Karin Wiig skrifaði:
Kan en vrenge arbeidet etter bærestykke, slik at det bare strikkes rett?
12.05.2021 - 15:07DROPS Design svaraði:
Hej Karin, ja det kan du godt gøre :)
14.05.2021 - 08:53
Ruta skrifaði:
I think there is a mistake in A3 diagram for S-M size sweater. In 14th row counting from the bottom up and then every fourth row there is a x sign that means i need to purl yarn over and slipped stitch, yet on other size A3 diagrams on those rows you always have to knit a yarn over and slipped stitch. And i tried to study the photograph very closely and i can see that in between the feathers vertical lines are all knit stitches.
18.03.2021 - 11:30DROPS Design svaraði:
Dear Ruta, thanks for your feedback, diagram A.3 has been edited. Happy knitting!
22.04.2021 - 15:12
Berit S Larsen skrifaði:
Hei igjen og tusen takk for svar :-) Da venter jeg i spenning på ny video, og så får jeg også beklage, da var det like mye min skyld at jeg ikke fikk svar! Hilsen Berit
04.05.2020 - 17:00
Berit S Larsen skrifaði:
Jeg venter fremdeles på svar - se mitt spørsmål fra 8. mars (+ purring 23. mars). Altså snart ventet i 2 måneder!
30.04.2020 - 13:44DROPS Design svaraði:
Hei Berit. Beklager at det har tatt så lang tid. Men du har kategorisert dine spørsmål (fra 8.mars og 23. mars) som kommentarer og ikke som spørsmål. Vi får derfor ikke et varsel at det er noe som skal svares på. Husk å hake av for spørsmål. Ang. ditt spørsmål fra 8. mars. Vi skal lage en video som beskriver diagramikonene i A.2 - 7.rad. mvh DROPS design
04.05.2020 - 13:48
Berit S Larsen skrifaði:
Hei igjen, håper på svar fra dere snart selv om vi er i Corona-tider. Takk.
23.03.2020 - 10:05
Berit S Larsen skrifaði:
Hei, har kjøpt garn til denne genseren, men har problemer med å skjønne fellingen (Rad nr. 7 på A.2, str. L der hvor første felling begynner). Har prøvd å se på videoer, men er ikke helt likt som denne oppskriften med å holde tråden foran og løfting fram og tilbake med masker. Får for store hull pga kastene jeg lager tror jeg. Er det noe sted jeg kan se en video som forklarer denne linjen? Tusen takk for svar.
08.03.2020 - 11:34
Tone Bolme skrifaði:
Hei. Jeg kan ikke finne diagram A1 i mønsteret, det som beskriver hvordan halskanten skal strikkes. Er det en mangel i oppskriften? Mvh Tone
25.02.2020 - 16:52DROPS Design svaraði:
Hei Tone, A.1 er et lite diagram ved siden av skissen med målene, på bunnen av oppskriften. God fornøyelse!
26.02.2020 - 07:22
Lydia LAURENT skrifaði:
Bonjour Où trouve-t'on le tuto du point côtes anglaises zigzag pour ce modèle 201.30 ? je vois bien le tuto côtes anglaises avec jeté mais pas zigzag, et les tutos youtube ne ressemblent pas aux points visibles sur le modèle? Merci par avance
29.08.2019 - 11:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Laurent, nous n'avons pas encore de vidéo pour les diagrammes, on les tricote en côtes anglaises en suivant bien pas à pas chaque rang des diagrammes et en se référant à la légende pour former le motif. Bon tricot!
29.08.2019 - 13:01
Karen skrifaði:
Waarom krijg ik geen antwoord op mijn vraag van 2 juli 2019? Mijn vraag is wel afgedrukt op de site. M.vr.gr.
05.07.2019 - 22:18
Karen skrifaði:
Streep 1 meet 5 cm vanaf het kortste punt. Vraag: wordt dat gemeten vanaf de opzet rand? Of vanaf nld 1 van patroon A.2? Streep 2 meet 9 cm vanaf het kortste punt. Vraag: wordt dat gemeten vanaf de opzetrand? Of vanaf de 1ste nld van patroon A.2? Of vanaf het begin van streep 2? M.vr.dank!
02.07.2019 - 19:06DROPS Design svaraði:
Dag Karen,
De 5 en 9 cm van de strepen worden gemeten vanaf de opzetnaald. Door het patroon komt er een golving in en je meet dus waar de streep op zijn kortst is.
08.07.2019 - 12:00
Egyptian Feathers#egyptianfeatherssweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og röndum í sikk-sakk mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-30 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrst er prjónað mynstur A.1 (= stroff í kanti í hálsi). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. RENDUR: Til þess að ná fram tveggja lita áhrifum, prjónið rendur með til skiptis 1 umferð litur-2 og 1 umferð litur-1. Mynstur A.2 byrjar í umferð með litnum natur eins og útskýrt er í uppskrift. Í hvert skipti sem annað hvort er aukið út eða lykkjum fækkað í A.2 og A.3, er það gert í umferð með litur-2. Rendurnar eru prjónaðar í klukkuprjóni. RÖND 1: Litur-1 = fjólublár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 5 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 2: Litur-1 = gráblár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 9 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 3: Litur-1 = natur, litur-2 = fjólublár. Prjónið þar til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Síðasta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð með litnum fjólublár. Prjónið síðan rendur í brugðið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið með litnum natur. UMFERÐ 2: Prjónið með litnum fjólublár. Endurtakið umferð 1 og 2. LEIÐBEININGAR: Allur lykkjufjöldi sem er gefinn upp þegar prjónað er klukkuprjón er án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir sléttu lykkjunni og er talið saman sem 1 lykkja (ef annað er ekki tekið fram). ÚRTAKA (á við um miðju undi ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 252 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 14. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 14. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með sikk-sakk mynstri, síðan er stykkið prjónað í sléttprjóni með rönguna út og rendur með 1 umferð af hverjum lit. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp120-132-132-144-144-156 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.2 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum – og fyrsta umferð er prjónuð með litnum natur). Sjá RENDUR og LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 240-264-308-336-384-416 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 9-9-9-9-11-11 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Prjónið nú A.3 yfir A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 320-352-396-432-456-494 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 17-17-19-19-21-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Haldið nú áfram með brugðið og rendur eins og áður. Þegar stykkið mælist 19-19-21-21-21-21 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út lykkjur jafnt yfir þannig: Aukið út um 4-4-4-4-8-8 lykkjur með 2 cm millibili alls 1-2-1-1-2-2 sinnum = 324-360-400-436-472-510 lykkjur – lesið ÚTAUKNING-1. Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 49-53-58-65-72-78 lykkjur brugðið eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 98-106-116-130-144-157 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 49-53-58-65-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 212-228-248-276-304-330 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið brugðið hringinn eins og áður og rendur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½-2½-2½-3-3-2½ .cm millibili alls 10-10-10-9-9-11 sinnum = 252-268-288-312-340-374 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-29-29-29-29 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-18-18-17-19 lykkjur jafnt yfir = 270-288-306-330-357-393 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-84-88-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn, í röndum eins og áður. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-17-18-19-21 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-41-40-39-37-35 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir 2 cm að loka máli. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-2-0-1-2 lykkjur jafnt yfir = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir í sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-42-41-39-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #egyptianfeatherssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.