Elisabeth Sandberg skrifaði:
Legger opp 155 masker til v. Bord. Kommer til A1 b så stemmer ikke mønster. Hva er feilen???
07.04.2024 - 11:01DROPS Design svaraði:
Hei Elisabeth, Du burde ha lagt opp 156 masker til halskanten og deretter strikker du A.1 rundt (12 masker = 13 rapport i bredden på omgangen = 156 masker). God fornøyelse!
08.04.2024 - 06:44
Randi Aas Sjøvik skrifaði:
Denne ble for vanskelig enda jeg har strikket mye. Har dere forslag til en annen oppskrift jeg kan bruke garnet til. Jeg har de tre fargene og str M
18.03.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Hei Randi, Hvis du søker ved å klikke på forstørrelses-glasset øverst til høyre, og setter inn "genser i Fabel", kommer alle våre oppskrifter opp, og du kan velge en som passer til fargene du har kjøpt. Lykke til!
19.03.2024 - 07:01
Randi Aas Sjøvik skrifaði:
Jeg skal begynne på Egyptian Feathers genser men finner ikke mønster A1 i oppskriften
16.03.2024 - 21:12DROPS Design svaraði:
Hei Randi, Alle diagrammene er på bunnen av oppskriften. God fornøyelse!
18.03.2024 - 06:54
Carol skrifaði:
Hi. Can you please explain in detain how to knit together the yarn over and slipped stitch. My confusion is that the yarn over and the slipped stitch are on the right needle so how do you knit them together? Is there a video on this? Thanks
28.09.2023 - 21:03DROPS Design svaraði:
Hi carol, Here is a link to our video on English rib in the round. Hope it helps. https://www.garnstudio.com/video.php?id=188&lang=no Happy knitting!
29.09.2023 - 06:44
Laura skrifaði:
Me encanta el modelo, pero no veo cuál es el diseño del gráfico A1 que corresponde al elástico. Es elástico 1/1? cuántas vueltas/hileras hay que hacer? Lo siento, pero no me queda claro. Me podrían despejar la duda por favor? Gracias!
31.10.2021 - 08:51DROPS Design svaraði:
Hola Laura, el gráfico del elástico de A.1 está en el diagrama de las medidas, bajo la manga.
01.11.2021 - 13:00
Anne skrifaði:
Hei. Jeg ser at det er 2 ikoner som betyr det samme; firkant helt farget og firkant halvt dekket på tvers, altså øk 2 masker……. Er det noen grunn til det?
17.10.2021 - 23:11
Anne Synnøve skrifaði:
Hei. Jeg lurte på om det finnes et instruksjonsvideo som viser hvordan man: «øk 2 masker med farge-2 slik: Strikk 3 masker i vrangmasken og kastet, dvs strikk kastet og vrangmasken vrang sammen, men vent med å løfte masken av pinnen, lag 1 kast om høyre pinne og strikk masken og kastet vrang sammen 1 gang til = 3 masker» Jeg får det ikke til.
06.10.2021 - 07:37DROPS Design svaraði:
Hej Anne. Nej det ser dessvärre inte ut som vi har det, vi har kun videon Hvordan strikke 3 masker i 1 maske där det visas med räta maskor. Kanske den ändå kan vara till hjälp, principen är densamma bara att du ska göra det med vrangmasker. Mvh DROPS Design
06.10.2021 - 09:15
Anne skrifaði:
Når en vrangmaske blir til 3, hvorfor er det da ingen foskyvninger på neste omgang?
