Sylvie skrifaði:
Bonjour. Je suis au niveau des manches où a partir de 21 cm il faut tricoter en A5. Faut il faire 1 fois A5 puis A4-A5-A6 ou A4-A5-A6 sans avoir fait 1 fois A5. Merci pour votre réponse
09.03.2019 - 16:28DROPS Design svaraði:
Bonjour! Vous devez tricoter A4-A5-A6 sans avoir fait 1 fois A5. Bon travail!
10.03.2019 - 20:43
Aggie Dovermann skrifaði:
Ontzettend mooi!!
12.01.2019 - 17:44
Noelle Ehlinger skrifaði:
Dentelles
05.01.2019 - 08:26
Ehret Ingrid skrifaði:
Sehr schöne Jacke hoffentlich kommt bald die Anleitung
29.12.2018 - 12:38
Inger skrifaði:
Nydelig lun jakke.
14.12.2018 - 10:05
Rosemary skrifaði:
So beautiful.
12.12.2018 - 02:00
Birch Woods Jacket#birchwoodsjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 3, 12, 22, 32, 42 og 51 cm M: 3, 13, 23, 33, 43 og 53 cm L: 4, 15, 25, 35, 45 og 55 cm XL: 3, 12, 21, 30, 39, 48 og 57 cm XXL: 3, 13, 22, 31, 40, 49 og 59 cm XXXL: 4, 15, 24, 33, 42, 51 og 61 cm MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.4 og A.9). ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni/mynstri. ÚRTAKA (jafnt yfir): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 249 lykkjur), mínus kant að framan (t.d. 10) og deilið þessum lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 38) = 6,3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar sett saman og berustykkið er prjónað til loka fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 171-181-201-211-231-251 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 5 með Air. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 10 lykkjur, endurtakið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 15-16-18-19-21-23 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.3 yfir næstu lykkju, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram þar til A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Prjónið síðan sléttprjón með 5 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni þar til stykkið mælist 12-12-13-14-13-13 cm (eða að óskuðu máli – ef maður vill stilla lengdina af á stykkinu þá er það gert hér) – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.4 yfir næstu 10 lykkjur, endurtakið A.5 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 15-16-18-19-21-23 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.6 yfir næstu lykkju, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur þar til A.4, A.5 og A.6 er lokið á hæðina. Endurtakið A.4, A.5 og A.6 1 sinni til viðbótar á hæðina, en síðasta umferðin er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 42-45-49-51-55-59 lykkjur eins og áður (= vinstra framstykki), fellið af næstu 6-6-8-8-10-12 lykkjurnar fyrir handveg, prjónið 75-79-87-93-101-109 lykkjur eins og áður (= bakstykki), fellið af næstu 6-6-8-8-10-12 lykkjurnar fyrir handveg, prjónið síðustu 42-45-49-51-55-59 lykkjur (= hægra framstykki) = 159-169-185-195-211-227 lykkjur. Stykkið mælist ca 32-32-33-34-35-35 cm. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 31-33-35-37-39-41 lykkjur á sokkaprjón 5 með Air. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað síðar þegar auka á út lykkjum mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna/hringprjón 5,5. Prjónið næstu umferð þannig: 0-1-2-3-4-0 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 10 lykkjurnar, endurtakið A.2 þar til eftir eru 1-2-3-4-5-1 lykkjur í umferð (= 2-2-2-2-2-3 mynstureiningar með 10 lykkjum), endið með 1-2-3-4-5-1 lykkjur slétt. Haldið áfram þar til A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Prjónið síðan sléttprjón – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-7-8-7-9-8 cm aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 10-12-14-15-16-16 sinnum = 51-57-63-67-71-73 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 21-19-19-18-16-14 cm (eða að óskuðu máli – ef maður vill stilla af lengdina á erminni þá er það gert hér), prjónið A.5 yfir allar lykkjur – passið uppá að lykkja með stjörnu verði mitt á ermi og aðlagið mynstrið af út í hvora hlið. Þ.e.a.s. þegar útaukningar hafa verið gerðar til loka undir ermi, prjónið þannig: 0-3-1-3-0-1 lykkjur slétt, A.4 (= 10 lykkjur), A.5 (= 4-4-5-5-6-6 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.6 yfir 1 lykkju og 0-3-1-3-0-1 lykkjur slétt. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni og útauknu lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.4/A.5/A.6 (passið uppá að það sé sami fjöldi úrtöku og uppsláttar í mynstri). Haldið áfram með þetta mynstur þar til A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Endurtakið A.4/A.5/A.6 1 sinni til viðbótar á hæðina, en síðasta umferðin er prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 3-3-4-4-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 45-51-55-59-61-61 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-6 lykkjur fyrir handveg = 45-51-55-59-61-61 lykkjur. Stykkið mælist ca 41-39-39-38-38-36 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 5,5 og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 249-271-295-313-333-349 (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið frá réttu og prjónið fyrstu umferðina þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, A.7 yfir næstu 10 lykkjur, endurtakið A.8 þar til 6 lykkjur eru eftir (lykkjufjöldinn gengur ekki jafnt upp í 1. umferð – nema í stærð M), A.9 yfir næstu lykkju, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.7/A.8 er lykkjum fækkað jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan: ÖR-1 (= ranga): Fækkið um 38-40-44-42-42-38 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 211-231-251-271-291-311 lykkjur. (A.8 er nú prjónað 19-21-23-25-27-29 sinnum á breidd). ÖR-2 (= frá röngu): Fækkið um 40-50-50-50-40-40 lykkjur jafnt yfir = 171-181-201-221-251-271 lykkjur. (A.8 er nú prjónað 15-16-18-20-23-25 sinnum á breidd). ÖR-3 (= frá röngu): Fækkið um 40-40-40-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 131-141-161-181-211-231 lykkjur. (A.8 er nú prjónað 11-12-13-14-16-19-21 sinnum á breidd). ÖR-4 (= rá röngu): Fækkið um 28-30-42-30-40-40 lykkjur jafnt yfir = 103-111-119-151-171-191 lykkjur. ÖR-5: Fækkið um 16-20-18-28-42-30 lykkjur jafnt yfir = 87-91-101-123-129-161 lykkjur. STÆRÐ: XL-XXL: ÖR-6: Fækkið um 18-20 lykkjur jafnt yfir = 105-109 lykkjur. STÆRÐ XXXL: ÖR-6 (= frá röngu). Fækkið um 28 lykkjur jafnt yfir = 133 lykkjur. ÖR-7 (= frá röngu): Fækkið um 20 lykkjur jafnt yfir = 113 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Þegar allt A.7, A.8 og A.9 hefur verið prjónað til loka mælist berustykki ca 20-22-23-24-25-27 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (skiptið e.t.v. yfir á grófari prjón). FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #birchwoodsjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.