Eunice skrifaði:
El comienzo del canesú es un poco confuso. ¿La primera vuelta es derecho o es revés de la labor? El diagrama pareciera ser que es el revés de la labor.
18.09.2024 - 22:21DROPS Design svaraði:
Hola Eunice, hasta las aberturas en el cuerpo, la labor se trabaja en redondo. En ese caso, se trabaja siempre por el lado derecho de la labor. Por lo tanto, para que un punto se vea como un derecho por el lado revés, hay que trabajarlo como un revés por el lado derecho. Entonces, en los símbolos del punto, al trabajar en redondo, trabajas ese punto como 1 revés.
23.09.2024 - 00:02
Marisa Castro skrifaði:
Desisti 😞
10.01.2022 - 19:28
Marisa Castro skrifaði:
Infelizmente acho as explicações muito confusas, e estou acostumada. Já fiz 1modelo vosso de bebé e ficou lindo. Mas tive de "lutar" com a explicação. Nem consigo dizer o que acho confuso. 😞
10.01.2022 - 19:19
Danik 56 skrifaði:
Pourquoi tricotez-vous vos modèles de haut en bas et pourquoi avec des aiguilles circulaires ? je ne suis à l'aise avec aucune de ces méthodes alors que j'ai vu des modèles qui me plaisent beaucoup.
05.11.2020 - 15:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Danik 56, les aiguilles circulaires sont très fréquemment utilisées en Norvège, que ce soit pour tricoter en rond ou en allers et retours (cette leçon peut vous aider). Les modèles tricotés de haut en bas sont de plus en plus demandés - et appréciés, nous faisons en sorte de proposer des modèles des 2 techniques - retrouvez tous nos modèles tricotés de bas en haut ici. Bon tricot!
05.11.2020 - 17:29
Mila skrifaði:
Buongiorno, mi piacerebbe avere un video tutorial dove si spiega come si fa: "Diminuire 1 maglia da ciascun lato del segno come segue: lavorare finché non rimangono 3 maglie prima del segno, lavorare 2 maglie insieme a diritto, 2 maglie diritto (il segno si trova tra queste 2 maglie), passare 1 maglia a diritto senza lavorarla, 1 maglia diritto, accavallare la maglia passata sulla maglia lavorata" Grazie
31.12.2019 - 00:20DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mila, al momento non ci sono tutorial per quella parte completa, ma i singoli video delle diminuzioni: come lavorare 2 maglie insieme a diritto accvallata semplice ci riscriva se ha ancora bisogno di aiuto. Buon lavoro!
31.12.2019 - 08:59
Barbara skrifaði:
Hallo liebes Strickteam, wird nur die Maschenprobe mit doppeltem Faden gestrickt oder der gesamte Pullover? Ich finde in der Anleitung keine Angabe zu doppeltem Faden. Dank und Grüße Barbara
07.08.2019 - 17:23DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, dieser Pullover wird mit 2 Fäden gestsrickt, siehe unter Maschenprobe sowie unter HALSBLENDE. Viel Spaß beim stricken!
08.08.2019 - 09:29
Brita skrifaði:
Flott genser! Jeg strikker denne nå, men står fast etter økningene i a1. I mønster står det man skal øke med kast 2 ggr, stemmer det? Eller skal man fortsette annenhver omgang til topp av a1?
03.04.2019 - 21:54DROPS Design svaraði:
Hei Brita. i A.1 økes det kun 2 masker (1 og 3 omgang), det er de 4 hullene helt øverst, midt foran og midt bak. A.2 vil fortsette dette hullmønsteret utover i en omvendt v-form. God fornøyelse
08.04.2019 - 14:42
Fanny skrifaði:
Hej! Då man under OK ska sticka från *-* 1 gång till på varvet, ska man då upprepa första varvet på diagrammet med 12 maskor (strl M), eller fortsätta på varv 2 med 13 maskor? Kommer fram- och baksidan se likadana ut, eller kommer framsidan vara den med "mönster"?
20.03.2019 - 10:51DROPS Design svaraði:
Hej. Ja du upprepar första varvet på diagrammet igen. Lycka till!
