!
08.01.2019 - 14:10
María skrifaði:
Parece que el canesú está hecho en brioche. Me parece precioso
18.12.2018 - 08:02
Annu Kiili skrifaði:
Ihana ylöosa paidassa
17.12.2018 - 15:46
Laura Waterfield skrifaði:
I can't tell if this is crochet or knit but like it.
14.12.2018 - 11:51
Egyptian Feathers#egyptianfeatherssweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og röndum í sikk-sakk mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-30 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrst er prjónað mynstur A.1 (= stroff í kanti í hálsi). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. RENDUR: Til þess að ná fram tveggja lita áhrifum, prjónið rendur með til skiptis 1 umferð litur-2 og 1 umferð litur-1. Mynstur A.2 byrjar í umferð með litnum natur eins og útskýrt er í uppskrift. Í hvert skipti sem annað hvort er aukið út eða lykkjum fækkað í A.2 og A.3, er það gert í umferð með litur-2. Rendurnar eru prjónaðar í klukkuprjóni. RÖND 1: Litur-1 = fjólublár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 5 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 2: Litur-1 = gráblár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 9 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 3: Litur-1 = natur, litur-2 = fjólublár. Prjónið þar til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Síðasta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð með litnum fjólublár. Prjónið síðan rendur í brugðið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið með litnum natur. UMFERÐ 2: Prjónið með litnum fjólublár. Endurtakið umferð 1 og 2. LEIÐBEININGAR: Allur lykkjufjöldi sem er gefinn upp þegar prjónað er klukkuprjón er án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir sléttu lykkjunni og er talið saman sem 1 lykkja (ef annað er ekki tekið fram). ÚRTAKA (á við um miðju undi ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 252 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 14. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 14. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með sikk-sakk mynstri, síðan er stykkið prjónað í sléttprjóni með rönguna út og rendur með 1 umferð af hverjum lit. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp120-132-132-144-144-156 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.2 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum – og fyrsta umferð er prjónuð með litnum natur). Sjá RENDUR og LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 240-264-308-336-384-416 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 9-9-9-9-11-11 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Prjónið nú A.3 yfir A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 320-352-396-432-456-494 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 17-17-19-19-21-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Haldið nú áfram með brugðið og rendur eins og áður. Þegar stykkið mælist 19-19-21-21-21-21 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út lykkjur jafnt yfir þannig: Aukið út um 4-4-4-4-8-8 lykkjur með 2 cm millibili alls 1-2-1-1-2-2 sinnum = 324-360-400-436-472-510 lykkjur – lesið ÚTAUKNING-1. Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 49-53-58-65-72-78 lykkjur brugðið eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 98-106-116-130-144-157 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 49-53-58-65-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 212-228-248-276-304-330 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið brugðið hringinn eins og áður og rendur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½-2½-2½-3-3-2½ .cm millibili alls 10-10-10-9-9-11 sinnum = 252-268-288-312-340-374 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-29-29-29-29 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-18-18-17-19 lykkjur jafnt yfir = 270-288-306-330-357-393 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-84-88-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn, í röndum eins og áður. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-17-18-19-21 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-41-40-39-37-35 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir 2 cm að loka máli. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-2-0-1-2 lykkjur jafnt yfir = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir í sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-42-41-39-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #egyptianfeatherssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.