07.09.2021 - 12:46DROPS Design svaraði:
Hei Anne, Noen av omgangene med slik økning også feller like mange masker (omgang 1 i A.3 for eksempel). Hvis man ikke feller samtidig, blir det ekstra masker på yttersiden av A.3, som er strikket i mønster på neste omgang. Håper dette hjelper. Hilsen Drops Team
08.09.2021 - 09:51
Anne K skrifaði:
Jeg får ikke maskeantallet til å gå opp med de forandringene som skal gjøres på A2, første rad med forandringer. Strikker str m med 132 masker. Skal det ikke gå opp på runden?🤔
05.09.2021 - 14:42DROPS Design svaraði:
Hei Anne, Etter halsen har du 132 masker. A.2 er 12 masker i bredden og du har plass til 11 rapport av mønsteret = 132. Første 10 omganger er det ikke noe endring på maskeantall før du øker i 11. omgang. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
06.09.2021 - 08:58
Anne K skrifaði:
Strikker str m, På første omgang med maskeforandringer i antall får jeg ikke antall masker til å gå opp på runden. Er det riktig?
05.09.2021 - 14:35DROPS Design svaraði:
Hei Anne, Du øker 2 masker hver gang du strikker A.2 i bredden og det skal gå opp på omgangen på samme måten som de 10 første omgangene. Hilsen Drops Team.
06.09.2021 - 09:00
Egyptian Feathers#egyptianfeatherssweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og röndum í sikk-sakk mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-30 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrst er prjónað mynstur A.1 (= stroff í kanti í hálsi). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. RENDUR: Til þess að ná fram tveggja lita áhrifum, prjónið rendur með til skiptis 1 umferð litur-2 og 1 umferð litur-1. Mynstur A.2 byrjar í umferð með litnum natur eins og útskýrt er í uppskrift. Í hvert skipti sem annað hvort er aukið út eða lykkjum fækkað í A.2 og A.3, er það gert í umferð með litur-2. Rendurnar eru prjónaðar í klukkuprjóni. RÖND 1: Litur-1 = fjólublár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 5 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 2: Litur-1 = gráblár, litur-2 = natur. Prjónið þar til stykkið mælist alls 9 cm þar sem stykkið er styst. RÖND 3: Litur-1 = natur, litur-2 = fjólublár. Prjónið þar til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Síðasta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð með litnum fjólublár. Prjónið síðan rendur í brugðið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið með litnum natur. UMFERÐ 2: Prjónið með litnum fjólublár. Endurtakið umferð 1 og 2. LEIÐBEININGAR: Allur lykkjufjöldi sem er gefinn upp þegar prjónað er klukkuprjón er án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir sléttu lykkjunni og er talið saman sem 1 lykkja (ef annað er ekki tekið fram). ÚRTAKA (á við um miðju undi ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 252 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 14. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 14. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með sikk-sakk mynstri, síðan er stykkið prjónað í sléttprjóni með rönguna út og rendur með 1 umferð af hverjum lit. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp120-132-132-144-144-156 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.2 hringinn (= 10-11-11-12-12-13 mynstureiningar með 12 lykkjum – og fyrsta umferð er prjónuð með litnum natur). Sjá RENDUR og LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 240-264-308-336-384-416 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 9-9-9-9-11-11 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Prjónið nú A.3 yfir A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 320-352-396-432-456-494 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 17-17-19-19-21-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Haldið nú áfram með brugðið og rendur eins og áður. Þegar stykkið mælist 19-19-21-21-21-21 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út lykkjur jafnt yfir þannig: Aukið út um 4-4-4-4-8-8 lykkjur með 2 cm millibili alls 1-2-1-1-2-2 sinnum = 324-360-400-436-472-510 lykkjur – lesið ÚTAUKNING-1. Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 49-53-58-65-72-78 lykkjur brugðið eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 98-106-116-130-144-157 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 64-74-84-88-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið eins og áður yfir næstu 49-53-58-65-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 212-228-248-276-304-330 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið brugðið hringinn eins og áður og rendur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½-2½-2½-3-3-2½ .cm millibili alls 10-10-10-9-9-11 sinnum = 252-268-288-312-340-374 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-29-29-29-29 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-18-18-17-19 lykkjur jafnt yfir = 270-288-306-330-357-393 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-84-88-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn, í röndum eins og áður. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-17-18-19-21 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-41-40-39-37-35 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir 2 cm að loka máli. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-2-0-1-2 lykkjur jafnt yfir = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir í sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með litnum natur (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-42-41-39-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #egyptianfeatherssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.