20.03.2019 - 11:52
Gunvor Madsen skrifaði:
Superflot bluse og farven er bare flot. Jeg savner generelt anbefalinger om "ease" i jeres opskrifter. Det hjælper ikke så meget at modellen er 170 cm høj og bruger str. M eller S. Det der hjælper er hvor meget ease designeren/I anbefaler i opskriften. Jeg kan godt se denne er "Loose fit", så der skal nok være nogle cm ekstra, men det kunne være rart at se en anbefaling fra jeres side. bedste hilsner Gunvor
11.03.2019 - 12:27DROPS Design svaraði:
Hej Gunvor, hvis du måler en bluse som sidder fint på dig, så finder du de mål som passer bedst i måleskitsen nederst i opskriften. God fornøjelse!
14.03.2019 - 11:30
Marite73 skrifaði:
Pourquoi tricoter de haut en bas je suis pas a l aise comme ca comment faire pour inverser le tricotage
02.03.2019 - 21:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Marite73, tricoter de haut en bas permet d'ajuster le vêtement à ses propres mesures. Pour le tricoter de haut en bas, il faudra l'ajuster complètement en partant de la fin (bas du pull) pour remonter, mais le motif apparaîtra différemment (les diagrammes sont tricotés de haut en bas). Pour toute assistance individuelle, n'hésitez pas à contacter le magasin où vous avez acheté votre laine. Bon tricot!
04.03.2019 - 12:40
Autumn Spice#autumnspicesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr 2 þráðum DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með áferð og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-13 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 63 lykkjur), mínus lykkjur með garðaprjóni í hvorri hlið (= 4 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 5,9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju á eftir/undan prjónamerki á ermum þannig: Prjónið fram að fyrsta prjónamerki á ermi, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið fram að 1 lykkju á undan næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt. Endurtakið á hinni erminni (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Fram- og bakstykki er prjónað í hring niður að klauf í hliðum, síðan er framstykki og bakstykki prjónað til loka fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-62-66-68-70-72 lykkjur á hringprjón 6 með 2 þráðum Sky. Prjónið 1 umferð brugðið og 2 umferðir slétt. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið mynstur þannig: Prjónið * A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 12-12-12-14-14-14 lykkjur), A.2 (= 1 lykkja), A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 12-12-12-14-14-14 lykkjur), setjið 1 prjónamerki hér (= bakstykki/framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3-4-6-3-4-5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á ermum og aukið hefur verið út 1 lykkja hvoru megin við miðju lykkju á framstykki og bakstykki (miðju lykkja = A.2) = 68-70-74-76-78-80 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur hringinn og aukið út fyrir laskalínu á ermum í annarri hverri umferð 14-16-16-19-19-19 sinnum til viðbótar (alls 15-17-17-20-20-20 sinnum), JAFNFRAMT þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru endurteknar 2 síðust umferðirnar 8-10-12-13-16-19 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. þar til það eru 25-29-33-35-41-47 lykkjur sléttprjón á milli A.1 og A.3 á bakstykki og framstykki) = 176-194-206-224-238-252 lykkjur. Haldið síðan áfram með áferð yfir 14-14-14-16-16-16 lykkjur í A.1 og A.3 og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm mælt frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 53-57-61-67-73-79 lykkjur (= bakstykki), setjið síðan næstu 35-40-42-45-46-47 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-16 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 53-57-61-67-73-79 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 35-40-42-45-46-47 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-16 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 126-134-146-158-174-190 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermum (= 5-5-6-6-7-8 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið mynstur eins og áður yfir 14-14-14-16-16-16 lykkjur í A.1 og A.3, prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 4 lykkjurnar í hvorri hlið (þ.e.a.s. 2 lykkjur garðaprjón hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið). Þær lykkjur sem eftir eru í umferð eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 15 cm er prjónað fram að prjónamerki í annarri hliðinni á stykki. Prjónið síðan fram og til baka yfir helming af lykkjunum í umferð fyrir fram-/bakstykki, þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. BAKSTYKKI: = 63-67-73-79-87-95 lykkjur. Prjónið mynstur A.1/A.3, sléttprjón og 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 26 cm er aukið út um 10-10-10-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 73-77-83-91-101-109 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir í grófari prjóna ef affellingarkanturinn verði stífur. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Setjið 35-40-42-45-46-47 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 7 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 45-50-54-57-60-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp (= 5-5-6-6-7-8 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4-4-3-5-4-3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3-3-2-2-2 cm millibili alls 8-10-11-12-12-13 sinnum = 29-30-32-33-36-37 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-35-34-32-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-6-6-7-8-9 lykkjur jafnt yfir = 34-36-38-40-44-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 6 og prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-41-39-38-36-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnspicesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.